Menning Miðvikudagur, 26. febrúar 2025

Bítillinn McCartney var einn af þeim sem undirrituðu bréfið til Times.

Þúsundir tónlistarmanna mótmæla saman

Yfir 1.000 tónlistarmenn, þar á meðal Kate Bush, Annie Lennox og Damon Albarn, gáfu í gær út þögla plötu til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á breskum höfundarréttarlögum um gervigreind (AI) sem þeir segja að muni lögleiða tónlistarþjófnað Meira

Verðlaunahafinn Athöfnin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni síðdegis í gær en alls voru tíu bækur tilnefndar í ár.

Sagan ekki einsleitur þráður

Viðurkenning Hagþenkis veitt í gær • Erla Hulda verðlaunuð fyrir bókina Strá fyrir straumi • Hefði orðið svekkt yfir að fá ekki tilnefningu • Kvennasaga Meira

Snerting Egill Ólafsson er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrir.

Snerting með 13 Eddutilnefningar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna kynntar í gær • Næstflestar tilnefningar hlýtur Ljósbrot eða 12 talsins • Átta valnefndir völdu verk í 20 verðlaunaflokkum • Verðlaunin afhent 26. mars Meira

Herptur Dr. Martin, leikinn af Martin Clunes.

Hvar er herpitúttan Martin læknir?

Eitt af mínum uppáhaldsorðum er „herpitútta“ og hefur verið allt frá því ég sá orðið fyrst á prenti, í Ljósvaka árið 2013. Samstarfskona mín skrifaði þá um herpitúttuna Martin lækni í þáttunum Doc Martin Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 25. febrúar 2025

Ævar Þór „Af þeim fjölmörgu einleikjum sem leikhúsgestum hefur verið boðið upp á undanfarna mánuði er Kafteinn Frábær trúlega sá sem reynir mest á formið. Þeim mun gleðilegra er hvað vel tekst til,“ segir í rýni.

Snöggi bletturinn

Tjarnarbíó Kafteinn Frábær ★★★★· Eftir Alistair McDowall. Íslensk þýðing: Ævar Þór Benediktsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson. Tónlist: Svavar Knútur. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikari: Ævar Þór Benediktsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói miðvikudaginn 12. febrúar 2025. Meira

Mánudagur, 24. febrúar 2025

Viðkvæmt ástand Stefán Jón Hafstein skrifar í þessum kafla um baráttuna við hungur í heiminum.

Hvað kostar hungrið í heiminum?

Bókarkafli Í bókinni Afríka sunnan Sahara í brennidepli II, sem félagið Afríka 20:20 stendur að, eru greinar eftir fjölmarga sérfræðinga um málefni heimsálfunnar og íbúa þeirra fjölmörgu landa sem í henni eru. Hér er birt brot úr grein Stefáns Jóns Hafstein. Meira

Þýðandinn „Ég átti ekki von á þessu,“ segir Elísa Björg, handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna 2025.

„Ég er ekki lunkin í tamílsku“

Elísa Björg Þorsteinsdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir bókina Saga af svartri geit l  Áskorun að miðla framandi heimi l  „Mennskur þýðandi alltaf mikilvægari en einhver græja“ Meira

Laugardagur, 22. febrúar 2025

Ólöf Arnalds „Mér finnst hásumarið erfiðara en dimmasti tími ársins, hins vegar tek ég birtunni fagnandi.“

Árstíðirnar halda okkur á tánum

Ólöf Arnalds heldur tónleika á morgun á konudeginum • Ætlar að fara mjög djúpt inn í ástina • Líður vel í skammdeginu og samdi lag um það • Ný plata á leiðinni sem kemur út í lok ársins Meira

Postulín „Glúrið, vel upp tekið og útsett popp með skemmtilegum textum,“ segir rýnir um sköpun Kötlu Yamagata.

Að breyta mannganginum

Ungt og efnilegt tónlistarfólk af öllum stærðum og gerðum tók sín fyrstu útgáfuskref á síðasta ári. Margt einkar áhugavert og spennandi og ljóst að jarðvegur íslenskrar tónlistargrasrótar er næringarríkur með afbrigðum. Meira

Átök Þóra Karítas Árnadóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson í hlutverkum sínum í myndinni Allra augu á mér.

Eins manns mynd

Bíó Paradís Allra augu á mér / All Eyes on Me ★★··· Leikstjórn: Pascal Payant. Handrit: Pascal Payant. Aðalleikarar: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Oliwia Drozdzyk, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Ísland, 2025. 88 mín. Meira

Texti Á sýningunni má sjá forvitnileg textaverk þar sem finna má ljóð eða smásögur um m.a. kynlíf og kvíða.

Hvernig verður listamaður til?

Gallery Port Fortíðin sem núið ber ★★★★· Verk eftir Georg Óskar Giannakoudakis. Sýningin stendur til 1. mars 2025. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 13-17 og laugardaga kl. 12-16. Meira

Dómsdagur Að gæta forsetans er ekki létt verk.

Spennuþrungið líf eftir dómsdag

Á Disney+ má nú finna vísindaspennutryllinn Paradise. Segir þar af samfélagi manna sem býr í tilbúnum heimi, djúpt inni í fjöllum Colorado. Sagan gerist einhvern tímann í nánustu framtíð þegar heimurinn stendur frammi fyrir tortímingu og þá eru góð ráð dýr Meira

Föstudagur, 21. febrúar 2025

Útsjónarsamur Alfreð Elíasson tók formlega við sem forstjóri Loftleiða í desember 1953. Stuttu síðar byrjaði félagið að auglýsa ódýr fargjöld.

Tengslin hófust með barnsráni

Sigurgeir Orri skrásetti sögu Loftleiða í nýlegri bók • Fór til Bahamaeyja til að hitta fyrrverandi flugfreyjur félagsins • Fennir óþægilega hratt í sporin • Dágóður hópur kom að gerð bókarinnar Meira

Fagurrauður Harrison Ford breytist í rauðan beljaka í kvikmyndinni Captain America: Brave New World.

Rauður risi í litlausri Marvel-mynd

Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Captain America: Brave New World ★★··· Leikstjórn: Julius Onah. Handrit: Rob Edwards, Malcolm Spellman, Dalan Musson, Julius Onah og Peter Glanz. Aðalleikarar: Harrison Ford, Anthony Mackie, Danny Ramirez, Shira Haas, Carl Lumbly, Xosha Roquemore, Giancarlo Esposito og Tim Blake Nelson. Bandaríkin, 2025. 118 mín. Meira

Atsjú Kvefuð vofa sótti að Múmínsnáðanum.

Geta draugar líka fengið kvef?

Ég hef verið að endurnýja kynni mín af Múmínálfunum undanfarið, í félagi við eins og hálfs árs gamla dótturdóttur mína. Henni þykir talsvert til þeirra koma á skjánum. Um daginn horfðum við á þátt þar sem ótti sótti að Múmínsnáðanum fyrir þær sakir að reimt var í Múmínhúsinu Meira

Fimmtudagur, 20. febrúar 2025

Gallabuxur og vesti frá Gina Tricot. Buxurnar kosta 9.195 kr.

Dragðu fram það besta þótt það sé bannað á Alþingi

Þótt febrúar sé ekki liðinn er örlítið vor í lofti. Þá er tilvalið að draga fram gallabuxurnar og gallaskyrtuna, nú eða gallavestið því að vesti eru orðin móðins á ný. Hvernig er best að klæðast gallabuxum og gallaskyrtu þannig að eftir sé tekið? Meira

Ísland Þjóðin bíður spennt eftir að fá að kjósa um hvaða lag, af þeim sex sem keppa á laugardaginn kemur, verður framlag Íslands í Eurovision 2025 í Sviss í maí.

Spennan magnast fyrir lokakvöldið

Keppendurnir sem komust áfram í lokakeppni Söngvakeppninnar hafa hitað vel upp á K100. Meira

Ólga Harpa Björnsdóttir og Erla Þórarinsdóttir eiga verk á sýningunni sem opnar á Kjarvalsstöðum á laugardag.

Halda áfram að ryðja brautina

Sýning á Kjarvalsstöðum beinir sjónum að frumkvæði kvenna • Níundi áratugurinn í brenni­depli • Kraftmikið tímabil í íslenskri listasögu • Stór hópur kvenna sem breikkaði brautina Meira

Magnús Tómasson (1943) Herinn sigursæli, 1969 Stál, plast og málning, 113 x 204 x 204 cm

Pólitísk skírskotun

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu safnsins og hluti af afmælis­sýningunni Innsýn, útsýn í safninu á Fríkirkjuvegi, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Dauði Úr Sterben, Corinna Harfouch og Lard Eidinger í hlutverkum mæðginanna Toms og Lissy Lunies.

Hægfara andlát á þýskum dögum

Bíó Paradís Sterben/ Að deyja ★★★½· Leikstjórn og handrit: Matthias Glasner. Aðalleikarar: Lars Eidinger, Corinna Harfouch, Lilith Stangenberg, Ronald Zehrfeld, Robert Gwisdek, Anna Bederke, Hans-Uwe Bauer og Saskia Rosendahl. Þýskaland, 2024. 180 mín. Meira

Fagmennska „En þetta er fyrst og síðast sýning leikaranna,“ segir rýnir um uppfærslu Þjóðleikhússins á Heim.

Hulduefni heimilislífsins

Þjóðleikhúsið Heim ★★★½· Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikendur: Almar Blær Sigurjónsson, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Selma Rán Lima og Sigurður Sigurjónsson. Frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 7. febrúar 2025. Meira

Satíruhöfundur Þjóðverjinn Erich Kästner.

Þessi maður er argasti dóni

Skáldsaga Leiðin í hundana ★★★★★ Eftir Erich Kästner. Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði. Ugla, 2024. Kilja, 268 bls. Meira

Reeve Mynd um hann fékk Bafta-verðlaunin.

Baráttusaga kvikmyndastjörnu

Sú sem þetta skrifar las einhvers staðar að ekki væri hægt að horfa á heimildamyndina Super/Man: The Christopher Reeve Story án þess að fella tár. Það reyndust orð að sönnu því ljósvakahöfundur táraðist við áhorfið þegar myndin var nýlega sýnd á heimildasjónvarpsstöð Sky Meira