Fréttir Fimmtudagur, 13. febrúar 2025

Styrkjamálið til saksóknara

Samtök skattgreiðenda krefjast rannsóknar á meintum brotum stjórnmálasamtaka • Gruna Flokk fólksins um græsku • Líta á sjálftöku flokkanna sem spillingu Meira

Aðgerðir Mikil leit var gerð að manninum í kjölfar slyssins.

Fjórir með réttarstöðu sakbornings

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík 10. janúar á síðasta ári og vísað henni til embættis héraðssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði vegna málsins Meira

Landsfundur Ný forysta verður kjörin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir hálfan mánuð, en Bjarni Benediktsson lætur þá af formennsku.

Diljá, Jens Garðar og Jón hugsa málið

Styttist í landsfund • Áslaug fagnar framboði Guðrúnar Meira

Héraðsdómur Unnsteinn Örn Elvarsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Alfreðs Erlings, segir geðheilbrigðiskerfið hafa brugðist Alfreð illilega.

Voðaverk án fordæma hér

Ákæruvaldið fer fram á að Alfreð Erling Þórðarson verði dæmdur í 20 ára fangelsi, eða ævilangt fangelsi, fyrir að verða hjónunum Björgvini Ólafi Sveinssyni og Rósu G. Benediktsdóttur að bana með hrottafullum hætti Meira

Viðræður Oddvitar flokkanna fimm komu saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur og ræddu þar saman í gær.

Ræða félagshyggjuborgarstjórn

Fimm flokkar af vinstrivængnum hafa hafið formlegar viðræður um meirihlutasamstarf • Velferð og lífskjör allra Reykvíkinga verði í forgrunni • Fimm konur leiða flokkana fimm • Meirihlutinn naumur Meira

Karphúsið Boðað hefur verið til fundar í Karphúsinu í dag.

Hafa ekki náð saman um stóru ásteytingarsteinana

Kjaradeila Félags framhaldsskólakennara og ríkisins þokast hægt áfram og enn á eftir að ná saman um stóru ásteytingarsteinana. Ekki er verið að ræða um heildarmynd kjarasamnings heldur ákveðin atriði sem snúa eingöngu að framhaldsskólakennurum, atriði sem gætu liðkað fyrir kjarasamningi Meira

Alþingi Leitað hefur verið til saksóknara vegna styrkjamálsins.

Rannsóknar saksóknara krafist

Samtök skattgreiðenda grunar að fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka hafi ekki verið ráðstafað samkvæmt lögum • Segja Flokk fólksins hafa brotið gegn refsiákvæðum laga • Refsa eigi fyrir lögbrotin Meira

Grundartangahöfn Gert er ráð fyrir að ný höfn verði í framhaldi af hafnarmannvirkjum á Grundartanga í Hvalfirði.

Áform um nýja höfn í Hvalfirði

Gert ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutningaskip og stór skemmtiferðaskip • Athafnasvæðið við hlið Grundartangahafnar • Ekki var óskað eftir umsögn Faxaflóahafna Meira

Selfoss Bæjarfulltrúi ætlar ekki að segja af sér í sveitarstjórninni.

Áfram í bæjarstjórn Árborgar

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerði ekki kröfu um að Fjóla St. Kristinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri hreppsins, myndi hætta sem bæjarfulltrúi í Árborg samhliða því að hún var ráðin til starfans Meira

Sáttasemjari Jafnréttislög voru ekki brotin við skipun Ástráðs.

Jafnréttislög voru ekki brotin

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði talið að umsækjanda um embætti ríkissáttasemjara hafi verið mismunað á grundvelli kyns þegar þáverandi félags- og vinnumálaráðherra skipaði Ástráð Haraldsson í embættið árið 2023 Meira

Eftirlit Mikill fjöldi fólks fer í gegnum Leifsstöð á hverjum degi.

Yfirsýn yfir þá sem hingað koma

Mæta þarf skipulagðri brotastarfsemi af festu og skynsemi að sögn ráðherra Meira

Skógarhöggsvél Afkastageta þessara véla er mikil og áhættan í lágmarki.

„Ekki sama hvernig þetta er gert“

Verktaki segir skógarhögg með keðjusögum hættulegt og dýrt • Lýsir þéttum skógi sem grænni eyðimörk • Meira en sjálfsagt að taka að sér verkið fyrir 10% af kostnaðaráætlun • Bíða útboðsgagna Meira

Héraðsdómur Ásthildur Lóa ásamt manni sínum, Hafþóri Ólafssyni, og lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni.

Ráðherra „mátti éta það sem úti frýs“

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og eiginmanns hennar, Hafþórs Ólafssonar, gegn ríkinu. Þau hjónin mættu fyrir dóm og gáfu skýrslu Meira

Breiðholt Fjölnota hús ÍR er nýtt undir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Það var vígt árið 2020 en hvimleiður leki hefur verið í viðbyggingu hússins.

„Við viljum bara að þetta sé lagað“

Forsvarsmenn ÍR langþreyttir á ástandinu í nýlegu knatthúsi félagsins • Leki í viðbyggingu sem ekki hefur tekist að stöðva • Rúm fjögur ár síðan húsið var vígt • Nýtt íþróttahús lak einnig Meira

Umönnun Innleiðing lyfjaskammtara getur sparað tíma hjá heilbrigðisstarfsfólki sem nemur 322 stöðugildum á ári, segir Helga Dagný í viðtalinu.

Geta náð fram miklum tímasparnaði

Mikill áhugi á innleiðingu tæknilausna í heilbrigðiskerfið en uppbygging kerfisins flækir málin • Meta þarf ávinning í heildarsamhengi • Ráðherrar þurfa brátt að skila áætlun um mönnun Meira

„Ég bugaðist undan lúmsku álagi“

Oddur Árnason hættir í lögreglu eftir 40 ár á Vestfjörðum og Suðurlandi • Erfið reynsla settist í sálina • Hann þraut örendið fyrirvaralaust • Enginn samur eftir snjóflóð • Áfallahjálp mikilvæg Meira

Góðviðrisdagar Upplagt er að nýta dagana til að fara í göngutúra.

Febrúar byrjar á hlýju nótunum

Eftir fremur kaldan vetur það sem af er hefur breyting orðið í febrúarmánuði. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu Hungurdiskum að fyrstu 10 dagar febrúarmánaðar 2025 hafi verið hlýir – en harla illviðrasamir Meira

Hver er réttarstaða íþróttamanna?

Ögmundur skoðar lagaramma lyfjamisferlis í íþróttum • Íþróttamenn eru fyrirmyndir • Sönnunarbyrðin hjá ákærða • Meðalhófsreglan og stutt starfsævi • Þarf meiri umræðu hér Meira

Lífsbarátta Páll Steingrímsson lá milli heims og helju í tvo sólarhringa og var fluttur með sjúkraflugi suður.

„Við verðum að fá sjúkrabíl strax“

Páll Steingrímsson skipstjóri barðist fyrir lífi sínu í byrjun maí 2021 • Á sama tíma var sími hans tekinn og hann afhentur starfsfólki Ríkisútvarpsins • Lögreglan féll á prófi strax í upphafi Meira

Íslendingar sameinast um veðurspár

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofu Íslands er farinn í loftið • gottvedur.is • Ýmis nýmæli og skerpt á framsetningu • Upplýsingar um náttúruvá • Traust til vísindanna sem fleygir fram Meira

Funaborg Viðbyggingin við leikskólann er sú dökka til vinstri á myndinni. Eins og myndin sýnir glögglega mun leikskólinn stækka umtalsvert.

Byggt verður við Funaborg

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og lóðar ásamt breytingum í eldra húsi leikskólans Funaborgar í Grafarvogi. Framkvæmdin felst í smíði á 950 fermetra viðbyggingu og… Meira

Hola í vegi Umhleypingar undanfarið hafa haft áhrif á holumyndun.

Vinna af kappi við holufyllingar

Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinna að því hörðum höndum að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður að undanförnu. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil,… Meira

Leikskóli Á vefsíðunni Pabbatips á Facebook voru nokkrir foreldrar undrandi yfir spurningu í leikskólakönnun um hvernig börn upplifðu kyn sitt.

Er barnið strákur, stelpa eða annað?

„Við fögnum ábendingum um hvað megi betur fara í könnunum okkar og bregðumst við þeim ef við teljum þær vera réttmætar,“ segir Kristín Una Friðjónsdóttir framkvæmdastjóri Skólapúlsins, sem gerir kannanir fyrir íslenska skólakerfið Meira

Stjórnstöðin Vakt er þarna allan sólarhringinn alla daga ársins. Helga Lára Kristinsdóttir varðstjóri við tölvuna.

Álag á stjórnstöðina eykst ár frá ári

Á háannatíma á sumrin eru allt að 1.300 skip samtímis á eftirlitssvæði Landhelgisgæslunnar • Fjölgun skemmtiferðaskipa kallar á viðbúnað • Hafnarkomur þeirra í fyrra voru alls 1.164 Meira

Vegagerðin Rannsóknir skipa stóran sess í starfi stofnunarinnar.

Flestar umsóknir frá háskólafólki

Í ár bárust alls 120 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 418.492.204 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars Meira

Götur Fíladelfíu fylltust af fólki

Allt ætlaði um koll að keyra í gömlu höfuðborg Bandaríkjanna eftir að Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í NFL • Íslendingur í borginni segir hátíðahöldin halda áfram á morgun Meira

Korputún Á þessari mynd er búið að teikna Korputún inn í landslagið. Skógurinn við Úlfarsfell er til vinstri en Korputorg er í bakgrunni.

Verður 40% stærra en Kringlan

Gatnagerð er hafin í Korputúni • Gert er ráð fyrir um 90 þúsund fermetra byggð í hverfinu l  Forstjóri Reita sér fyrir sér að hverfið byggist hratt upp l  Jysk mun hefja framkvæmdir í mars Meira

Endurnýting Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt á fundi í ágúst 2023. Ekki var mikil eining um þær fjölmörgu tillögur sem þar var að finna.

Tillögur ganga í endurnýjun lífdaga

Boða breytingar í takti við hugmyndir Auðlindarinnar okkar Meira

Brussel Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Pete Hegseth (fyrir miðju) og John Healey, haldahér til fundar í höfuðstöðvum NATO í Brussel, þar sem stuðningsmenn Úkraínu ræddu næstu skref í stríðinu.

Þurfa að leggja meira af mörkum

Hegseth varnarmálaráðherra segir óraunhæft að Úkraína fái NATO-aðild • Rutte býst við að 2% markmið NATO verði hækkað í sumar • IISS segir Evrópuríki ráða illa við aukin útlát til varnarmála Meira

Gasasvæðið Palestínumenn ganga hér um rústir í borginni Beit Hanun.

Hótar að hefja aftur árásir á Gasasvæðið um helgina

Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, varaði við því að Ísraelsher myndi aftur hefja árásir á Gasasvæðið ákveddu hryðjuverkasamtökin Hamas ekki að láta gísla lausa á laugardaginn. Sagði Katz að átökin á Gasasvæðinu yrðu mun „þyngri“… Meira

Gervigreindin sögð ónákvæm

Níu af hverjum tíu spjallmennum áttu við vandamál að stríða þegar kom að því að svara fréttatengdum spurningum, samkvæmt nýrri rannsókn sem breska ríkisútvarpið BBC gerði. Voru vandkvæðin misstór, en spjallmennin gátu t.d Meira

Hvammsvirkjun í brennidepli á þingi

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í gær þegar sérstök umræða fór þar fram um alvarlega stöðu orkumála á Íslandi. Það var Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hóf umræðuna og sagði að ekki væri nema hálft annað ár síðan þingmaður… Meira

Landsliðskokkur Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, er mjög hrifin af því að elda og snæða fisk. Smjörsteiktur þorskur er hennar uppáhaldsfiskréttur.

„Við munum ná besta árangri Íslands“

Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, segir að fiskur sé einn besti matur sem hún fái og þar ber hæst smjörsteiktan þorsk. Hún ætlar að gefa lesendum Morgunblaðsins uppskriftina að sínum uppáhaldsfiskrétti þessa dagana, sem kemur að hluta frá vaktstjóra sem hún vann með forðum. Meira

Í Fremont Gunnar Þorsteinsson er rafhlöðuverkfræðingur hjá Tesla.

Gunnar stjórnar teymi hjá Tesla

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur fengið nýjan starfsmann, Gunnar Þorsteinsson, sem rafhlöðuverkfræðing og hóf hann störf í Fremont, skammt frá San Francisco í Kaliforníu, í liðinni viku. Hjónin Gunnar og Lovísa Falsdóttir fluttu ásamt… Meira