Fréttir Mánudagur, 17. febrúar 2025

München Selenskí Úkraínuforseti mætir hér til fundarins í München sem haldinn var um helgina.

Funda í Sádí-Arabíu

Viðræður um lok stríðsins hefjast í vikunni • Rubio segir ekki tíðinda að vænta • Sérstaða Íslands standi óhögguð Meira

Ástráður Haraldsson

Engir formlegir fundir boðaðir

„Það er bara sama sagan. Við erum áfram í því að reyna að tala á milli aðila og reyna að finna einhverja fleti,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið. Hann fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í gær Meira

Ofbeldi Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla um þessar mundir vegna ofbeldis.

Nauðsynlegt að funda um málið

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir að ofbeldismál í Breiðholtsskóla yrðu tekin fyrir á fundi sem felldur var niður • Marta segir ábyrgð borgarfulltrúa ekki minnka þótt ekki sé búið að mynda meirihluta Meira

Á hlaupum Védís Sigríður er tiltölulega nýbyrjuð að hlaupa.

Styrkir rannsóknir á taugasjúkdómum

Hleypur sitt fyrsta hálfmaraþon • Hvatning að hugsa til föður síns Meira

Ráðhúsið Fulltrúar vinstri flokkanna koma saman til fundar.

Meirihlutaviðræður mjakast áfram

Oddvitar flokkanna fimm, sem nú freista þess að mynda borgarstjórnarmeirihluta, héldu áfram fundum um helgina og miðaði ágætlega, að sögn Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna. Hún kvaðst í viðtali við mbl.is vonast til þess að unnt yrði … Meira

Þétting byggðar Fyrsta skóflustungan að leiguíbúðunum. Nágranni kvartar yfir frekju og hroka borgaryfirvalda.

„Verra en það sem troðið var ofan í kokið á okkur“

Deilt um bílastæði leiguíbúða • Leigufélagið komið í þrot Meira

Gos Þorvaldur Þórðarson prófessor stórefast um að það gjósi aftur.

Er umbrotahrinunni lokið?

Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, sýnist meiri líkur vera á að umbrotahrinunni á Sundhnúkareininni sé að ljúka frekar en að hún haldi áfram. Í samtali við Morgunblaðið segir Þorvaldur að landris virðist nú vera í lágmarki sem bendi þá til þess að innflæði kviku sé í lágmarki einnig Meira

Flokkur fólksins Inga Sæland formaður fagnar kosningaúrslitum í haust.

Lögfræðiálit Daða Más dregin í efa

Umfjöllunar umboðsmanns Alþingis eða þingnefndar beðið Meira

Stjórnin skuldar þjóðinni skýringu

„Ríkisstjórnin skuldar þjóðinni skýringu á því hvað felst í orðunum „framhald viðræðna“ í nýjum stjórnarsáttmála,“ sagði Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, á málþingi félags sjálfstæðismanna um fullveldismál í Valhöll í gær Meira

Akureyri Lausa skrúfan var til sölu á Glerártoorgi um helgina.

Lausa skrúfan er valdeflandi

Lítil skrúfa getur orðið að miklu gagni • Febrúar er táknrænn mánuður Meira

Kennari Krakkar í dag eru alveg ótrúlega klárir, fljótir að átta sig á hlutum og skila sínu fljótt og vel, segir Kristín.

Faglegt kennarastarfið er í örri þróun

„Starfið í skólanum veitir mér mikla gleði og þar er enginn dagur eins. Sjálf er ég á vinnustað þar sem faglegt sjálfstæði er virt og svigrúm gefið til að þróa starf og áherslur þannig að hverjum nemanda sé mætt á hans forsendum Meira

Jón Guðni Ómarsson

Sjá mörg tækifæri í stöðunni

Eins og fram hefur komið hefur Arion banki lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna verða ákvörðuð Meira

Þungamiðjan komin til Asíu

Albert Jónsson, sérfræðingur i varnarmálum, segir að ráðstefnan í München hafi verið skörp áminning til Evrópu um stöðuna. „Það er eins og Evrópumennirnir hrökkvi við," segir Albert og bætir við að skilaboð Bandaríkjanna hafi verið mjög… Meira

Bílar Deila um bílakaup kom til kasta kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Deildu um fjórhjóladrif

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst á að skammstafanir í bílaverðlista hefðu verið villandi en taldi að kaupandinn hefði ekki sýnt fram á raunverulegt tjón Meira

Bandamenn Vel fór á með Rubio og Netanjahú á fundi þeirra í gær.

Ræða framhald vopnahlésins

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, sagði í gærkvöldi að ísraelsk sendinefnd myndi halda til Kaíró í dag til þess að ræða stöðu vopnahlésins á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas. Mun sendinefndin ræða þar hvernig framhald fyrsta… Meira

Úkraínustríðið Úkraínskur hermaður við æfingar í Donetsk-héraði.

Evrópumenn þurfi að gera meira

Macron boðar til „neyðarfundar“ Evrópuríkja í kjölfar öryggisráðstefnunnar • Ríki Evrópu munu ekki eiga beinan þátt í friðarviðræðum • Selenskí segir Pútín hyggja á landvinningastríð í Evrópu Meira

München Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar öryggisráðstefnuna (MSC), en þangað austur beinast augu flestra þótt heimurinn allur sé undir.

Öryggisleysi brýst fram í Evrópu

Síðustu daga hefur verið gestkvæmt í München, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi, þar sem mikilmenni heimsins dreif að á árlega öryggisráðstefnu (MSC) í meiri mæli en oftast áður. Væringar í alþjóðamálum hafa enda ekki meiri verið síðan í kalda… Meira

Gleði Geirþrúður Fanney Bogadóttir tónlistarkennari á forskólastiginu kynnir ungri stúlku hvernig halda skal og leika á blásturshljóðfæri.

Tónlistarstarfið er áberandi í bæjarbrag

„Tónlistarnám er þroskandi og áhuginn hér í bæ er mikill,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar var efnt til skemmtilegrar dagskrár nýlega í tilefni af degi tónlistarskólans, sem er 7 Meira