Fréttir Miðvikudagur, 5. mars 2025

Afhending Tillögunum komið í hendur ráðherra ríkisstjórnar.

Hóflegar tillögur um hagræðingu

Tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri, sem unnar voru upp úr ábendingum og tillögum almennings í samráðsgátt, var í gær skilað til ríkisstjórnarinnar, en um þær verður svo fjallað í ríkisstjórn og af viðkomandi ráðherrum Meira

WOW air var í raun gjaldþrota löngu fyrr

Enn tekist á um mikla hagsmuni • Fimm ár frá fallinu Meira

Samgöngur Flugvél af gerðinni Bombardier Dash 200 á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Tegund þessi er nú á útleið úr flota Icelandair.

Fréttirnar bakslag og fólk er reitt – Ákvörðunin kemur á sérstökum tíma – 20 flugvellir vestra verið teknir úr notku

Icelandair hyggst hætta flugi vestur • Breyttar aðstæður fyrir rekstur á Dash 200 • Færir þjónustuna langt aftur á síðustu öld, segir þingmaður • Norlandair ætlar að kanna stöðuna Meira

Ráðhúsið Borgarstjórn fundaði í gær.

Ætla ekki að veita Alvotech leyfi

Nýr meirihluti í borgarstjórn hyggst ekki veita lyfjafyrirtækinu Alvotech leyfi til þess að byggja leikskóla sem myndi þjóna starfsfólki fyrirtækisins. Kom þetta fram í máli Skúla Helgasonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar á fundi borgarstjórnar í gær Meira

Bráðamóttakan verður stækkuð

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk Landspítalans um að koma fyrir færanlegri einingu við bráðamóttökuna í Fossvogi. Samkvæmt greinargerð spítalans til skipulagsfulltrúa er húsnæði bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag of lítið fyrir þá þjónustu sem þar er veitt Meira

WOW Vöxtur flugfélagsins var ævintýralegur og á tímabili stefndi í að umsvif þess yrðu meiri en Icelandair.

„Við blasir því ekkert annað en þrot“

„Project Phoenix“ ýtt úr vör í byrjun september 2018 til bjargar WOW air • Samrunaviðræður og skuldabréfaútboð í fullum gangi á sama tíma • Skuld við Isavia setti óvænt strik í reikninginn Meira

Hagræðingartillögur fyrir 71 milljarð

Búið að fara yfir hagræðingartillögur almennings • 60 tillögur af 10.000 hlutu náð starfshóps •  Geta sparað 71 milljarð á næstu fimm árum •  Fjármálaráðherra telur tillögurnar raunhæfar Meira

Endurbætur Snjóbræðsla verður sett í neðsta pallinn í vikunni.

Kirkjutröppunum á Akureyri lokað á ný

Framkvæmdir við endurnýjun á palli fyrir neðan kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju hófust í byrjun vikunnar. Af þeim sökum hefur neðri hluta kirkjutrappanna verið lokað og verða þær lokaðar næstu daga Meira

Borgarstjórn Rætt var um aðgerðaáætlun meirihlutans í gær.

Segir aðgerðaáætlunina rýra í roðinu

„Aðgerðaáætlun nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks, Flokks fólksins og Vinstri-grænna er rýr í roðinu og gefur óljósa hugmynd um hvernig borginni verður stjórnað þá fjórtán mánuði sem eru til kosninga,“ sagði Kjartan… Meira

Samkomulag kjarasamningarnir voru undirritaðir 25. febrúar.

Samþykktu nýja kjarasamninginn

Tæp 93% kennara sögðu já en 6% voru á móti • 76,3% greiddu atkvæði Meira

Fram á ný Samfylkingin telur rétt að sækja aftur um aðild að ESB.

Ný heimsmynd kallar á endurmat

Dagur B. Eggertsson segir vendingar í heimsmálum knýja á um aðildarviðræður við ESB l  Sömuleiðis kalli staða varnarmála á nýja björgunarmiðstöð og nýjan innanlandsflugvöll Meira

Össur Skarphéðinsson

Með einvalalið

Gestir veittu því athygli að Dagur B. Eggertsson leitaði ráða hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, þegar haldið var upp á afmæli Japanskeisara 21. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var Dagur spurður um ráðgjafa og hvort… Meira

Brussel Ursula von der Leyen kynnti í gær nýjar aðgerðir ESB til þess að efla varnir Evrópu og Úkraínu.

Evrópa þarf að fylla í tómarúmið

Trump gerir hlé á hernaðaraðstoð við Úkraínu • ESB setur 800 milljarða evra í varnarmál • Selenskí segist tilbúinn til að vinna með Trump að varanlegum friði Meira

Friedrich Merz

Vafi á vernd kallar á herskyldu á ný

Systurflokkar Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU/CSU), sem nýverið unnu kosningar til þings þar í landi, segjast vilja setja á fót herskyldu á ný. Óvissa í öryggis- og varnarmálum Evrópu vegna skoðana Bandaríkjaforseta kalli á öflugar varnir Meira

Fiskislóð 31 Staðsetningin á að vera utan við núverandi garð. Erlendis ganga slíkir garðar undir nafninu „berma“.

Gera tillögu um annan sjóvarnargarð utar

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík segir sér ekki kunnugt um hvernig byggingarleyfi Fiskislóðar 31 var afgreitt og að óheimilt sé samkvæmt skipulagsreglugerð að byggja á þekktum flóðasvæðum við ár, vötn og sjó Meira

Þokkabót 2025 Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Ingólfur Steinsson, Halldór Gunnarsson, Lárus H. Grímsson, Gylfi Gunnarsson, Haraldur Þorsteinsson og Ásgeir Óskarsson. Magnús R. Einarsson var ekki á rennslinu um helgina.

Uppselt á Þokkabót 50 árum síðar

Hljómsveitin Þokkabót var áberandi í tónlistarlífi landsmanna og nutu þjóðlagaskotin lög hennar töluverðra vinsælda á áttunda áratugnum. Sveitin heldur upp á 50 ára afmælið með tónleikum undir yfirskriftinni „Lífið gengur sinn gang“ í Salnum 21 Meira