Viðskiptablað Miðvikudagur, 5. mars 2025

Jón segir að fólk lifi í auknum mæli á mismunandi plánetum.

Gagnasöfnun eykur skautun þjóðfélagsins

Eigandi Vivaldi segir að tæknirisarnir ýti fólki í mismunandi áttir. Meira

Skv. uppgjöri Íslandsbanka, móðurfélags Allianz Ísland, námu þóknanatekjur 2 milljörðum kr.

Þóknanir þykja stangast á við lög

Arinbjörn Rögnvaldsson Ekki heimilt samkvæmt lögum að taka þóknanir af greiddu iðgjaldi. Meira

María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans segir jákvæðu rekstraráhrifin af enska boltanum vera ofmetin.

Síminn þurfi bæði innri og ytri vöxt

Magdalena Anna Torfadóttir Síminn er ekki eina fjarskiptafyrirtækið sem hefur nefnt að það stefni á að horfa til ytri vaxtar. Meira

Ægir Páll Friðbertsson forstjóri ISI segir það ánægjulegt að sjá viðsnúning í rekstri á fyrsta ári sínu sem forstjóra.

Erfitt að keppa við ríkisstyrkt fyrirtæki

Magdalena Anna Torfadóttir Forstjóri Iceland Seafood International segir áskorun fyrir félagið og íslenskar fiskvinnslur að keppa við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Stjórnvöld þurfi að skoða samkeppnishæfni íslenskra fiskvinnslna. Meira

Halldór Benjamín forstjóri Heima.

Mæla með að selja hlutabréf í Heimum

Greiningar og ráðgjafarfyrirtækið IFS (Reitun) mælir með að selja í fasteignafélaginu Heimum. IFS metur virðismatsgengi félagsins um 36,8 krónur á hlut og því sé mælt með að fjárfestar minnki hluti sína í félaginu Meira

„Vinir mínir hafa lýst áhyggjum af því að ná ekki að komast í gegnum þakkargjörðarkvöldverð með fjölskyldunni án þess að fara að rífast,“ segir Jón von Tetzchner.

Það er komið ákveðið ójafnvægi á hlutina

Þóroddur Bjarnason Jón von Tetzchner heldur ótrauður áfram að byggja upp vafrann Vivaldi, sem fagnar tíu ára afmæli á þessu ári. Hann segir tæknirisana vita af Vivaldi og þeir hafi reynt að leggja stein í götu hans. Meira

Frelsið til að njóta hversdagsins

Mikið er gaman að sjá hvað úrvalið á íslenskum vínmarkaði hefur skánað á undanförnum árum. Einokun og fákeppni hafa hörfað agnarögn svo að andrými hefur skapast fyrir fjölmörg ný fyrirtæki til að spreyta sig á innflutningi á skemmtilegum vínum Meira

Réttur til að falla frá samningi í sumum neytendakaupum

” Ef vara er keypt á staðnum í verslun þá ber seljandanum engin skylda til að taka við vörunni aftur og leyfa skil á henni en ef hún er keypt á netinu eða í annarri fjarsölu þá ber seljandanum að taka við henni og endurgreiða hana innan 14 daga. Meira

Fyrir hvern er fyrirkomulag innkaupamála á Íslandi?

”  Í norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta nær undantekningarlaust veitt á frjálsum markaði. Meira

Handagangur í öskjunni á markaði í Kolkata. Það er ekki flókið að sjá að fátækt Indlands er fyrst og fremst afleiðing sósíalískrar hagstjórnar þar í landi allan seinni helming síðustu aldar. Vandinn er heimagerður.

Vinstrið getur sjálfu sér um kennt

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mílanó Það fjárhagslega tjón sem sósíalísk hagstjórn hefur valdið Indverjum er miklu meira en það arðrán sem landið þurfti að þola á nýlendutímabilinu. Meira

Guðrún Ragna segir að það sé einkennileg staða hversu mikið pláss opinber fyrirtæki taki og gefi ekkert eftir í samkeppni við einkaaðila, sem skekkir mikið samkeppnisstöðuna.

Ríkið á ekki að vera í samkeppnisrekstri

Guðrún Ragna Garðarsdóttir var ekki nema 32 ára þegar hún tók við forstjórastólnum hjá Atlantsolíu árið 2008. Hún segir, eins og margir aðrir stjórnendur í atvinnulífinu, að hátt vaxtastig og óvissa í alþjóðamálum séu helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir nú á dögum Meira

ISNIC er skráningarstofa landshöfuðlénsins .is og sinnir rekstri þess.

Kerfislega mikilvægt og selt fyrir 3,3 ma.kr.

Tilkynnt var í janúar að Framtakssjóðurinn SÍA IV, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, hafi keypt meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. (ISNIC) nú í janúar. Endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og er beðið niðurstöðu þess Meira

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Íslensk flugfélög greininni sérlega mikilvæg

Magdalena Anna Torfadóttir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í Dagmálum að mikilvægt sé að íslenskt flugfélag sé starfandi hér á landi. Fjöldi þeirra skipti þó ekki öllu. Meira