Íþróttir Fimmtudagur, 27. febrúar 2025

Efstir Bayern fagnar 125 ára afmælinu á kunnuglegum slóðum. Liðið er með átta stiga forystu á toppi þýsku 1. deildarinnar og á alla möguleika á að endurheimta titilinn eftir að hafa misst hann til Leverkusen í fyrra.

Pistill frá Philipp Lahm

Bayern München er 125 ára í dag l  Leyndarmál félagsins er þríeykið Meira

Breiðablik og Víkingur eiga hrós skilið fyrir að lyfta íslenskri…

Breiðablik og Víkingur eiga hrós skilið fyrir að lyfta íslenskri knattspyrnu í karlaflokki á nýtt þrep. Liðin buðu upp á stórkostlega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þá hafa þau verið glæsilegir fulltrúar Íslands í Evrópukeppnum undanfarin tvö tímabil Meira

Harka Grótta og Haukar mætast í seinni undanúrslitaleiknum á Ásvöllum.

Ná Framarar að stöðva Valsliðið?

Undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í handbolta verða leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Annars vegar mætast Valur og Fram og hins vegar Grótta og Haukar. Valur er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitum í fyrra og er með… Meira

Undanúrslit Hafdís Renötudóttir fagnar sigrinum á Slaviu Prag vel og innilega með liðsfélögum sínum í Valsliðinu á Hlíðarenda á sunnudaginn var.

Enn ákveðnari að vinna

Valskonur komnar í undanúrslit Evrópubikarsins • Stórkostlega gaman en dýrt fyrir leikmenn • Ekkert grín að láta þetta ganga • Erfitt einvígi í undanúrslitum Meira

Martin Hermannsson var einn besti leikmaðurinn í undankeppni EM í…

Martin Hermannsson var einn besti leikmaðurinn í undankeppni EM í körfubolta að mati FIBA. Í fjórum leikjum skoraði hann 20 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali. Aðrir tilnefndir eru Mario Hezonja frá Króatíu, Cedi Osman… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Miðvikudagur, 26. febrúar 2025

Garðabær Katarzyna Trzeciak í baráttunni í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabæ í gærkvöldi. Trzeciak skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna.

Stjarnan og Aþena unnu sterka sigra

Stjarnan vann þægilegan sigur á Grindavík, 77:64, í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í neðri hluta deildarinnar í Garðabæ í gærkvöld. Stjarnan er í öðru sæti neðri hlutans með 16 stig líkt og Tindastóll sæti ofar Meira

Frakkland Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í baráttunni gegn Frökkum í Le Mans en hún kom inn í byrjunarlið Íslands í fyrsta sinn í tvö ár.

Tvö mörk ekki nóg í Frakklandi

Karólína og Ingibjörg skoruðu en Frakkarnir unnu verðskuldað, 3:2 Meira

Víkin Gylfi Þór Sigurðsson er kampakátur með að vera kominn í Víking og horfir björtum augum á framhaldið í Fossvoginum og með landsliðinu.

Væri algjör draumur

Gylfi Þór spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi • Brotthvarfið frá Val mátti vera betra • Dreymir um titla og Evrópuævintýri • Landsliðið áfram drifkraftur Meira

Róbert Gunnarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Gróttu í…

Róbert Gunnarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu eftir þriggja ára starf. Davíð Örn Hlöðversson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Róberts undanfarin þrjú ár, tekur við sem þjálfari… Meira

Þriðjudagur, 25. febrúar 2025

Lykilmaður Martin Hermannsson brunar að körfu Tyrkja í eitt skiptið af mörgum í sigurleiknum gegn Tyrkjum í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld.

Stefna á fyrsta sigurinn á EM

Ísland sem fyrr fámennasta þjóðin sem hefur komist á Evrópumótið Meira

Fyrir tæplega níu árum skrifaði Kristján Jónsson viðhorfsgrein um…

Fyrir tæplega níu árum skrifaði Kristján Jónsson viðhorfsgrein um körfuboltalandslið karla og framtíð þess á íþróttasíðu Morgunblaðsins. Árangur liðsins í undankeppni EM 2017 og frammistaða U20 ára landsliðsins voru að hans mati vísbending um nokkuð bjarta framtíð hjá A-landsliðinu Meira

Sprettur Eir Chang Hlésdóttir á fleygiferð á hlaupabrautinni í Laugardal, þar sem hún sló Íslandsmetið.

Ég var í smá sjokki

Eir Chang Hlésdóttir bætti 21 árs gamalt Íslandsmet Silju í 200 metra hlaupi • Bætti sig um 0,6 sekúndur á einni viku • Vann fjögur gull aðra helgina í röð Meira

Mánudagur, 24. febrúar 2025

Íslandsmet Eir Chang Hlésdóttir ánægð með árangurinn í gær.

Eir sló 21 árs gamalt Íslandsmet á MÍ

Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær. Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju… Meira

Óstöðvandi Mohamed Salah skoraði eitt og lagði upp annað í gærkvöldi.

Liverpool með 11 stiga forskot

Liverpool kom sér í góða stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja Manchester City að velli, 2:0, á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöldi. Eftir sigurinn er Liverpool með 11 stiga forskot á Arsenal, sem á leik til góða í öðru sætinu Meira

Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin…

Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin áttust við í 17. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi á laugardag. Karlotta Óskarsdóttir var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Gróttu en Þórey Rósa … Meira

Risakarfa Tryggvi Snær Hlinason fagnar sannkallaðri tröllatroðslu eftir sirkustilþrif Martins Hermannssonar. Í bakgrunni má sjá Craig Pedersen þjálfara fagna innilega ásamt áhorfendum í Laugardalshöllinni. Svipurinn á Tyrkjunum segir sína sögu um stöðu mála í leiknum.

Nýtt Evrópuævintýri

Ísland vann glæsilegan sigur á Tyrklandi í Laugardalshöll og tryggði sér annað sæti undanriðils EM • Mótið fer fram í fjórum löndum í ágúst og september Meira

Laugardagur, 22. febrúar 2025

Góð Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem átti flottan leik fyrir íslenska liðið, í baráttunni við Liu Wälti, fyrirliða svissneska liðsins, í Zürich í gærkvöldi.

Góð vörn en bitlaus sókn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeild kvenna í Zürich í gærkvöldi, í fyrstu umferð A-deildar keppninnar. Ísland og Sviss eru í riðli 2 í A-deildinni en þar eru að auki Noregur og Frakkland Meira

Meistaradeildin Hákon Arnar Haraldsson á fleygiferð í leik Liverpool og Lille í deildarkeppninni þar sem franska félagið hafnaði í sjöunda sætinu.

Liverpool til Frakklands

Ensku liðin voru misheppin með drátt þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Liverpool, sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar og trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir … Meira

Szombathely Kristinn Pálsson reynir skot í leiknum gegn Ungverjalandi í fyrrakvöld þar sem heimamenn sigruðu með níu stiga mun.

Þetta er enn í okkar höndum

Um níuleytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draumur karlalandsliðsins í körfubolta verður að veruleika. Þá lýkur tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025 þegar Ísland tekur á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast Ítalir og Ungverjar í Reggio Calabria Meira

Föstudagur, 21. febrúar 2025

Vonbrigði Valdimar Þór Ingimundarson á erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir að hafa farið illa að ráði sínu í góðu marktækifæri í gærkvöldi.

Ævintýrinu lauk í Aþenu

Ævintýri Víkings úr Reykjavík í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla lauk með afar dramatískum og svekkjandi hætti í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Panathinaikos, 2:0, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar Meira

Skot Sigtryggur Daði Rúnarsson lyftir sér upp fyrir utan í gærkvöldi.

Toppliðin með eins stigs forskot

Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá Íslandsmeisturum FH með átta mörk þegar liðið vann fjögurra marka sigur gegn Gróttu, 27:23, í 18. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær Meira

Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá…

Arnór Smárason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Arnór er að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Vals og mun halda áfram vinnu við innleiðingu á nýrri stefnu í… Meira

Szombathely Elvar Már Friðriksson lék vel gegn Ungverjum í gærkvöld en hann skoraði 20 stig og átti 10 stoðsendingar. Hér brýtur hann sér leið að körfu Ungverja, einu sinni sem oftar.

Gamla góða Fjalla- baksleiðin rifjuð upp

Ísland þarf að sigra Tyrkland í Laugardalshöllinni til að tryggja EM-sætið Meira