Fréttir Fimmtudagur, 6. mars 2025

Eftirlit Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með landhelginni.

Óþekkt skip á ferð við landið

Landhelgisgæslan hefur aukið vöktun sæstrengja við Ísland • Fylgst sérstaklega með „skuggaflota“ á vegum Rússa • Hafa villt um fyrir löggæslu og eftirlitsaðilum Meira

Björn Ingi Victorsson

Tapa háum fjárhæðum í vaxtamun

Um 30 milljarðar króna í eigu ríkisins liggja á bankabókum viðskiptabankanna • Óhagstæð lán nema um 200 milljörðum • Innistæðurnar tilkomnar vegna offjármögnunar á LÍN • Hægt að hagræða meira Meira

Bandaríska sendiráðið Trump forseti á eftir að skipa sendiherra á Íslandi.

Trump ekki tilnefnt sendiherra

Óvíst hvenær nýr sendiherra Bandaríkjanna tekur til starfa á Íslandi • Patman fór úr landi 17. janúar l  Trump hefur hins vegar tilnefnt sendiherra fyrir Danmörku og Svíþjóð l  Norðrið er nú í umræðunni Meira

Landamærin Maðurinn var handsamaður á Keflavíkurflugvelli.

Hættulegum afbrotamanni vísað brott

Margsinnis úrskurðaður í gæsluvarðhald • Með litríkan glæpaferil Meira

Dagur B. Eggertsson

Staðreyndir tala sínu máli

Ragnar Árnason segir Dag B. Eggertsson á villigötum l  Dagur reyni að draga umræðuna frá staðreyndum máls Meira

Hvítabandið Glæsibygging sem setur mikinn svip á Skólavörðustíginn.

Hvítabandið rifið og eins hús verði byggt

Eigendur hússins að Skólavörðustíg 37, sem jafnan er kennt við Hvítabandið, hafa sent til borgarinnar fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í henni felst að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti en nýrri útfærslu á kvistum Meira

Skólamál Umfjöllun Hólmfríðar á forsíðu blaðsins 12. ágúst 2024.

Hólmfríður María hlaut tilnefningu

Tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna kynntar • Afhent 12. mars Meira

Björn Björnsson

Björn Björnsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Sauðárkróki og fv. skólastjóri, lést aðfaranótt 4. mars, 82 ára að aldri. Björn fæddist 25. febrúar 1943 á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru ábúendur þar, Björn Jóhannsson og Emma Elíasdóttir Meira

Millilandaskip Skip Eimskipafélagsins sigla nú norður fyrir land.

Breyta siglingaleið vegna veðurs

Siglingatími lengist um sólarhring l  Til að gæta öryggis og halda áætlun Meira

Opnun Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Elsa Ágústa Eysteinsdóttir útibússtjóri í nýrri Vínbúð ÁTVR á Norðurtorgi á Akureyri í fyrradag.

Vínbúðin flutt eftir rúm 60 ár á Hólabraut

Vínbúðin á Akureyri var opnuð á nýjum stað í fyrradag. Eftir að hafa verið til húsa á Hólabraut í miðbænum í rúma sex áratugi voru viðskiptavinir boðnir velkomnir í verslunarkjarnann Norðurtorg í Austursíðu 6 Meira

Rimlagjöld Meðal þess sem stjórnendur WOW air höfðu sífellt meiri áhyggjur af á árinu 2019 voru skuldbindingar gagnvart hinu opinbera.

Á yfirsnúningi misserin fyrir þrot

Stjórn WOW air leitaði allra mögulegra leiða til að forða félaginu frá þroti • Á sama tíma voru kynnt stórtæk framtíðaráform • 1.100 manns misstu vinnuna í einni svipan • Þúsundir annarra í kjölfarið Meira

Litla-Hraun Stenst ekki kröfur sem gerðar eru til fangelsisstarfsemi í dag.

Skipulag nýja fangelsisins auglýst

Mun rísa að Stóra-Hrauni • Níu byggingar • Samtals 17.605 fermetrar • Starfsöryggi tryggt Meira

Álfabakki Tillögunni var vísað frá á fundinum á þeim forsendum að þegar væri hafin vinna við sviðsgreiningu innan borgarkerfisins.

Höfnuðu tillögu um kostnaðarmat

Tillögu Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarmat á mögulegum sviðsmyndum varðandi framtíð græna vöruhússins við Álfabakka var vísað frá samstundis eftir að hún var lögð fram á borgarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld Meira

3.223 símtöl vegna eitrana

Starfsfólk eitrunarmiðstöðvar Landspítalans hafði mikið á sinni könnu á síðasta ári en alls voru skráð 3.223 símtöl í eitrunarsímann 543-2222 á árinu. Tæpur helmingur fyrirspurnanna var vegna lyfjaeitrana og 36% vegna annarra eiturefna Meira

Jóhann Páll Jóhannsson

Fellur frá ráðstöfun 650 milljóna

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga Meira

Þekkingarskortur Getur dregið úr skilningi á atburðum líðandi stundar, segir Lóa Steinunn í viðtalinu.

Sagan mikilvæg gegn upplýsingaóreiðu

Lóa Steinunn nýr forseti Sögufélags • Útgáfa og samhengi málanna Meira

Helga Rósa Másdóttir

Helga Rósa kosin nýr formaður FÍH

Helga Rósa Másdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið kjörin næsti formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85% kosningu, en auk hennar sóttust Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen og Hulda Björk Óladóttir eftir formennskunni Meira

Samskipti Ragnhildur segir rót eineltis oft liggja í samskiptavanda.

Einelti er oft fylgifiskur samskiptavanda

Morgunverðarfundur Auðnast og Magna lögmanna á Nauthóli í dag Meira

Vallarstjórinn Stuart Mitchinson staddur á 1. flöt Nesvallarins þegar ljósmyndara bar að garði í gær.

Ægir sendi grjót og bolta yfir Nesvöll

Mikið grjót barst upp á fimm brautir af níu á Nesvellinum í sjávarflóðunum um síðustu helgi, þar á meðal fyrstu tvær flatirnar. Stuart Mitchinson, nýr vallarstjóri Nesklúbbsins, telur að margar vikur muni taka fyrir klúbbinn að hreinsa grjótið af golfvellinum Meira

Húsbyggjandi Jón Þór Hjaltason í inngarðinum milli fjölbýlishúsanna á Grensásvegi 1 í Reykjavík.

15 milljarða uppbyggingu að ljúka

Jón Þór Hjaltason eigandi Miðjunnar segir marga sýna skrifstofuturninum við Skeifuna áhuga • Tvær hæðir af sjö á Grensásvegi 1 þegar leigðar út • Búið að selja 120 íbúðir í nokkrum húsum Meira

Börn Salvör segist vilja sjá átak í því að minnka biðtíma barna.

Löng bið barna eftir þjónustu

„Það er von mín að þessi mál verði tekin föstum tökum af nýrri ríkisstjórn,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna, en embættið var að birta í sjöunda skipti upplýsingar um bið barna eftir þjónustu hjá opinberum stofnunum Meira

Skuggafloti Mynd tekin úr TF-SIF í janúar sl. af óþekktu skipi sem var á siglingu innan íslensku lögsögunnar.

Vel er fylgst með skuggaflotanum

Landhelgisgæslan hefur lagt aukinn þunga á vöktun sæstrengja við Ísland • Óþekkt skip hafa verið á siglingu innan efnahagslögsögunnar • Rík áhersla lögð á gott samstarf við systurstofnanir Meira

Tignarlegt Bryggjuhúsið á Vesturgötu 2 er að mati Ýmis eitt fallegasta hús Reykjavíkur, ef ekki hið fallegasta.

Bryggjuhúsið verður sælureitur

Nýr og glæsilegur veitingastaður verður opnaður í vor þar sem Kaffi Reykjavík var á árum áður • Áform um mathöll sett á ís • Heimilismatur, kampavín og brauðtertubar • Heiðra sögu hússins Meira

Marga fjöruna sopið „Manni var bara kennt frá upphafi að bera virðingu fyrir til dæmis varðstjórunum á vaktinni.“

„Mér fannst rosalega gaman að slást“

Villta prestsdóttirin send í lögguna • Lyfti lóðum eins og berserkur og æfði sjálfsvarnaríþróttir • Ekkert grín þegar amman frá Glasgow mætti á svæðið • Víkingasveitin píndi lögreglunemana Meira

Glittir í göt á slitnum vinnubuxum

Ástand hringvegarins er víða slæmt, segir flutningabílstjóri sem vill nauðsynlegar viðgerðir strax • Umferðargjöld verða að skila sér til framkvæmda, segir framkvæmdastjóri hjá Eimskip Meira

Ísafjörður Samgöngur eru forsenda þess að samfélagið dafni.

Þörf er á nýjum flugvelli vestra

Sú ákvörðun Icelandair að hætta áætlunarflugi til og frá Ísafirði á næsta ári er bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum og skapar óvissu um framtíðarhorfur svæðisins. Þetta segir í yfirlýsingu frá Innviðafélagi Vestfjarða og Guðmundi Fertram… Meira

Tröllaskagi Ekki vantar tökustaði fyrir snjóflóðaþætti í nágrenni Siglufjarðar. Sjónvarpsþáttaröðin Flóðið verður tekin þar á næstu vikum.

Stór þáttaröð tekin fyrir norðan

„Þetta er snjóflóðasería og þess vegna hefur verið mikið stress út af snjóleysi fyrir norðan,“ segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Fram undan eru tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Flóðinu , og fara þær fram dagana 18 Meira

Fiskislóð 31 Glerveggur stóðst ekki áhlaupið þegar flóðið skall á og grjótið ruddi sér leið. Í Evrópureglugerð er til viðauki vegna veðurálags á Íslandi.

Val á gleri þarf að miða við aðstæður

Staðsetning bygginga er stór þáttur í hönnun mannvirkja Meira

Ræða Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur í Bandaríkjaþing á þriðjudagskvöld þar sem hann flutti ræðu.

Við viljum vera Grænlendingar

Grænlenskir og danskir stjórnmálamenn brugðust hart við ummælum Bandaríkjaforseta í ræðu á Bandaríkjaþingi um að hann muni ekki gefa tilraunir til að innlima Grænland í Bandaríkin upp á bátinn Meira

Loðnuveiðin afar sveiflukennd á öldinni

Óhætt er að segja að loðnuveiðin við Ísland hafi verið afar sveiflukennd á þessari öld og er skemmst að minnast þeirrar loðnuvertíðar sem nú er í þann mund að ljúka, þegar úthlutað aflamark til íslenskra fiskiskipa nam aðeins 4.435 tonnum Meira

Höfuðstöðin Allt ætlaði um koll að keyra þegar Elenora bauð upp á Bollu pop-up á sunnudaginn og var fullt út úr dyrum.

Elenora í sjokki eftir viðtökurnar

Elenoru Rós Georgsdóttur þarf vart að kynna en hún hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með sinni einlægu og fallegu framkomu sem og sínum ómótstæðilegu ljúffengu bakstursvörum eins og t.d. bollum. Meira

Í Hrísey Karlarnir í stofunni hjá Svönu. Frá vinstri: Guðmundur Stefánsson, Svanhildur Daníelsdóttir, Narfi Björgvinsson, Narfi Freyr Narfason, Sigfús Páll Sigfússon, Almar Björnsson og Noël Legatelois.

Slétt og brugðið hjá lærlingunum

Sex karlmenn í Hrísey byrjuðu á prjónanámskeiði hjá Svanhildi Daníelsdóttur fyrir skömmu og er takmarkið að hver og einn ljúki við að prjóna lopapeysu á sig fyrir sjómannadaginn. „Það er ekki víst að það takist en við reynum,“ segir… Meira