Íþróttir Mánudagur, 27. janúar 2025

Mark Framarinn Þórey Rósa Stefánsdóttir reynir skot að marki Eyjakvenna í Vestmannaeyjum á laugardaginn en hún skoraði sjö mörk.

Fram í annað sætið eftir stórsigur í Eyjum

Fram er komið í annað sæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir stórsigur gegn ÍBV í 13. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Leiknum lauk með átta marka sigri Framara, 25:17, en Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst hjá Frömurum með sjö mörk Meira

Markahæstur Hægri skyttan Mathias Gidsel hefur farið á kostum í danska liðinu til þessa og er markahæstur með 49 mörk ásamt Filip Kuzmanovski.

Stórleikir í átta liða úrslitum

Átta liða úrslit heimsmeistaramóts karla í handbolta hefjast á morgun með tveimur leikjum sem báðir fara fram í Zagreb í Króatíu. Frakkland, sem hafnaði í efsta sæti milliriðils þrjú, mætir Egyptalandi, sem hafnaði í öðru sæti milliriðils fjögur, í fyrri leik dagsins Meira

Tvenna Cody Gakpo fagnar öðru marki sínu gegn Ipswich á Anfield.

Liverpool áfram með forskot á toppnum

Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan sigur gegn Ipswich, 4:1, í 23. umferð deildarinnar á Anfield í Liverpool á laugardaginn. Dominik Szoboszlai, Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu mörk… Meira

Bandaríski körfuknattleikskappinn Jeremy Pargo er genginn til liðs við…

Bandaríski körfuknattleikskappinn Jeremy Pargo er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn Devon Thomas yfirgefið herbúðir félagsins Meira

Fyrirliði Aron Pálmarsson var að ljúka sínu fimmtánda stórmóti í Zagreb.

Ennþá fúlir eftir Króatíuleikinn

„Við gerðum þetta allt í lagi,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum lélegir í 15-20 mínútur og það var erfitt að gíra sig upp í þennan leik Meira

Takk Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir stuðninginn á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í gærdag.

Fimm sigrar ekki nóg

Öruggt gegn Argentínu • Einn hálfleikur gegn gestgjöfunum skemmdi allt • Fengu ekki greiða frá Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum • Besti árangurinn í 14 ár Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 25. janúar 2025

Vonbrigði Íslensku leikmennirnir voru að vonum daprir í bragði þegar þeir þökkuðu íslensku áhorfendum fyrir stuðninginn í leikslok.

Algjör mar-tröð í Zagreb

Ísland á litla von um að ná sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta eftir tap fyrir Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Króatíu, 32:26, í 2. umferð milliriðils 4 í Zagreb í gærkvöld Meira

Hræðilegur fyrri hálfleikur

Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var hræðileg. Vörnin réð ekkert við sóknarleik Króata og vantaði alla ákefðina sem einkenndi íslenska liðið í fjórum fyrstu leikjum mótsins. Þar fyrir aftan varði Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands á mótinu til þessa, ekki neitt Meira

Þurfa að fá óvænta aðstoð

Eftir að allt hafði gengið íslenska liðinu í haginn í fyrstu fjórum leikjunum á HM eru möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitunum orðnir sáralitlir eftir þetta vonda tap gegn Króatíu. Tvennt þarf að ganga upp í lokaumferðinni sem er leikin í Arena Zagreb á morgun Meira

Ekki okkar besti leikur

„Fyrst og fremst þá vorum við ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir tapið örlagaríka gegn Króatíu í gærkvöldi. „Við gáfum færi á okkur sem þeir nýttu sér vel Meira

Föstudagur, 24. janúar 2025

Stigahæstur Hilmar Smári Henningsson á leiðinni að körfu Hauka en Stjarnan vann stórsigur á hans gamla félagi í Garðabæ.

Þrjú efstu að skilja sig frá

Þrjú efstu liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Stjarnan, Tindastóll og Njarðvík, unnu sína leiki í 15. umferðinni í gærkvöld og í fallbaráttunni náði Álftanes fjögurra stiga forskoti á botnliðin Hött og Hauka, sem bæði töpuðu sínum leikjum Meira

Mótherji Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, stjórnar króatíska liðinu gegn því íslenska í Zagreb í kvöld.

Erfitt dagsverk í kvöld

Króatar hafa verið eitt af stórveldunum í karlahandboltanum í þrjátíu ár, eða síðan þeir komust í fyrsta skipti á verðlaunapall á stórmóti árið 1995. Þá fengu þeir silfurverðlaunin á HM á Íslandi eftir ósigur gegn Frökkum í úrslitaleik í Laugardalshöllinni Meira

Harka Elliði Snær fagnar innilega eftir að hann náði í víti gegn Egyptum. Íslenska liðið lagði Egypta að velli í Zagreb í fyrrakvöld, 27:24.

„Annar úrslitaleikur“

Elliði Snær í lykilhlutverki í glæsilegri vörn Íslands • Góður undirbúningur kryddaður með baráttunni • Ekkert jafnast á við verðlaun með landsliðinu Meira

Fimmtudagur, 23. janúar 2025

Það var áhugavert að fylgjast með Hákoni Arnari Haraldssyni á stóra…

Það var áhugavert að fylgjast með Hákoni Arnari Haraldssyni á stóra sviðinu í fyrrakvöld. Hann var mættur með franska liðinu Lille á einhvern erfiðasta útivöll í Evrópu, og mótherjarnir líklega besta knattspyrnulið álfunnar um þessar mundir Meira

Madrid CFF Ásdís Karen Halldórsdóttir stillir sér upp fyrir myndatöku á æfingasvæði spænska liðsins í spænsku höfuðborginni fyrr í mánuðinum.

Spennt fyrir nýrri áskorun á Spáni

Ásdís Karen var keypt til Madrídar- liðsins frá Lilleström í Noregi Meira

Noregur Ólafur Guðmundsson er 22 ára miðvörður sem reynir fyrir sér í fyrsta sinn í atvinnumennsku hjá norska félaginu Aalesund.

Eins gott og það verður

Ólafur samdi við Aalesund • Í atvinnumennsku í fyrsta sinn • Aðstæður til fyrirmyndar • Stefnan sett upp í úrvalsdeild eftir vonbrigði á síðasta tímabili Meira

Miðvikudagur, 22. janúar 2025

Stigahæstar Ajulu Thatha, Aþenu, reynir að verjast Alyssa Cerino, Val, í gær.

Níundi sigur Þórsara í röð

Esther Marjolein Fokke var stigahæst hjá Þór frá Akureyri þegar liðið hafði betur gegn toppliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri í gær. Leiknum lauk með sex stiga sigri Þórsara, 86:80, en Fokke skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu Meira

Skot Rasmus Lauge reynir skot að marki Þjóðverja í Herning í gær.

Þjóðverjar höfðu ekki roð við meisturunum

Mathias Gidsel fór á kostum fyrir heimsmeistara Danmerkur þegar liðið vann stórsigur gegn Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, þegar liðin mættust í fyrstu umferð milliriðils eitt á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Herning í Danmörku í gær Meira

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku…

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá ESPN eftir að hann skoraði í 2:1-sigri NAC Breda á Twente um liðna helgi. Elías Már hefur skorað sex mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu, þar af fjögur í síðustu fjórum leikjum Meira

Katar Guðjón Valur Sigurðsson í átökum við egypska varnarmenn í leik Íslands og Egyptalands á HM í Katar 2015. Ísland vann leikinn 28:25.

Gengið betur en Íslandi

Egyptaland verður fjórði andstæðingur Íslands á heimsmeistaramóti karla í handbolta og sá fyrsti af þremur í milliriðli. Rétt eins og Ísland hefur Egyptaland unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa og vakti athygli þegar liðið vann sannfærandi … Meira

Nagli Ýmir Örn Gíslason fagnar með tilþrifum með herbergisfélaga sínum Viggó Kristjánssyni í leiknum gegn Slóveníu á HM á mánudagskvöld.

Gaman þegar þeir kvarta

Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta í Zagreb klukkan 19.30 í kvöld. Með sigri er íslenska liðið nánast öruggt með sæti í átta liða úrslitum og verður mikið undir en bæði lið unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðilinn Meira

Þriðjudagur, 21. janúar 2025

Belgía Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu á EM í Sviss í sumar.

„Ánægð að hafa beðið fram að þessum tímapunkti“

Elísabet Gunnarsdóttir ráðin landsliðsþjálfari Belgíu til 2027 Meira

Stemning Íslensku leikmennirnir fagna glæsilegum sigri á Slóvenum í Arena Zagreb í gærkvöld.

Glæsileg frammistaða gegn Slóvenum

Ísland vann glæsilegan sigur á Slóveníu, 23:18, í úrslitaleik G-riðils á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og tekur með sér fjögur stig í milliriðil þar sem andstæðingarnir verða Króatía, Egyptaland og Argentína Meira

Bikarsigur Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék mjög vel með KR.

Ótrúlegir yfirburðir KR-inga

KR vann ótrúlegan yfirburðasigur á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöld á Meistaravöllum, 116:67, og Keflavík og Valur tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum keppninnar Meira

Afrek hjá vörninni og Viktori

Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var mögnuð. Vörnin stóð gríðarlega vel og skoraði Slóvenía stóran hluta marka sinna í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið var manni færri vegna brottvísana. Slóvenska liðið átti lítinn möguleika þegar jafnt var í liðum Meira

Það voru allir í fimmta gír

„Mér leið nokkuð vel í leiknum, á þessum þjálfaraskala,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn örugga gegn Slóveníu í gærkvöldi. „Ég sá fljótlega í hvaða gír við vorum og fannst varnarleikurinn frábær Meira

Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað…

Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Val til tveggja ára. Berglind er 29 ára miðjumaður og hefur samtals leikið 199 deildaleiki á ferlinum fyrir Val, Aftureldingu, Fylki, Örebro í Svíþjóð og… Meira

Ráðinn Sölvi Geir Ottesen er á leið með Víkingi í stórt verkefni.

„Þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt hjá Víkingi“

Sölvi Geir Ottesen ráðinn í stað Arnars til þriggja ára Meira

Egyptar annað kvöld

Sigurinn gegn Slóveníu gefur íslenska liðinu alvörutækifæri til að slást um sæti í átta liða úrslitunum við Egypta og Króata í milliriðlinum. Næstu tveir leikir eru gegn þessum tveimur efstu liðum H-riðilsins, Ísland mætir Egyptalandi annað kvöld,… Meira