Menning Laugardagur, 25. janúar 2025

HAMPARAT Hljómsveitirnar HAM og Apparat sameinaðar sem HAMPARAT á tónleikum í Hörpu. Frá vinstri þeir Arnar Geir Ómarsson, Flosi Þorgeirsson, Úlfur Eldjárn, Sigurjón Kjartansson, S. Björn Blöndal, Hörður Bragason (sitjandi), Óttarr Proppé og Sighvatur Ómar Kristinsson.

„Þetta er ofurgrúppa“

HAM og Apparat snúa bökum saman á tónleikum í Eldborg sem HAMPARAT • „Bestu hugmyndirnar koma þegar maður á að vera að gera eitthvað annað,“ segir Úlfur Eldjárn úr Apparati Meira

Listakona Hildur skilar inn ansi öruggu verki á sinni fyrstu breiðskífu.

„Hvort viltu dreyma eða vakna?“

Hildur stígur ansi örugglega fram með fyrstu breiðskífunni sinni sem kallast ­Afturábak. Hér verður rýnt í plötuna sem og í listakonuna sjálfa. Meira

Heillandi „Túlkun, persónusköpun og vald Þóreyjar [Birgisdóttur] á efninu – og fyrir vikið á áhorfendum – er algert frá fyrstu innkomu. Iffí er sjarmerandi, fráhrindandi, heillandi og hættuleg. Óútreiknanleg og fyrirsjáanleg í senn. Þórey neglir þetta allt,“ segir í rýni um einleikinn Ífigeníu í Ásbrú.

Líf kviknar, líf slokknar

Tjarnarbíó Ífigenía í Ásbrú ★★★½· Eftir Gary Owen. Þýðing: Þórey Birgisdóttir og Anna María Tómasdóttir. Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir. Hljóðhönnun: Kristín Hrönn Jónsdóttir. Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikari: Þórey Birgisdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 16. janúar 2025. Meira

Skáldið Rýnir segir verkið fallega skrifaðan ljóðaseið um liðinn tíma, minningar og vonina.

Andartakið snertir lokuð augu

Ljóð Pólstjarnan fylgir okkur heim ★★★★· Eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Salka, 2024. Kilja, 37 bls. Meira

Huldukona Konan hefur verið áberandi í verkum Huldu frá upphafi.

Þrjár sýningar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 25. janúar, klukkan 15. Það eru sýning Huldu Vilhjálmsdóttur Huldukona, sýning Kristjáns Guðmundssonar Átta ætinga r og sýning Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar … Meira

Aðdáun Judith, leikin af Anaïs Demoustier, horfir með aðdáun á Dalí sem hér er leikinn af Edouard Baer.

Gaaaaaaaaaalinn Daaaaaaaaaaalí!

Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Daaaaaalí! ★★★★· Leikstjórn og handrit: Quentin Dupieux. Aðalleikarar: Anaïs Demoustier, Edouard Baer, Jonathan Cohen, Gilles Lelluche, Piou Marmai og Didier Flamant. Frakkland, 2023. 79 mín. Meira

Vigdís Svipmynd úr sjónvarpsþáttunum.

Skerpi á skilaboðum og segi sögur

Hjá RÚV er það nánast orðið hefð í upphafi árs að sýna leiknar innlendar þáttaraðir, sem að nokkru leyti eru spegill á samtímann og söguna. Má í þessu sambandi nefna sjónvarpsseríurnar Ófærð , Verbúðina og nú síðast Vigdísi Meira