Fréttir Laugardagur, 15. febrúar 2025

Vilja sameina bankana

Arion banki vill viðræður við Íslandsbanka • 5 milljarða ávinningur á ári til neytenda • Yfirverð á vanmetnum banka Meira

Játaði byrlun og aðkomu fjölmiðla

Þegar yfirheyrslur hófust í byrlunarmálinu haustið 2021 játaði konan, sem grunuð var um að hafa byrlað þáv. eiginmanni sínum ólyfjan, brot sitt skýlaust og bar við bræðiskasti vegna gruns um framhjáhald Meira

Reykjavík Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni.

Meirihlutaviðræður raska fundum borgarstjórnar

Hildur Björnsdóttir segir tafir óþarfar, brýn verk blasi við Meira

Breiðholtsskóli Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla vegna ofbeldismála af ýmsum toga. Því valda fimm 12 ára drengir. Kvartað er yfir úrræðaleysi.

Drengirnir valsa um í reiðileysi

Ofbeldi fimm 12 ára drengja í Breiðholtsskóla gagnvart jafnöldrum • Einn íslenskur og aðrir af erlendu bergi brotnir • Drengirnir sagðir búa við illt atlæti • Starfsfólk skólans sendi frá sér yfirlýsingu Meira

Ólafur Þór Hauksson

Staðfestir móttöku erindisins

„Við getum ekki gefið það út. Það eina sem við getum gert er að staðfesta að erindið hafi borist og við munum taka það til athugunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið Meira

Erna Bjarnadóttir

Flokkur fólksins til Persónuverndar

Staða flokksins vegna skráningar vekur spurningar • Stjórnmálaflokkar fá allar kjörskrár afhentar • Dómsmálaráðherra segir vöntun á skráningu engu breyta um stöðu flokksins í framboði til kosninga Meira

Bílstjórar Ásgeir Þór Ásgeirsson úr Grundarfirði og Veigar Arthúr Sigurðsson með brot úr blæðandi vegi sem þeir plokkuðu af trukkum sínum.

Tjörustykki festast á flutningabílunum

Vegum lokað á Vesturlandi • Blæðingar og bílar skemmast Meira

Stöndum enn með Úkraínu

„Stefna Íslands er óbreytt. Framtíð Úkraínu er í NATO, samanber leiðtogayfirlýsingu Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar sem var samþykkt af leiðtogum allra bandalagsríkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands í samtali við Morgunblaðið Meira

Hreindýrakvóti minnkar enn

Stöðugt er dregið úr fjölda þeirra hreindýra sem leyft er að veiða haust hvert og er hreindýrakvótinn á komandi hausti um helmingur þess sem hann var árið 2020. Kvótinn í haust verður 665 dýr, en var 1.325 dýr haustið 2020 Meira

„Afturför fyrir jafnréttismál“

Niðurstaða kærunefndar vonbrigði, segir lögmaður Aldísar G. Sigurðardóttur • Ekki skipuð í embætti ríkissáttasemjara • Segir forgangsreglu ekki virta Meira

Vilhjálmur Birgisson

Funda með forsætisráðherra

„Það er ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum og sveitarfélögum þegar þau ganga frá samningum við þessi fyrirtæki að tryggt sé að ekki sé verið að fara illa með og vanvirða starfsfólk,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins Meira

Fegurð Explora-hótelið verður byggt í Tindfjallahlíð sem er efst til vinstri á myndinni. Útsýnið verður einstakt.

Lúxushótel á besta stað í Fljótshlíð

Explora hefur fengið öll leyfi til byggingar lúxushótels í Tindfjallahlíð í Fljótshlíð • Fyrirtækið er eitt hið virtasta á sínu sviði • Sýna náttúrunni og samfélaginu virðingu, segir sveitarstjórinn Meira

Skál Sandra og Stefán með Gabríelu dóttur sinni sem var hringaberi.

Brjálað að gera hjá prestum á Akureyri

Hraðbrúðkaup í Glerárkirkju á degi elskenda • Sextán pör létu gefa sig saman • Skemmtilegra en að láta sýslumann gefa sig saman, segir ein brúður Meira

Lóðarfrágangur Malbik hefur brotnað og hellulögn er úr lagi gengin þar sem mýrin í kringum húsið hefur sigið um allt að 60 sentimetra.

Mýrin í kringum Miðgarð sígur

Sigið er mest undir miðju húsinu • Dýpi á fast allt að 12 metrar • Byggt á staurum og stagað niður í klapparbotninn • Kvartað yfir vondri lykt • Mygla hefur ekki mælst í húsinu • Búið að laga skolplagnir Meira

Áhugi Gestir ávarpaðir fyrir frumsýningu einnar myndarinnar.

Kynna íslenskar listir í Rúmeníu

Kvikmyndir Hilmars Oddssonar, Ninnu Pálmadóttur og Lilju Ingólfsdóttur sýndar í Búkarest • Skáldverk Jóns Kalmans Stefánssonar, Fjarvera þín er myrkur, er komið út á rúmensku Meira

Heilsugæslan prófar gervigreindina

Þrír frumkvöðlar láta verkin tala • Ása er gervigreindarlausn sem forgangsraðar og minnkar álag á heilsugæsluna • Prófanir reynst vel • Ása 3.0 sett upp 28. febrúar • Gjöf til þjóðfélagsins Meira

Sími Staðsetningarbúnaður síma Páls sýndi hann í Efstaleiti 1. Það var 6. maí. Fjórtán dögum síðar fékk Páll símtöl frá blaðamönnum Stundarinnar og Heimildarinnar. Engin tenging virtist við RÚV, en það átti eftir að breytast.

Síminn fer á flakk meðan Páll sefur

Pál Steingrímsson tók fljótt að gruna að síminn sinn hefði verið afritaður í byrjun maí 2021 • Símtækið gekk milli manna meðan Páll lá sofandi í öndunarvél • Tvö símtöl skýrðu myndina Meira

Grindavík Fasteignafélagið Þórkatla hefur keypt alls 937 eignir í bænum.

Kaupverð í nær öllum tilfellum staðið óhaggað

Fasteignafélagið Þórkatla hefur keypt 937 eignir í Grindavík Meira

Viðskiptaþing Formaður Viðskiptaráðs hélt erindi á Viðskiptaþingi.

Veikindakostnaður 1,5 ma.kr.

Viðskiptaráð stóð fyrir Viðskiptaþingi í Borgarleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Meðal fyrirlesara voru rithöfundurinn og fræðimaðurinn Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Meira

Æfing Karlakór Selfoss á æfingu fyrir 60 ára afmælistónleika sína, sem fram fara 1. mars næstkomandi.

Góðir gestir á afmælistónleikum

Karlakór Selfoss fagnar 60 ára afmæli sínu 2. mars næstkomandi með afmælistónleikum og útgáfu nýrrar plötu á netinu. Tónleikarnir verða haldnir í sal Sunnulækjarskóla, laugardaginn 1. mars, en með kórnum verða jafnframt Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit Þorlákshafnar Meira

Skimun Svanheiður Lóa Rafnsdóttir frá Landspítalanum, fyrir miðju, tók við styrknum frá Höllu Þorvaldsdóttur, Krabbameinsfélaginu, og Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka.

Bókun í skimanir verður auðveldari

Krabbameinsfélagið afhenti Landspítalanum 20 milljóna króna styrk í vikunni til kaupa á nýrri stafrænni bókunarlausn fyrir brjóstaskimanir. Styrkurinn er afrakstur samstarfs félagsins, Íslandsbanka og 42 fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann Meira

Stjórnklefinn Gunnar Guðmundsson flugstjóri og Guðrún Margrét Gísladóttir. Ferðin sl. miðvikudag var hálfur fjórði klukkutími og flognar voru alls um 850 sjómílur yfir skýjum að stærstum hluta. Landhelgina þarf að vakta vel.

Með úthafið allt undir radarnum

Hálfa leið til Grænlands í flugi með Gæslunni • Litið eftir hafís og óþekktri skipaumferð • Lending æfð á Ísafirði • Flugvélin TF-SIF til Spánar í landamæraeftirlit fyrir Frontex Meira

Sveppur Ratsjárstöðin á Bolafjalli sem er yst við Ísafjarðardjúpið.

Landið er vaktað á fjórum hornum

Á flugi inn Ísafjarðardjúp blasti við ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli yst í Ísafjarðardjúpi. Stöðin er í 622 m hæð og er ein fjögurra slíkra sem eru á hornum landsins Meira

Korputún Svæðið er norðan við Korputorg og vestan við Úlfarsfell.

Segir mikil tækifæri á Korputúni

Sérfræðingur bendir á þörf fyrir vissar gerðir verslana Meira

München Selenskí og Vance funduðu í gær um stöðuna í Úkraínu og komandi friðarviðræður. Sögðu þeir báðir að fundurinn hefði verið góður.

Gagnrýndi Evrópu í ávarpi sínu

Vance sagði málfrelsið í hættu í Evrópu • Gagnrýndi stefnu Evrópu í innflytjendamálum • Pistorius brást illa við ræðu Vance • Selenskí og Vance áttu góðan fund • Rússar sendu dróna á Tsjernóbyl-verið Meira

Snertir líka öryggi borgaranna

Kringum 20 manns eru nú vistaðir á réttar- eða öryggisgeðdeild. Þörf er á rými til að vista fleiri sem eiga eftir að ljúka afplánun í fangelsi og geta ekki gengið lausir vegna þess að af þeim stafar ógn úti í samfélaginu Meira

Ný fjölskylda Frá vinstri: Jónsvein, Osvald, Björk og Osmund.

Eignaðist íslenska fjölskyldu 97 ára

Færeyingurinn Osmund Joensen kom fyrst til Íslands þegar hann var 18 ára sumarið 1945 og á góðar minningar frá þeim tíma. Hann vissi fyrst á nýliðnu hausti að hann hefði eignast dóttur með íslenskri konu fyrir 78 árum Meira