Fréttir Laugardagur, 22. febrúar 2025

Nýr meirihluti tekur við

Fimm flokka félagshyggjustjórn tekur völdin í borginni Meira

Trump vildi ekki kalla Pútín einræðisherra

Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi ekki svara í því í gærkvöldi, spurður á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, hvort hann teldi að Vladimír Pútín forseti Rússlands væri einræðisherra. Degi áður hafði Trump fullyrt að Volodimír Selenskí, sem kjörinn var forseti Úkraínu árið 2019, væri einræðisherra Meira

Holur Um sex þúsund kílómetrar af vegakerfi Vegagerðarinnar eru með bundnu slitlagi. Klæðing er bundið slitlag sem er mun ódýrara en malbik.

Varað við steinkasti á löngum köflum

Vegagerðin varpar ljósi á ástæður blæðingar á þjóðvegum Meira

Alþingi Vilhjálmur Árnason er ritari Sjálfstæðisflokksins.

Ber ekki að greiða styrki til baka

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokknum beri að endurgreiða nokkuð af þeim styrkjum sem flokkurinn hefur fengið á undanförnum árum. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er formannsframbjóðandi á landsfundi… Meira

Verkfall Heiða Björg segir að nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur muni fara yfir stöðuna í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög.

Borgarstjóri hefði samþykkt

Kennarar gengu í gær fyrirvaralaust út úr skólum víða í kjölfar þess að ríki og sveitarfélög höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara. Í fyrrakvöld samþykktu kennarar innanhústillögu Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara Meira

Meirihluti Oddviddar hins nýja vinstrimeirihluta í borgarstjórn tóku sér stöðu samkvæmt slembivali fyrir ljósmyndara í gær. Frá vinstri eru Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalistaflokk, Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Pírata, Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir Samfylkingu, Líf Magneudóttir fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og loks Helga Þórðardóttir fyrir Flokk fólksins.

„Við þorum, getum og viljum“

Nýr meirihluti tekur við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur • Tala um samstarf fremur en meirihluta •  Hyggst sitja í 14 mánuði að kosningunum 2026 •  Stutt og almennt orðuð stefnuyfirlýsing kynnt í gær Meira

Borgarfulltrúar Nýi meirihlutinn allur stillti sér saman upp í gær.

Raðað upp í ráð og nefndir á vegum Reykjavíkurborgar

Vinstri grænir og Píratar skipta formennsku í Borgarráði Meira

Öskjuhlíð Margumbeðnar trjáfellingar eru loks hafnar í Öskjuhlíð.

Vilja skýrslu ráðherra um Reykjavíkurflugvöll

Níu þingmenn standa að beiðninni • Setti sjúkraflug í alvarlega stöðu Meira

Jólamynd Hallmark-myndin The Christmas Quest var tekin hér.

Endurgreiðslur yfir sex milljarðar

Ríflega 850 milljónir króna voru greiddar úr ríkissjóði í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í lok síðasta árs. Þessi upphæð var fengin af fjáraukalögum og bættist við 5,3 milljarða króna sem þegar höfðu verið greiddir út Meira

Alþingi Fram er komið á Alþingi frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í eitt og annað er væntanlegt.

Ráðherra einnig með sýslumannsfrumvarp

„Málið sem ég mun leggja fram og var kynnt á blaðamannafundi forystumanna ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru, og ég kynnti fyrir allsherjarnefnd á miðvikudag, lýtur að því að sameina sýslumannsembættin í eitt,“ segir Þorbjörg Sigríður… Meira

Bæjarstjóri Þór Sigurgeirsson í sínu náttúrulega umhverfi á Eiðistorgi.

Auglýsir eftir nýju bæjarblaði

Bæjarstjóri vill að einhver gefi út Nesfréttir á ný • Hluti af bæjarbragnum Meira

Dóra G. Jónsdóttir

Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 11. febrúar sl., 94 ára að aldri. Dóra fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Dalmannsson gullsmiður og Jóhanna Margrét Samúelsdóttir húsmóðir Meira

Nær allir nýir íbúar af erlendum uppruna

Nú búa rúmlega 29 þúsund erlendir ríkisborgarar í Reykjavík, sem samsvarar um 68% af heildarfjölda erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall þeirra er líka hæst í Reykjavík eða tæplega 21% Meira

Skál Gestir á Session Craft Bar hafa getað drukkið gæðabjór og spjallað saman í rólegu umhverfi. Staðnum verður þó lokað vegna hávaðakvartana.

Vinsælum bar lokað eftir vonlausa baráttu

Session Craft Bar, vinsælum bar við Bankastræti í miðborg Reykjavíkur, verður lokað eftir kvöldið í kvöld. Ástæðan er sú að forsendur rekstrarins eru brostnar eftir að opnunartími hans var styttur frá klukkan 1 á nóttu niður í 23 á kvöldin Meira

Daði Már Kristófersson

Daði hættir við umdeild áform

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum um að breyta tollflokkun erlendra mjólkurvara, nánar tiltekið pitsaosts með viðbættri jurtaolíu. Frá þessu greindi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á samfélagsmiðlum í gær Meira

Hilmar Lúthersson

Hilmar Fjeldsted Lúthersson, pípulagningameistari og mótorhjólamaður, lést að heimili sínu 20. febrúar síðastliðinn, 86 ára að aldri. Hilmar var fæddur 26. ágúst 1938 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lúther Salómonsson og Sveinsína Oddsdóttir Meira

Afli Íslensku loðnuskipin fá mögulega loðnukvóta Norðmanna.

Aðeins 86 tonn til Noregs

Loðnusamningur milli Íslands og Grænlands frá árinu 2023 gerir ráð fyrir að Íslendingar fá 6.957 tonna loðnukvóta eða 81% af 8.589 hámarksafla vetursins. Þá fá Grænlendingar 1.546 tonn eða 18% og eru sett til hliðar 86 tonn eða 1% fyrir Norðmenn Meira

Stórtónleikar Margir eru til í að borga umtalsverðar fjárhæðir fyrir að sjá eftirlætis listamenn sína. Miðaverð í stæði hefur ekki hækkað síðustu ár.

Er verið að okra á tónleikagestum?

Miðar á tónleika Smashing Pumpkins seldust upp á einum degi • Margir hafa kvartað yfir háu miðaverði • Staðreyndin er sú að miðar í stæði kosta minna nú en oft áður • Fleiri stórtónleikar Meira

Efstaleiti Um Ríkisútvarpið gilda sérlög sem nefnast: Lög um Ríkisútvarp, fjölmiðil í almannaþágu.

Viðbrögð starfsmanna RÚV

Starfsfólk RÚV hefur í einhverjum tilvikum brugðist ókvæða við fréttaflutningi af byrlunarmálinu svokallaða undanfarna daga. Þess hefur séð stað á samfélagsmiðlum. Hér að neðan má sjá dæmi þess. Meira

Samstarf Frá vinstri talið: Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina Landspítalans, Ásdís Ingvarsdóttir og Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingar heimaspítala krabbameinsþjónustu og lengst til hægri Halldóra Hálfdánardóttir sem er forstöðuhjúkrunarfræðingur.

Heimaspítali til móts við sjúklinga

Ný þjónusta á Landspítala er í þróun • Krabbameinssjúkum sinnt heima • Ánægja með fyrirkomulagið sem er eftir erlendri fyrirmynd • Sjúklingar geti nýtt sína litlu orku uppbyggilega Meira

Vaðölduver Svona sér Landsvirkjun fullbúið vindorkuverið fyrir sér.

Búrfellslundur verður Vaðölduver

Vindorkuverið sem Landsvirkjun áformar að byggja við Vaðöldu á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og hefur hingað til gengið undir nafninu Búrfellslundur hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Vaðölduver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun Meira

NATO-þingið Fulltrúar Íslands, Þórdís Kolbrún, Dagur og Sigmar, sóttu febrúarfund þingsins í Brussel.

Miklar breytingar eru fram undan

NATO-þingið hélt febrúarfund sinn í vikunni • Dagur B. segir bandalagsríkin vera að ráða ráðum sínum • Ríkur vilji til þess að Íslendingar tryggi hér aðstöðu fyrir Atlantshafsbandalagið Meira

Vélmenni Þjarkur mataður af gervigreind sem ætlaður er í flutningastarfsemi tekur sporið í Lissabon nýlega.

Tæknin er móðurmál unga fólksins

Gervigreindin komin í framhaldsskólana • Þverfaglegt starf • Byltingin er hröð • Hætta á að stafræn gjá milli nemenda og kennara myndist • Heimurinn breytist á áður óþekktum hraða Meira

Núna Leiðakort Strætó eins og það birtist farþegum á strætóskýlum nú.

„Það er einhver maðkur í mysunni“

Ernst Backman furðar sig á uppfærðum leiðakortum Strætó Meira

Skrifborð Væntanlega hafa mörg opinber skjöl verið lögð á þetta borð.

Skrifborð með sögu til sölu

Hafi einhver hug á að eignast gamalt, stórt og virðulegt breskt skrifborð með leðurplötu og sögu er eitt slíkt auglýst í smáauglýsingum Bændablaðsins, sem kom út í vikunni. Fram kemur í auglýsingunni að borðið sé 186x106 sentimetrar að stærð og hafi verið notað áratugum saman í forsætisráðuneytinu Meira

Ríkið standi við fyrirheit um jarðgöng

Hamrað er á mikilvægi jarðganga á Austfjörðum í bókun sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) gerði nýlega. Þar er vikið að því ástandi sem skapaðist á Seyðisfirði 19. og 20. janúar síðastliðinn þegar Fjarðarheiði var lokuð vegna… Meira

Rafhleðslustæðum fjölgað í borginni

Samfara fjölgun rafbíla á götum Reykjavíkur hefur rafhleðslustæðum verið fjölgað. Á afgreiðslufundi samgöngustjóra nýlega var samþykkt að merkja 40 bílastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum til rafhleðslu Meira

Patreksfjörður Samgöngumálin eru í brennidepli á Vestfjörðum.

Viðhaldi veganna vestra verði sinnt

Þungatakmarkanir á vegum á vestanverðu landinu hamla flutningum og núverandi ástand í samgöngumálum þar gæti orðið viðvarandi. Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem lýst er miklum áhyggjum af ástandi og viðhaldsleysi vega þar um slóðir Meira

Arnarbakki 2-4 Gamalt verslunarhúsnæði verður rifið til að rýma fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir námsmenn.

Byggja sjötíu íbúðir fyrir námsmenn

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna (BN), segir áformað að hefja jarðvinnu við ný fjölbýlishús félagsins í Arnarbakka í Breiðholti í vor. Niðurrif eldri mannvirkja sé þegar hafið Meira

Á hálum ís með kvikmyndastjörnu

Búi Baldvinsson, eigandi Hero Productions á Íslandi, sagði frá samstarfi við Jackie Chan l  Johnny Depp og Gal Gadot komu einnig við sögu l  Mikil tækifæri í kvikmyndagerð í Kína Meira

Stykkishólmur Frystihús Sigurðar Ágústssonar og Kaupfélags Stykkishólms voru burðarásar í atvinnulífi Hólmara í tugi ára. Hlutverki þeirra er lokið.

Hjartað í Hólminum styrkist

Agustson-reitur í gamla hluta Stykkishólms tekur miklum breytingum ef tillögur að nýrri uppbyggingu á svæðinu verða samþykktar. Tillögurnar gera ráð fyrir mikilli og glæsilegri uppbyggingu en verkefnið er á forræði lóðarhafa Meira

Harpa 2018 Þeir voru ekki háir í loftinu þegar þeir mættust við skákborðið Vignir Vatnar og Praggnanandhaa.

Skákmenn fylla Hörpuna í vor

Hið árlega Reykjavíkurskákmót stendur yfir dagana 9. til 15. apríl • Afmælismót Friðriks Ólafssonar • Stefnir í að hámarksfjöldi keppenda náist • Mótið skilar miklum tekjum í þjóðarbúið Meira

Þrír dagar urðu að þremur árum

Helstu vendipunktar ársins 2024 urðu utan Úkraínu • Óvissa um framhaldið Meira

Eystrasalt Sænskur sjóliði fylgist hér með flutningaskipi á Eystrasalti.

Ætla að auka eftirlit á Eystrasalti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hét því í gær að sambandið myndi auka eftirlit með sæstrengjum á Eystrasalti eftir að sænsk stjórnvöld greindu frá því að þau væru að rannsaka grunuð skemmdarverk á sæstreng í nágrenni Gotlands Meira

Kænugarður Selenskí og Kellogg voru ánægðir með fund sinn.

Ræða enn um nýtingu auðlinda

Keith Kellogg, sérstakur erindreki Trumps Bandaríkjaforseta í Úkraínu, sagði í gær að hann hefði átt „umfangsmiklar og jákvæðar viðræður“ við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í fyrradag Meira

Dýrar sóknaraðgerðir Rússa í Donetsk-héraði

Rússar hófu sóknaraðgerðir í Donetsk-héraði um miðjan júlí á síðasta ári með það markmið að hertaka borgina Pokrovsk. Borgin þykir skipta miklu máli fyrir varnir Úkraínuhers í Donetsk-héraði, þar sem mikilvægar birgðalínur liggja um borgina, auk… Meira

Varnir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Lars Lökke Rasmussen utanríkisráðherra héldu blaðamannafund um að efla varnir.

Danir hyggjast bæta í bardagagetu sína

Danir tilkynntu í vikunni að framlög til varnarmála yrðu stóraukin. Um leið var greint frá því að þeir hygðust láta Úkraínumenn fá helming þungavopna danska hersins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að vanræktar landvarnir verði… Meira

Vinir Vel fer á með kettlingnum Snúllu og Garðari Erni Hinrikssyni.

Hægt er að kenna gömlum hundi að sitja

Undanfarna daga hefur Garðar Örn Hinriksson, tónlistarmaður með meiru frá Stokkseyri, dreift bók sinni Spurningahandbókinni til kaupenda í forsölu. Hann sendi frá sér plötu í lok janúar, hefur haldið úti vefsíðunni grafarholtid.is undanfarin misseri … Meira