Þorbjörg Marinósdóttir fór með vinkonum sínum í eftirminnilega ferð. Meira
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Elísa Margrét Pálmadóttir elisamargret95@gmail.com Guðrún Sigríður Sæmundsen gss@mbl.is Auglýsingar Ásgeir Aron Ásgeirsson asgeiraron@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Meira
Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba Marinós, er nýkomin úr ævintýraferð til eyjarinnar Curacao í Karíbahafinu. Hún hefur ferðast til ýmissa framandi staða, en segir fáa vera eins og þennan. Halla Fróðadóttir, vinkona Tobbu sem búsett er í Curacao, hafði skipulagt túrinn fyrir fimmtán kvenna vinahóp og gerði ævintýrið ógleymanlegt. Stangveiði og strendur var eitthvað sem stóð upp úr en hins vegar var tíminn sem hópurinn átti saman mikilvægastur. Meira
Davíð Þór Gunnarsson og Erla Rut Rögnvaldsdóttir hafa verið saman í fjórtán ár eða nánast hálfa ævina. Þau kynntust á menntaskólaárunum en í dag starfar Davíð sem lyfjafræðingur og Erla er í sérnámi í almennum lyflækningum. Ferðalög hafa einkennt samband þeirra en þau hafa komið til 44 landa saman. Þau létu fæðingu frumburðarins ekki stoppa ævintýrin og hefur sonur þeirra, Elvar Freyr, komið til fjórtán landa á sínu fyrsta ári. Meira
Nú er rétti tíminn til að láta evrópska drauminn rætast að mati Þráins Vigfússonar eiganda Evrópuferða sem býður upp á gæðaferðir á góðu verði. Meira
Kennaraneminn Kolfinna Ýr Úlfarsdóttir fylgdi hjartanu árið 2023 og fór utan til að vinna sem sjálfboðaliði. Starfið fólst í kennslu á unglingastigi en Kolfinna heillaðist svo mikið af því að í fyrra gerði hún slíkt hið sama og fór í aðra ferð. Meira
Hreyfiferðir á Ítalíu á vegum Bændaferða er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara að mati Áslaugar Maríu Magnúsdóttur sem er margfaldur sérfræðingur í að setja saman skemmtilega upplifun í útlöndum. Meira
Hjördís Hildur Jóhannsdóttir var búsett á Ítalíu í tíu ár. Hún var lengst af í Flórens en segist hafa verið heppin að búa við Gardavatnið í eitt ár þegar hún starfaði á hóteli um tvítugt. Suðræn menningin og matur Ítala kalla á hana reglulega enda hefur hún farið margar ferðir þangað sem fararstjóri. Það er flogið beint til Veróna frá Íslandi og þaðan er stuttur spotti til paradísar á jörðu, Gardavatnsins. Meira