Sunnudagsblað Laugardagur, 22. febrúar 2025

Dagur bænar

Bjóstu við að stríðið yrði svona langt? Nei, satt að segja hélt ég að það yrði í tvö ár í mesta lagi. Vonir okkar fara dvínandi og þegar við horfum á fréttir þessa dagana verðum við skelfingu lostin Meira

Þjóðin vill lesa um kjóla og skó

Það er kannski ágætis tilbreyting að fá að hvíla hugann frá fréttum af Trump og frá stríðum sem virðast engan endi taka. Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur setið á Alþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016.

Vilja bera klæði á vopnin

Að viku liðinni ganga ríflega 2.000 landsfundarfulltrúar til formannskjörs í Sjálfstæðisflokknum. Allir flokksmenn verða í kjöri en gera má ráð fyrir að langflestir muni ráðstafa atkvæði sínu á Guðrúnu Hafsteinsdóttur eða Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Báðar segjast þær hafa ráð til þess að lægja öldur milli andstæðra fylkinga innan flokksins. Meira

Hver vill ekki frið?

Það að Bandaríkin virðast ætla að velja sér nýtt hlutverk til að gegna í heiminum er ekki gamanmál, ekki breytt vindátt og alls ekki eitthvað sem hægri menn eiga að klappa upp. Meira

„Við viljum að Sinfóníuhljómsveitin sé í fararbroddi á Norðurlöndum,“ segir Guðni.

Að eiga tónlist sem förunaut

Guðni Tómasson er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fagnar 75 ára afmæli með veglegum hætti. Guðni hefur verið ástríðufullur tónlistarunnandi allt frá unglingsárum. Hann segir mikilvægt að tónlist sé sinnt í skólakerfinu. Meira

Árni Ísberg og Bjarni Kjartansson við Korpu. Þeir voru báðir miklir veiðimenn og fóru í ófáa veiðitúrana saman. Þeir veiddu meðal annars á þessu svæði áður en áföllin riðu yfir.

Jafnaldra vinnufélagar fengu heilablóðfall á sama tíma

Árni Ísberg og Bjarni Kjartansson, 65 og 67 ára gamlir vinnufélagar, fengu heilablóðfall með tveggja mánaða millibili. Afleiðingar heilablóðfalls eru skelfilegar og þeir félagarnir fóru ekki varhluta af þeim. Þeir fengu frábæra fyrstu aðstoð hér á Íslandi en ákváðu að leita líka til útlanda þar sem verið er að bjóða meðferð sem hefur gefið góða raun en er ekki vísindalega sönnuð enn. Meira

Myriam Dalstein frá Þýskalandi er meðal viðmælenda í bókinni.

Full bók af fyrirmyndum

Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi nefnist ný bók sem heiðrar framlag kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags. Ritstjórarnir, Chanel Björk Sturludóttir, Elínborg Kolbeinsdóttir og Elínóra Guðmundsdóttir, segja bókina mikilvægt innlegg í umræðuna og fagna því að löng en afskaplega gefandi vegferð sé á enda. Meira

Vandað var til verka þegar Bókastofan var innréttuð árið 1984.

Mublur sem ætla bara ekki að slitna

Bókastofan virðulega á Hótel Holti hefur lítið sem ekkert breyst frá því að hún var tekin í notkun fyrir rúmum 40 árum enda segir eigandinn, Geirlaug Þorvaldsdóttir, geta verið varasamt að breyta. Meira

Kaitlyn Dever sýnir stórleik sem hin brenglaða Belle Gibson í nýjum Netflix-þætti.

Konan sem laug til um heilakrabba

Í Apple Cider Vinegar, nýrri sjónvarpsseríu á Netflix, er sögð saga áhrifavaldsins Belle Gibson sem náði til fjöldans með því að ljúga til um krabbamein. Gibson gaf út kokkabók og var vinsæl á samfélagsmiðlum áður en hún var afhjúpuð. Meira

Lakkbuxur frá VdeV breiddust út eins og eldur í sinu um Parísarborg.

Tískan sýnd í daufri skímu kertaljósa

Rafmagnsleysi setti mark sitt á tískuvikuna í París 1965. Þar kenndi margra grasa og regnkápur og jakkar úr lakkefni áttu að verða hátíska sumarsins. Einnig mátti sjá nýstárlega herraslaufu sem búin var til úr rúllugardínusnúru. Meira

Ein af myndum Joakim Eskildsen á sýningunni. Myndaröðin mun á næstu árum koma út í bók.

Myndir sem minna á æskudrauma

Á samsýningu í Listasafni Íslands er ljósmyndaröð eftir hinn þekkta danska ljósmyndara Joakim Eskildsen. Þar dregur hann upp mynd af heimilislífi fjölskyldu sinnar. Bók með verkefninu kemur út á næstu árum. Meira

Nicholas Hoult í hlutverki Bobs Mathews í The Order.

Þó líði hár og öld

Breski leikarinn Nicholas Hoult er kominn langt frá hlutverkinu sem gerði hann frægan, Marcusi í About a Boy. Og þó, eins og sjá má í The Order sem hann lék í við góðan orðstír í fyrra. Meira

Hrifin af samtímaskáldsögum eftir ungt fólk

Bókin sem ég er að lesa núna heitir Blómadalur eftir Niviaq Korneliussen. Ég hef áður lesið bók eftir sama höfund – Hómó Sapína sem ég fílaði vel en bækurnar eru eftir þrítuga grænlenska konu sem lýsir samtímanum þar í landi og snertir á… Meira

Í vandræðum með nýjasta fjölskyldumeðliminn

Friðrik Dór mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag, sama dag og nýtt lag hans og Bubba Morthens, Til hvers þá að segja satt?, kom út. Hann fór um víðan völl í viðtalinu við Bolla og Þór, ræddi um tilurð lagsins og um samband sitt við Bubba Meira

Héðinn Valdimarsson vakir enn yfir róluvellinum við Hringbraut. Börn sem þar hafa leikið sér líta á hann sem góða manninn sem gaf þeim róluvöllinn.

Heilagur andi í rólunni

Sjálfstæðismaðurinn í blokkinni var áberandi stoltur af að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öllum kosningum. Meira

Hjónin Lai og Chou höfðu engin not fyrir svona lagað fyrir fjörutíu árum.

Fóru aldrei í bað

„Lai Tho Meng og kona hans, Chou Sau Lain, eru 85 ára og ákaflega heilsuhraust. Lai dregur enga dul á hvers vegna þau hjónin verði varla vör við háan aldur sinn, „við höldum svona góðri heilsu af því við böðum okkur ekki,“ segir… Meira

Ann Wilson veit hvað hún syngur.

Pólitíkin eins og sprengjusvæði

Ann Wilson úr Heart fer um víðan völl í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Meira

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 18,…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 18, 14, 16, 20, 22, og 24 . Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina syrpu – Eilífðarskildingurinn í verðlaun . Meira