Menning Þriðjudagur, 4. mars 2025

Fimma Charli xcx tekur á móti einum af fimm verðlaunum sínum.

Charli xcx með fimmu á Brit Awards

Breska tónlistarkonan Charli xcx hlaut fimm verðlaun á Bresku tónlistarverðlaununum, Brit Awards, sem fram fóru í O2-tónleikahöllinni í London á laugardagskvöld. Plata hennar Brat var valin besta plata ársins og Charli xcx valin besti tónlistarmaður ársins Meira

Dagur „Allur ómöguleiki innra með einni manneskju finnst mér mjög áhugavert umfjöllunarefni.“

Hyldýpi er undir hverri manneskju

Sporðdrekar er ný bók eftir Dag Hjartarson • „Bókin fjallar um skömm og það hvernig örlögin teyma okkur áfram og tilviljanir líka“ • Fór oft í gegnum söguna og endurskrifaði hana frá grunni   Meira

Kampakátur Leikstjórinn Sean Baker hlaut fern verðlaun fyrir kvikmynd sína Anora. Aðeins sjálfur Walt Disney hefur hlotið jafn mörg Óskarsverðlaun á einu kvöldi en hann hlaut þau fyrir fleiri en eina mynd.

Hin mikilsvirta Óskarsverðlaunahátíð haldin í Hollywood í 97. sinn um helgina

Leikstjórinn Sean Baker varð sá fyrsti í sögunni til að hljóta fern Óskarsverðlaun fyrir eina og sömu myndina. Hann hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, klippingu og framleiðslu myndarinnar Anora. Myndin, sem fjallar um kynlífsverkakonu sem giftist syni ólígarka, hlaut flest verðlaun, alls fimm. Heildarlista yfir verðlaunahafa má finna á vefnum oscars.org. Meira

Viska Spurt og svarað hratt í Gettu betur.

Geta má betur, verð að segja það

Árið er 1987, svellkaldur janúar. Staðurinn er útvarpssalurinn á Skúlagötu. Bein útsending á Rás1 á Gettu betur og spyrill er Vernharður Linnet. MS og Fjölbraut á Sauðárkróki etja kappi, salurinn fullur af MS-ingum og aðeins þrír norðanmenn á fremsta bekk Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Mánudagur, 3. mars 2025

Barátta Ung kona á mótmælum í Úkraínu. Sofi Oksanen skrifar um kerfisbundið ofbeldi Rússa gegn konum.

Sagan endurtekur sig

Bókarkafli Í bókinni Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum fjallar eistnesk-finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar meðal annars til sinnar eigin fjölskyldusögu, eins og sjá má á þessum fyrstu síðum bókarinnar. Meira

Ættin Emil B. Karlsson ritar sögu ættar sinnar, sem hefur glímt við arfgeng heilablóðföll, í verkinu Sjávarföll.

Örlög og ógöngur

Fræðirit Sjávarföll. Ættarsaga ★★½·· eftir Emil B. Karlsson. Sæmundur, 2024. Innbundin, 328. bls. Meira

Laugardagur, 1. mars 2025

Hæfileikarík Söng- og leikkonan Elín Hall.

„Ég er bara að vega salt“

Elín Hall er rísandi stjarna í heimi tónlistar, sjónvarpsþátta og kvikmynda • „Ég er að gera nákvæmlega það sama og þegar ég var fimm ára, að halda tónleika inni í stofu fyrir fjölskylduna“ Meira

„Virðátta“ Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson tala sama tónmál.

Andar sem unnast

Fermented Friendship er dúettaplata eftir þá Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson. Leikandi létt verk, ómþýtt en á sama tíma með tilfinnanlegri dýpt. Meira

Aðþrengdur Ralph Fiennes í hlutverki kardínálans Thomas Lawrence í kvikmyndinni Conclave.

Maðkur í mysunni í Páfagarði

Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll Conclave ★★★★· Leikstjórn: Edward Berger. Handrit: Peter Straughan, byggt á bókinni Conclave eftir Robert Harris. Aðalleikarar: Ralph Fiennes, Stanley Tucci, John Lithgow og Isabella Rossellini. Bretland og Bandaríkin, 2024. 120 mín. Meira

Auglýsing Herferðin Ekkert smá stór Kringla fyrir Kringluna.

Verðlaun teiknara

FÍT-verðlaunin afhent í 17 flokkum í gærkvöldi l  Skara fram úr í grafískri hönnun og myndlýsingum Meira

Gláp Það getur reynst erfitt að breyta til.

Aftur, aftur, aftur og aftur

Mér leiðist margt en að horfa aftur og aftur á ákveðið sjónvarpsefni eða hlusta aftur og aftur á sama lagið, er ekki eitt af því. Ég get alveg fengið eitthvert ákveðið lag á heilann og hlustað endalaust á það í dágóðan tíma Meira

Föstudagur, 28. febrúar 2025

Myrkvi Magnús Thorlacius gefur út undir því nafni.

Að eltast við drauminn

„Ég hef aldrei farið jafndjúpt í að sjá um hvert einasta smáatriði sjálfur,“ segir Magnús Thorlacius, Myrkvi, um plötuna Rykfall • Samfélagsmiðlastjarnan Stefán Thorlacius á umslaginu Meira

Úr Gullsandi Edda Björgvinsdóttir er þar í burðarhlutverki.

Þrjár sígildar í Paradís

Kvikmyndirnar Vampíra, Gullsandur og Bílarnir sem átu París í Bíótekinu • Draumur að fá sem flesta í bíó Meira

Gleðistund Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir voru að vonum ánægð í Gunnarshúsi í gær.

Náttúrulögmálin og Armeló tilnefnd

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 • Samtals 14 verk tilnefnd í ár • Upplýst um vinningshafa 21. október • Verðlaunin veitt í tengslum við 77. þing Norðurlandaráðs Meira

Fimmtudagur, 27. febrúar 2025

Hermés

Helstu litirnir í sumar

Með hverri árstíð koma nýir litir sem verða meira ríkjandi en aðrir í tískuvöruverslunum. Taktu eftir þessum litum fyrir vorið. Meira

VÆB Þeir Matthías og Hálfdán sigruðu í Söngvakeppninni og hlakka til að stíga á svið í Basel í Sviss í maí.

Margir silfurklæddir á öskudag

VÆB-bræður eru enn að ná sér niður eftir sigurinn en þeir vilja gera Íslendinga stolta í maí. Meira

Söngur Unnur Ösp og Una Torfa sömdu söngleikinn Storm sem verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

Velja ástina fram yfir óttann

Unnur Ösp og Una Torfa setja á svið söngleik • Menntaskólakrakkar sem takast á við lífið og ástina • Verk sem á erindi við samtímann • Orkusprengja á sviðinu en um leið mikil dramatík Meira

Kristján Davíðsson (1917-2013) Andlitsmynd af Halldóri Laxness, 1950 Olía á striga, 60 x 45 cm

Hrálist

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu safnsins og hluti af afmælis­sýningunni Innsýn, útsýn í safninu á Fríkirkjuvegi, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Hæfileikarík Una Torfa er meðal annars tilnefnd sem flytjandi ársins.

Una Torfa með fimm tilnefningar

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 kynntar • Alls er tilnefnt í 20 flokkum • Bára Gísla­dótt­ir og Magnús Jó­hann Ragn­ars­son með næstflestar tilnefningar eða fjór­ar hvort   Meira

Töfrar Kriðpleir frumsýnir annað kvöld leikrit sem snýst að miklu leyti um leikrit Elísabetar Jökulsdóttur.

Nú er þetta loksins komið

30 ára leikrit Elísabetar Jökulsdóttur ratar loks á svið • Leikhópurinn Kriðpleir setur upp leikrit um það að setja upp leikrit • Frumkvöðull þegar kemur að því að ræða um áföll og afleiðingar Meira

Andspyrna Kendrick Lamar, einn áhrifaríkasti rappari samtímans, framdi pólitískan gjörning á Ofurskálinni.

Orrustan um Ameríku

Tólf mínútna atriði bandaríska rapparans Kendricks Lamar á liðinni Ofurskál var hlaðið merkingu, vísunum og boðskap. Eitthvað var fussað og sveiað yfir tiltækinu en var þetta ekki fyrst og síðast glæstur trójuhestur? Meira

Upprisa? Daniel Craig var James Bond. Hver og hvað tekur nú við?

Hvað verður um James Bond?

Frægasti njósnari kvikmyndasögunnar, James Bond, mun snúa aftur, líkt og kunngjört var í síðustu mynd um hetjuna, og búa aðdáendur sig margir nú undir það versta. Hvers vegna? Jú, nú liggur fyrir að bandaríska stórfyrirtækið Amazon á nú réttinn á öllu efni sem að 007 snýr, nánar tiltekið Amazon MGM Meira

Frábær „Þetta var hreint út sagt frábær sýning í alla staði og gildir þá einu hvar ber niður,“ segir í rýni. Gunnlaugur Bjarnason, Björk Níelsdóttir og Karl Friðrik Hjaltason eru hér í hlutverkum sínum í óperunni Hliðarspor.

Gullmoli í Gamla bíói

Gamla bíó Hliðarspor ★★★★★ Tónlist: Þórunn Guðmundsdóttir. Texti: Þórunn Guðmundsdóttir, byggður á leikriti Beaumarchais, La mère coupable. Leikstjórn sem og dans og sviðshreyfingar: Ágústa Skúladóttir. Búningar- og leikmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir. Búningar og leikmunir: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Sólrún Hedda Benedikz. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Söngvarar: Gunnlaugur Bjarnason (Fils Caron/Beaumarchais/Raffaello Fígaró), Björk Níelsdóttir (Maria Theresa/Súsanna), Þórhallur Auður Helgason (Lindoro Almaviva greifi), Guðrún Brjánsdóttir (Rósína Almaviva greifynja), Erla Dóra Vogel (Leon), María Konráðsdóttir (Florestine), Halldóra Ósk Helgadóttir (Annina), Hafsteinn Þórólfsson (Kristófer Krapp), Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir (Karólína Krapp), Karl Friðrik Hjaltason (Vilhjálmur), Sigrún Hedda Benedikz (Marcellina), Davíð Ólafsson (Bartolo), Vera Hjördís Matsdóttir (Barbarina), Tinna Þorvalds Önnudóttir (Cherubino), Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Elín Bryndís Snorradóttir, Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen, Halldóra Ósk Helgadóttir, Ninna Karla Katrínar, Þórunn Guðmundsdóttir (ástkonur greifans). Hljómsveitarútsetning: Hrafnkell Orri Egilsson. Tíu manna hljómsveit. Konsertmeistari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Sólveig Sigurðardóttir. Frumsýnt í Gamla bíói 6. febrúar 2025, en rýnt í sýninguna 23. febrúar 2025. Meira

Áhrifarík heild Hluti innsetningar eftir Sadie Cook, „Deergoose“. Hán notar djarfa aðferð við framsetningu.

Óbærilegur hversdagsleiki

Gerðarsafn Stara ★★★½· Adele Hyry, Dýrfinna Benita Basalan, Jenny Rova, JH Engström, Jói Kjartans, Kristinn G. Harðarson, Michael Richardt og Sadie Cook sýna verk sín. Sýningarstjórn: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin stendur til 19. apríl og er opin alla daga kl. 10-18. Meira

Boxer Hann er alveg sjóðheitur „bad boy“.

Blanda af húmor, spennu og erótík

Þegar ranglað er um í þeim frumskógi framboðs áhorfsefnis sem finna má á Netflix-streymis­veitunni getur verið gott að hafa einhver leiðarljós, til dæmis ef einhver (sem maður tekur mark á og hefur svipaðan smekk) nefnir eitthvað sem er þess virði að gefa séns, athuga hvort maður nenni að horfa Meira

Miðvikudagur, 26. febrúar 2025

Verðlaunahafinn Athöfnin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni síðdegis í gær en alls voru tíu bækur tilnefndar í ár.

Sagan ekki einsleitur þráður

Viðurkenning Hagþenkis veitt í gær • Erla Hulda verðlaunuð fyrir bókina Strá fyrir straumi • Hefði orðið svekkt yfir að fá ekki tilnefningu • Kvennasaga Meira

Snerting Egill Ólafsson er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrir.

Snerting með 13 Eddutilnefningar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna kynntar í gær • Næstflestar tilnefningar hlýtur Ljósbrot eða 12 talsins • Átta valnefndir völdu verk í 20 verðlaunaflokkum • Verðlaunin afhent 26. mars Meira

Herptur Dr. Martin, leikinn af Martin Clunes.

Hvar er herpitúttan Martin læknir?

Eitt af mínum uppáhaldsorðum er „herpitútta“ og hefur verið allt frá því ég sá orðið fyrst á prenti, í Ljósvaka árið 2013. Samstarfskona mín skrifaði þá um herpitúttuna Martin lækni í þáttunum Doc Martin Meira