Fréttir Mánudagur, 24. febrúar 2025

Vék eftir árás drengjanna

Stúlka sem varð fyrir árás drengja með stíflueyði glímir enn við afleiðingarnar • Hún vék úr skóla en skólabróðir hennar sem réðst á hana hélt áfram • Faðir stúlkunnar segir skólakerfið hafa brugðist henni Meira

Sigur Friedrich Merz verður líklega næsti kanslari Þýskalands.

Evrópa þarf að styrkjast

„Í mínum huga er það forgangsatriði að styrkja Evrópu eins fljótt og auðið er svo við getum, skref fyrir skref, raunverulega náð sjálfstæði frá Bandaríkjunum í varnarmálum,“ sagði Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, í sigurræðu sinni … Meira

Formaður SÍS „rúinn trausti“

Megn óánægja sveitarstjórna með framgöngu Heiðu Bjargar í kennaradeilunni Meira

Nærri 500 tré voru felld í Öskjuhlíð um helgina

„Við lukum við að fella öll tré sem ákveðið hafði verið að fella á forgangssvæði 1 núna á laugardaginn,“ segir Hallgrímur Jón Hallgrímsson, yfirverkstjóri Borgarskóga Reykjavíkurborgar. „Núna á bara eftir að draga út trén af… Meira

Máttugt eldstöðvakerfi Undir jökli og jörðu kraumar áfram mikill eldur.

Bárðarbunga minnir enn á sig

Vart varð við hrinu jarðskjálfta í Bárðarbungu í Vatnajökli á laugardagskvöld. Stærsti skjálftinn mældist 5,2 að stærð og er með þeim stærstu sem mælst hafa frá því eldgos varð í eldstöðvakerfi Bárðarbungu árið 2014 og braust út í Holuhrauni í ágúst það ár Meira

Vill einn héraðsdóm í landinu

Frumvarp um sameiningu héraðsdómstóla lagt fram á Alþingi • Styrkja dómstólana á landsbyggðinni • Aukin skilvirkni dómstólanna • Frumvarpið endurflutt • Næst verði horft til Hæstaréttar Meira

Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir hleypur milli funda í ráðhúsi, en var saknað í stjórn Sambands sveitarfélaga.

Ráðabrugg Heiðu setti deilu í uppnám

Kjaradeila við kennara veldur titringi í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi • Svikabrigsl ganga á víxl • Allt á suðupunkti í Sambandi sveitarfélaga • Vantraust í garð Heiðu formanns SÍS og borgarstjóra Meira

Karphúsið Deiluaðilar undirrita stöðugleikasamningana í mars á liðnu ári, en þeir gætu reynst til lítils ef samið verður við kennara um miklu meira.

Stöðugleiki undir í kennaradeilu

„Það eru kaldar kveðjur til almenna markaðarins ef hið opinbera semur á allt öðrum nótum en gert var í stöðugleikasamningunum,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið um þær … Meira

Veruleiki Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir flokkinn horfast í augu við nýjan veruleika.

Tveir flokksfundir um liðna helgi

Flokkur fólksins breytir samþykktum og fær að öðru óbreyttu 86 milljóna ríkisstyrk fyrir vikið • Vinstri grænir spyrja sig hví fór sem fór • Fordæma lagafrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Meira

Geðrækt Helga Arnardóttir á hugmyndina að HappApp-smáforritinu.

Milljónir fá ókeypis geðrækt frá Íslandi

HappApp er íslenskt forrit sem miðar að geðrækt og hamingjuríkara lífi. Hugmyndina fékk Helga Arnardóttir eftir nám í jákvæðri sálfræði. Appið hefur nú fengið stærra svið í samstarfi við Landlæknisembættið og aðþjóðlega verkefnið Mentor sem snýst um … Meira

Vinningar Happdrætti Háskóla Íslands leitar að vinningshöfum.

HHÍ leitar að 250 vinningshöfum

Hæsti vinningur í óskilum nemur 200 þús. kr. • Vinningar fyrnast eftir 4 ár Meira

Brattur Mynd úr safni af Warren Buffett í essinu sínu á hluthafafundi Berkshire árið 2019. Hann ýjar nú að því að senn komi að leiðarlokum.

Aftur metár hjá Berkshire

Munaði ekki síst um góðan árangur Geico • Buffett hefur núna verið við stjórnvölinn í 60 ár • Seldu stóran skerf af hlutabréfum sínum í Apple og BofA Meira

Breiðholtsskóli Foreldrar nemenda vilja að börn fái stuðning sem fyrst.

Foreldrar ræði ekki við fjölmiðla

Fundað með foreldrum barna í Breiðholtsskóla • Foreldrar krefjast þess að börn sín fái stuðning Meira

Breiðagerðisskóli Drengirnir skildu stúlkuna eftir á skólalóð Breiðagerðisskóla þegar þeir köstuðu stíflueyði í andlit hennar.

Gróft og hrottafengið ofbeldi

Faðir stúlku sem ráðist var á með stíflueyði segir kerfið hafa brugðist Meira

Kennari Soffía hefur starfað sem kennari í þrjátíu ár og hefur víðtæka reynslu á sviði hegðunar- og ofbeldisvanda meðal barna.

Starfsfólkið oft úr tengslum við raunveruleikann

Kennari til þrjátíu ára segir ofbeldi barna þaggað niður Meira

Fundarboð Antonio Costa forseti Evrópuráðsins boðar fund 6. mars.

„Upplifum ögurstund öryggismála“

Leiðtogar Evrópusambandsríkja boða nú sérstakan fund 6. mars til að ræða yfirgang Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gagnvart þeim sem ráðin hafa í álfunni, en forsetinn þykir ósvífinn gagnvart Evrópu með því að blása til viðræðna við Rússlandsforseta … Meira

Donetsk Hermaður býst til að varpa sprengju að Rússum í Donetsk, þar sem helstu orrustur stríðsins hafa verið.

Hvert er framhaldið í Úkraínu?

Líklegt þykir að samið verði um vopnahlé á þessu ári • Rússar vilja varanleg yfirráð yfir landvinningum sínum • Óvíst um hvernig vopnahlé verður tryggt • Bandaríkin vilja samkomulag um auðlindirnar Meira

Ræðast við Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í Kænugarði.

Endurgreiðsla úr úkraínskri jörð

Fjármálaráðherra til varnar trumpískum afarkostum • Bandaríkin hafi tögl og hagldir í auðlindasjóði • Ýtrasta gagnsæi, áreiðanleiki, stjórnun og lögmæti • Ríki sem engan stuðninginn veittu fái ekki krónu Meira

Volodomir Selenskí

Vill ekki undirrita samninginn

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er „ekki reiðubúinn“ til þess að undirrita samkomulagið um nýtingu auðlinda landsins, sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram, þrátt fyrir að bandarískir embættismenn hafi gefið til kynna á föstudag að Selenskí myndi undirrita það fljótlega Meira

Ósigur Olaf Scholz kanslari var óhress þegar ljóst var að Sósíaldemókratar guldu afhroð í kosningunum í gær með verstu útkomu frá seinna stríði.

Sögulegur sigur þýskra hægri flokka

Þýskir kjósendur gengu að kjörborðinu í gær og þegar líða tók á kvöldið varð ljóst að mikil uppsveifla var hjá hægri flokkunum. Þegar búið var að telja í 238 af 299 kjördæmum voru Kristilegir demókratar taldir hafa náð 208 sætum af 630 alls, eða 28,5% fylgi, og verða með því stærsti flokkur landsins Meira

Hjólað Á Úlfarsfellinu, hér með Grafarvogshverfi og Viðey í baksýn.

Heiðmörk, Himnastiginn og heilbrigt líf

Út um allt á nýjum vef • Útivera á höfuðborgarsvæðinu Meira