Íþróttir Mánudagur, 24. febrúar 2025

Undanúrslit Thea Imani Sturludóttir brýst í gegn í síðari leiknum gegn Slavia Prag í gær. Hún skoraði sjö mörk fyrir Val í báðum leikjunum.

Valur í undanúrslit en Haukar úr leik

Valur tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik með jafntefli við Slavia Prag frá Tékklandi, 22:22, í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum á Hlíðarenda. Valur vann fyrri leikinn, einnig á Hlíðarenda, 28:21 á laugardag og einvígið samanlagt 50:43 Meira

Íslandsmet Eir Chang Hlésdóttir ánægð með árangurinn í gær.

Eir sló 21 árs gamalt Íslandsmet á MÍ

Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær. Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju… Meira

Evrópubikar Össur Haraldsson skoraði sex mörk fyrir Hauka í þægilegum sigri á Jeruzalem Ormoz í Ormoz í Slóveníu á laugardag.

Haukar örugglega í átta liða úrslit

Hauk­ar gerðu sér lítið fyr­ir og unnu slóvenska liðið Jeruzalem Ormoz í Slóven­íu, 31:26, á laugardag og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta. Valur er ríkjandi meistari í keppninni en tók þátt í Evrópudeildinni á þessu tímabili Meira

Óstöðvandi Mohamed Salah skoraði eitt og lagði upp annað í gærkvöldi.

Liverpool með 11 stiga forskot

Liverpool kom sér í góða stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja Manchester City að velli, 2:0, á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöldi. Eftir sigurinn er Liverpool með 11 stiga forskot á Arsenal, sem á leik til góða í öðru sætinu Meira

Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin…

Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin áttust við í 17. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi á laugardag. Karlotta Óskarsdóttir var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Gróttu en Þórey Rósa … Meira

Risakarfa Tryggvi Snær Hlinason fagnar sannkallaðri tröllatroðslu eftir sirkustilþrif Martins Hermannssonar. Í bakgrunni má sjá Craig Pedersen þjálfara fagna innilega ásamt áhorfendum í Laugardalshöllinni. Svipurinn á Tyrkjunum segir sína sögu um stöðu mála í leiknum.

Nýtt Evrópuævintýri

Ísland vann glæsilegan sigur á Tyrklandi í Laugardalshöll og tryggði sér annað sæti undanriðils EM • Mótið fer fram í fjórum löndum í ágúst og september Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 22. febrúar 2025

Meistaradeildin Hákon Arnar Haraldsson á fleygiferð í leik Liverpool og Lille í deildarkeppninni þar sem franska félagið hafnaði í sjöunda sætinu.

Liverpool til Frakklands

Ensku liðin voru misheppin með drátt þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Liverpool, sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar og trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir … Meira

Góð Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem átti flottan leik fyrir íslenska liðið, í baráttunni við Liu Wälti, fyrirliða svissneska liðsins, í Zürich í gærkvöldi.

Góð vörn en bitlaus sókn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeild kvenna í Zürich í gærkvöldi, í fyrstu umferð A-deildar keppninnar. Ísland og Sviss eru í riðli 2 í A-deildinni en þar eru að auki Noregur og Frakkland Meira

Szombathely Kristinn Pálsson reynir skot í leiknum gegn Ungverjalandi í fyrrakvöld þar sem heimamenn sigruðu með níu stiga mun.

Þetta er enn í okkar höndum

Um níuleytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draumur karlalandsliðsins í körfubolta verður að veruleika. Þá lýkur tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025 þegar Ísland tekur á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast Ítalir og Ungverjar í Reggio Calabria Meira

Föstudagur, 21. febrúar 2025

Vonbrigði Valdimar Þór Ingimundarson á erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir að hafa farið illa að ráði sínu í góðu marktækifæri í gærkvöldi.

Ævintýrinu lauk í Aþenu

Ævintýri Víkings úr Reykjavík í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla lauk með afar dramatískum og svekkjandi hætti í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Panathinaikos, 2:0, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar Meira

Skot Sigtryggur Daði Rúnarsson lyftir sér upp fyrir utan í gærkvöldi.

Toppliðin með eins stigs forskot

Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá Íslandsmeisturum FH með átta mörk þegar liðið vann fjögurra marka sigur gegn Gróttu, 27:23, í 18. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær Meira

Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá…

Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Arnór er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Vals og mun halda áfram vinnu við innleiðingu á nýrri stefnu í… Meira

Szombathely Elvar Már Friðriksson lék vel gegn Ungverjum í gærkvöld en hann skoraði 20 stig og átti 10 stoðsendingar. Hér brýtur hann sér leið að körfu Ungverja, einu sinni sem oftar.

Gamla góða Fjalla- baksleiðin rifjuð upp

Ísland þarf að sigra Tyrkland í Laugardalshöllinni til að tryggja EM-sætið Meira

Fimmtudagur, 20. febrúar 2025

Bakvörður dagsins var viðstaddur þegar Víkingur úr Reykjavík vann magnaðan…

Bakvörður dagsins var viðstaddur þegar Víkingur úr Reykjavík vann magnaðan sigur á Panathinaikos í fyrri leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta fyrir viku í Helsinki Meira

Laugardalshöll Martin Hermannsson skorar í fyrri leiknum gegn Ungverjum sem Ísland vann eftir mikla baráttu, 70:65, fyrir ári.

„Staðan sem við viljum vera í“

Martin segir að það yrði allt öðruvísi upplifun að komast á EM núna en áður Meira

Spenntur Sölvi Geir Ottesen er spenntur fyrir seinni leiknum við gríska stórliðið Panathinaikos í Aþenu.

Bjartsýnn á að halda áfram að skrifa söguna

Víkingur freistar þess að vega gríska risann • Síðari leikurinn í Aþenu í kvöld Meira

Forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni hafa mikinn áhuga á…

Forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni hafa mikinn áhuga á kólumbíska sóknarmanninum Luis Díaz. Það er spænski miðillinn Sport sem greinir frá þessu en Díaz, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool Meira

Miðvikudagur, 19. febrúar 2025

Istra Danijel Dejan Djuric skrifaði undir þriggja ára samning í Króatíu á mánudaginn og verður ekki með Víkingum gegn Panathinaikos í Aþenu.

Blendnar tilfinningar

„Tilfinningarnar eru mjög blendnar,“ sagði Danijel Dejan Djuric í samtali við Morgunblaðið en hann skrifaði á mánudaginn undir þriggja ára samning við króatíska knattspyrnufélagið Istra. Danijel, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá… Meira

Hetjan Alphonso Davies fagnar dýrmæta markinu sínu í gær.

Bayern slapp með skrekkinn

Bayern München frá Þýskalandi tryggði sér í gær sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli gegn skoska liðinu Celtic, 1:1, á heimavelli. Bayern vann fyrri leikinn 2:1 og einvígið samanlagt 3:2 Meira

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við…

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélagið Breiðablik. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gær en ekki kom fram hve lengi nýi samningurinn gildir Meira

Ítalía Craig Pedersen faðmar Sigtrygg Arnar Björnsson að sér eftir útisigurinn magnaða á Ítölum í undankeppninni í nóvember.

Vil forðast þá stöðu

Craig Pedersen vonast til að koma Íslandi í þriðja sinn á EM með sigri í Ungverjalandi á morgun • Reynsla af erfiðum útileikjum getur reynst dýrmæt Meira

Þriðjudagur, 18. febrúar 2025

Höllin Tryggvi Snær Hlinason var með 14 stig og 11 fráköst þegar Ísland vann Ungverjaland í fyrri leiknum í Laugardalshöll, 70:65.

Draumastaða að vera á leiðinni í úrslitaleik

Tryggvi Snær Hlinason vill gulltryggja EM-sætið í Ungverjalandi á fimmtudag Meira

Þennan morguninn er ég á leið til Aþenu til þess að fylgja eftir Víkingum…

Þennan morguninn er ég á leið til Aþenu til þess að fylgja eftir Víkingum í Evrópuævintýri þeirra í Sambandsdeildinni í fótbolta. Eftir glæsilegan og sögulegan eins marks sigur á gríska stórliðinu Panathinaikos á „heimavelli“ Víkings í… Meira

Bergen Eggert Aron Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Brann.

Þurfti á þessu að halda

Eggert Aron Guðmundsson er genginn til liðs við Brann í Noregi frá Elfsborg • Markmiðið að finna leikgleðina aftur og verða Noregsmeistari með félaginu Meira