Fréttir Föstudagur, 7. febrúar 2025

Þorvaldur Gissurarson

Skortur á lóðum og aukin gjaldtaka

SI telja hækkun í borginni þýða 1,5 milljónir á 85 fm íbúð Meira

Landsréttur Dómur yfir Mohamad var þyngdur í Landsrétti.

Átta ára dómur staðfestur

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdómstóls yfir Mohamad Thor Jóhannessyni, áður þekktum sem Mohamad Kourani, en hann fékk nafni sínu breytt í sumar. Mohamad hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás sem hann framdi í versluninni OK Market í Valshverfinu 7 Meira

Völlurinn kyrr Samgönguráðherra var ómyrkur í máli á fundi um framtíð og stöðu Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi og uppskar fögnuð fundargesta.

Stjórnin standi vörð um framtíð vallarins

„Þessi þjónusta er ekki einkamál höfuðborgarbúa“ Meira

Hallgrímur B. Geirsson

Hallgrímur B. Geirs­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs hf., lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 5. febrúar, 75 ára að aldri. Hallgrímur fæddist 13. júlí 1949 í Boston í Bandaríkjunum, sonur hjónanna Geirs Hallgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og Ernu Finnsdóttur húsmóður Meira

Shokri Keryo

Landsréttur þyngdi skotárásardóm

Landsréttur hefur þyngt dóminn yfir Shokri Keryo upp í sjö ár. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Keryo, sem er sænskur, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir skotárás í Úlfarsárdal í 2. nóvember árið 2023 Meira

Versta ofsaveður í áratug afstaðið

Metfjöldi rauðra viðvarana í vikunni • Vont veður var um allt land Meira

NATO Kafbátaleitarflugvélar eru öllum stundum á öryggissvæðinu.

Endurbætur á öryggissvæðinu

Hafið er forútboð á vegum bandaríska sjóhersins um frekari uppbyggingu/endurnýjun mannvirkja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Eru það varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands sem nýverið vöktu athygli á þessu í útboðsauglýsingu Meira

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Ekkert nýtt að vera ekki sammála

Viðreisn og Píratar bregðast við ummælum borgarstjóra • Ekki stórkostleg stefnubreyting í gangi • Kominn nýr umræðugrundvöllur um flugvöllinn • Gera heilmikið gagn fyrir venjulegt fólk í borginni Meira

Siglufjörður Björgunarsveitarmenn bjarga því sem eftir stendur af hurðum kirkjunnar sem fuku í ofsaveðri.

Kirkjudyrnar rifnuðu af og þakið fauk af bílskúr

Foktjón víða um land í illviðrinu • Strætóskýli sprakk Meira

Leikskóli Kæru leikskólans Sælukots var vísað frá úrskurðarnefnd.

Kæru leikskóla vísað frá nefnd

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru leikskólastjóra leikskólans Sælukots í Reykjavík vegna framferðis fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar skólanum var lokað tímabundið í nóvember sl Meira

Stefnuræðunni frestað fram á mánudagskvöld

Rauð veðurviðvörun ástæðan • Ríkisútvarpið gat ekki sýnt frá þingi í gær Meira

Reynir Guðsteinsson

Guðbjörn Reynir Guðsteinsson fyrrverandi skólastjóri lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar, 91 árs að aldri. Reynir fæddist 10. maí 1933 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson skipstjóri og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja Meira

Ræða formennsku Kristjáns í RSÍ

Miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins fundar • Kurr innan raða félagsmanna Meira

Átta í framboði til rektors

Átta umsækjendur af ellefu um embætti rektors Háskóla Íslands voru í gær metnir hæfir til þess að gegna embættinu, en háskólaráð fundaði í gær og ræddi rektorskjörið. Fór ráðið yfir niðurstöðu millifundanefndar ráðsins, en nefndinni var falið að… Meira

Umboðsmaður óskar eftir upplýsingum frá forsetaskrifstofu um upplýsingagjöf

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, þ. á m. um dagskrá forseta. Á vefsíðu umboðsmanns Alþingis segir að hann hafi óskað eftir… Meira

Undirritun Elvar Reykjalín, Ína Björk Jóhannsdóttir, hótelstjóri Blue vacations Iceland, Jóhann Guðni Reynisson, Eyrún I. Sigþórsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og Friðjón Árni Sigurvinsson upplýsingafulltrúi.

„Lyftistöng fyrir allt Norðurland“

„Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu um verkefnið á síðasta ári en vorum að klára samning um svæðið núna í vikunni og nú getum við farið að byrja skipulagsvinnuna og hönnun á svæðinu,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Blue Vacations og einn af eigendum Ektabaða ehf Meira

Byggðin þétt F-reitur á Kirkjusandi er dæmi um þéttingarreit í borginni.

Aðeins dýrar byggingarlóðir í boði

Forstjóri ÞG Verks segir ekki hafa verið brugðist við ákalli um aðgerðir vegna lóðaskorts l  Allt að fjórðungur söluverðs nýrra íbúða sé tilkominn vegna hærri skatta og gjaldtöku Meira

Byggt í borginni Kallað er eftir uppbyggingu fjölda hagkvæmra íbúða.

Borgin byggi fjölda hagkvæmra íbúða

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG telur að borgin eigi að stíga af krafti inn á húsnæðismarkaðinn til að auka framboð hagkvæmra leiguíbúða. „Ég tel að borgin eigi að vera meiri gerandi á húsnæðismarkaði til þess að stemma stigu við okurleigu,“ segir Líf Meira

Sigurður Hannesson

Enn of lítið byggt

Samtök iðnaðarins telja nýja könnun sýna fram á lóðaskort l  Innviðir í Reykjavík ekki batnað með aukinni skattheimtu Meira

Samkeppni Ómar Már Jónsson framkvæmdastjóri MidiX segir að miðasölumarkaðurinn á Íslandi sé áætlaður 8–10 milljarðar króna á ári.

Óeðlilega lokaður miðasölumarkaður

Raunverulega samkeppni skortir • Hefur áhrif á marga Meira

Antti Hakkanen

Hurðinni skellt á Rússa

Ríkisstjórn Finnlands hefur lagt til frumvarp sem meinar ríkisborgurum þeirra ríkja sem stunda árásarstríð gegn öðrum þjóðum að kaupa fasteignir á finnsku landsvæði. Með þessu er sérstaklega verið að beina spjótum að ríkisborgurum Rússlands og er… Meira

Samúð Blóm, kerti og miðar hafa verið lögð við skólann. „Það er mikil ást í heiminum. Það getur gleymst eftir svona illvirki,“ segir á einum miðanum.

Fórnarlömb á ýmsum aldri

Fólk frá Sýrlandi og Bosníu meðal látinna í Örebro • Lögreglumenn líktu aðstæðum á vettvangi við helvíti • Enn ekki vitað hvað árásarmanninum gekk til Meira

Spáir að atvinnuleysi fari hæst í 4,2% í ár

Vinnumálastofnun (VMST) gerir ráð fyrir í nýútkominni spá að atvinnuleysi verði meira á þessu ári en á seinasta ári. Árstíðabundnar sveiflur muni einnig aukast lítillega. Í skammtímaspá VMST fyrir komandi ár er gert ráð fyrir að árlegt atvinnuleysi… Meira

Glíma Ekkert fer fram hjá vökulum augum Kjartans Lárussonar.

Afreksmaðurinn brennur fyrir glímu

Íslensk glíma er þjóðaríþrótt landsmanna og íslenskir glímumenn sýndu hana á Ólympíuleikunum 1908 og 1912, en hún fellur gjarnan í skuggann af öðrum íþróttum. Kjartan Lárusson hefur borið vegferð hennar fyrir brjósti sem keppnismaður, þjálfari og… Meira