Daglegt líf Fimmtudagur, 13. febrúar 2025

Á góðri stund Leifrandi glettni má sjá hér á milli þeirra Elínar Maríusdóttur og Ólafs Björns Guðmundssonar.

Gott að sjá einlæga ást sem endist

„Það er svo margt jákvætt og gott í þessu sem yljar. Amma og afi voru sannarlega góðar fyrirmyndir,“ segir Anna María sem ætlar á morgun að blása til viðburðar í tilefni af Valentínusardeginum. Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 8. febrúar 2025

Góð saman Lili Farhadpour og Esmaeel Mehrabi í hlutverkum tveggja manneskja sem kynnast á efri árum.

Blæs til hraðstefnumóts eldri borgara

„Í vestrænu samfélagi æskudýrkunar er varla gert ráð fyrir að eldra fólk vilji finna nýja ást, þeir sem hafa til dæmis misst maka eða hafa kannski alltaf verið einir, nú eða langar bara í félaga og vin til að gera eitthvað skemmtilegt með. Þörf fyrir nánd og hlýjar tilfinningar er auðvitað til staðar hjá fólki á öllum aldri, og það er aldrei of seint að gera eitthvað í þeim málum,“ segir Ása hjá Bíó Paradís sem býður upp á hraðstefnumót fyrir eldri borgara í tengslum við frumsýningu á mynd um ástir eldra fólks. Meira