Eva Rakel Jónsdóttir starfar hjá Icelandair og er mikill fagurkeri. Innanhússhönnun er eitt af aðaláhugamálum hennar og hefur verið nostrað við hvern einasta kima á heimili hennar og fjölskyldunnar. Hún sér ekki fyrir sér að flytja í nýbyggingu heldur heillast hún af steinsteyptum húsum með frönskum gluggum. Meira
Íslendingar leggja mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Líklega er það vegna þess að landsmenn verja meiri tíma inni hjá sér af fjölmörgum ástæðum. Stærsta ástæða þess er líklega veðurfarið á Íslandi sem allir vilja kannast við nema talsmenn borgarlínunnar – en það er önnur saga Meira
Hildur Ísdal Þorgeirsdóttir arkitekt er flutt heim til Íslands eftir að hafa stundað nám og vinnu erlendis. Eitt af hennar fyrstu verkefnum eftir að hún flutti heim var að endurhanna eldhús fyrir fólk sem vildi sameina praktík og klassíska hönnun. Bogadreginn tangi lyftir hönnuninni upp í hæstu hæðir. Meira
Elísabet Helgadóttir hefur komið sér vel fyrir í parhúsi í Vesturbænum ásamt fjölskyldu sinni. Uppáhaldshornið hennar í húsinu er stofan sem er orðin hjarta heimilisins. Meira
Bríet Ósk Guðrúnardóttir, innanhússhönnuður og deildarstjóri innréttingadeildar hjá Birgisson, mælir með Ballingslöv-innréttingunum sem sameina klassískt handverk og nútímalega norræna hönnun. Meira
Helga Sigurbjarnardóttir innanhússarkitekt fékk það verkefni að endurhanna raðhús í Fossvogi sem var nánast upprunalegt. Allt var endurnýjað og veggir rifnir niður til að búa til hlýlega umgjörð utan um fjölskylduna. Meira
Uppáhaldshorn Önnu Bergmann á heimilinu er í stofunni þar sem morgunbollinn er iðulega drukkinn, bækur lesnar og kvöldspjallið tekið. Meira
Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt, eða Sæja eins og hún er kölluð, hannaði íbúð fyrir fólk á besta aldri sem var að minnka við sig. Hún er lipur í að búa til griðastað fyrir þá sem vilja lifa sínu besta lífi. Innlit á þetta fallega heimili sannar það. Meira
Auður Gunnarsdóttir býr í Mosfellsbæ ásamt eiginmanni sínum. Heimili hennar er ekki bara heimili heldur líka vinnustaður hennar því að á neðri hæð hússins töfrar hún fram fallega listmuni. Meira