Volodimír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að treysta orðum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að hann vilji frið. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pútín áttu í 90 mínútna símtali á miðvikudag og í kjölfar þess kom fram að leiðtogarnir… Meira
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Framsóknar, neitar að tjá sig í tengslum við viðvarandi ofbeldis- og eineltisvanda í Breiðholtsskóla, sem Morgunblaðið greindi frá á mánudag Meira
Ekki er vitað hversu margir þeirra tæplega 32 þúsund erlendu ríkisborgara sem höfðu kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum 2022 voru raunverulega búsettir á landinu. Tilefnið er endurmat fjármálaráðuneytisins á íbúafjölda landsins og umræða um hvort hann hafi verið verulega ofmetinn Meira
Dómsmálaráðherra skipaði í gær Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness og við sama tækifæri setti hann Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs Meira
Mikil ánægja er með hvernig til hefur tekist með tilraunaverkefni um afhendingu skilríkja í Hagkaup í Skeifunni. Tæpir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá því að samstarf Þjóðskrár og Hagkaups var kynnt og hefur á þeim tíma verið stríður straumur fólks … Meira
Neytendastofa lagði Íslandsbanka • Ekkert svigrúm til mats um framsetningu upplýsinga í skilmálum neytendalána • Bankarnir höfðu betur gegn neytendum Meira
„Ég hef gefið blóð reglulega frá því að ég var 18 ára gamall,“ segir Steinar Hafberg, sem var að gefa blóð í gær í Blóðbankanum og sést hér á myndinni að ofan. Steinar segist reyna að gefa blóð á þriggja mánaða fresti Meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur neitað Spursmálum Morgunblaðsins um viðtal vegna hins svokallaða byrlunarmáls. Var það til umfjöllunar í viðtali við Pál Steingrímsson skipstjóra í Spursmálum síðastliðinn föstudag Meira
Umboðsmaður Alþingis hefur ekki í hyggju að taka svokallað styrkjamál til skoðunar, a.m.k. ekki að svo stöddu. Ástæðan er sú að málið er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta segir Kristín Benediktsdóttir, umboðsmaður Alþingis, í samtali við Morgunblaðið Meira
Grunnskóla skortir úrræði til að eiga við ofbeldis- eða hegðunarvandamál, segir skólastjóri í Kópavogi • Algengara að fólk tali um hræðslu • Kallar eftir að geðheilbrigðismál verði sett í forgang hjá ríkisstjórn Meira
Forsvarsmaður fyrirhugaðs atvinnu- og hafnarsvæðis í landi Galtarlæks við Hvalfjörð segir stefnt að því að byrja að bjóða út framkvæmdir á svæðinu í nóvember gangi áætlanir eftir. Hvalfjarðarsveit hefur auglýst skipulagslýsingu vegna breytingar á… Meira
Þjóðskrá Íslands hyggst upplýsa erlenda ríkisborgara um að þeir hafi kosningarétt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Haft verður samband við þá sem nýlega hafa fengið kosningaréttinn en útfærslan hefur að öðru leyti ekki verið ákveðin Meira
Tré í Öskjuhlíð víkja fyrir stígum l Arkitektar undrast umræðu um tré Meira
Trump og Pútín stefna að viðræðum um Úkraínu • Hegseth neitar að Bandaríkin séu að „svíkja“ Úkraínu • Selenskí segir að Úkraínumenn muni ekki samþykkja neina samninga án aðkomu sinnar Meira
Hælisleitandi ók bíl á mótmælafund í München • 28 særðir Meira
Nú sex mánuðum eftir að innrás Úkraínuhers hófst inn í Kúrsk-hérað Rússlands hefur Moskvuvaldinu ekki enn tekist að hreinsa eigið landsvæði af fremur fámennu innrásarliði. Með sókninni gerði Kænugarðsstjórn ráð fyrir að Kremlverjar myndu draga hluta … Meira
Myndlist er helsta hugleiðsla hárgreiðslumeistarans Dagmarar Agnarsdóttur og allt varð henni að gulli í kraftlyftingum um liðna helgi, þegar hún sló sex heimsmet 70 ára og eldri í -57 kg þyngdarflokki á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum í Albi í Frakklandi Meira