Fermingardagurinn er oft fyrsta varðan á lífsleiðinni sem fólk man eftir í smáatriðum. Í flestum tilfellum er fermingarundirbúningur langur og strangur. Það er ákveðinn heilagleiki sem fylgir því að fermast í kirkju svo ekki sé minnst á þá fallegu… Meira
Streitan getur farið upp úr öllu valdi þegar fermingarveisla er í undirbúningi. Hvernig er hægt að minnka streituna? Jú, með því að vera búin að setja allt í excel-skjal og byrja strax í dag að græja það sem þolir bið. Svo getur þú slegið um þig með ýmsu góðgæti sem fæst í næstu matvörubúð, eða keypt kökur í Ikea. Það má. Meira
Magdalena Andradóttir er 13 ára dugleg og lifandi stelpa en hún segist oftast vera kölluð Maddý af vinum og fjölskyldu. Hún býr í Laugarnesinu með foreldrum sínum og tveimur systrum en hún er miðjubarn, auk þess er á heimilinu hundurinn Mía. Maddý er í 8. bekk í Laugalækjarskóla og mun fermast í Laugarneskirkju 1. júní næstkomandi. Hún hefur lagt stund á fimleika frá þriggja ára aldri og æfir nú í þrjár og hálfa klukkustund fimm sinnum í viku, auk þess var hún lengi vel í samkvæmisdönsum sem hún segist nýlega hafa lagt á hilluna. „Ég æfði þessar tvær íþróttir saman í u.þ.b. 10 ár og svo kom að því að þetta bara gekk ekki upp saman.“ Meira
Áhrifavaldurinn Guðrún Helga Sørtveit fermdist árið 2007 og minnist þess að fermingarveislan hafi verið stór og flott. Guðrún, sem er lærður förðunarfræðingur, segir að förðun sín á fermingardaginn hafi verið náttúruleg og látlaus, og sé það í samræmi við skoðanir hennar í dag. Meira
Halldór Kr. Sigurðsson hefur leiðbeint fólki við að búa til konfekt, kransakökur og páskaegg í liðlega 30 ár. Kransakökur eru ættaðar frá Danmörku en þar lærði hann listina að baka þær. Meira
Sóknarprestur Kópavogskirkju, séra Sigurður Arnarson, ráðleggur fermingarbörnum að hafa kærleikann, trúna, gleðina og vonina að leiðarljósi á stóra daginn. Nú hafa börnin verið í fermingarfræðslu í vetur og er þar margt hægt að taka með sér út í daglega lífið, eins og náungakærleikann. Hann segir kirkjusókn ungmenna hafa aukist síðustu tvö ár, ekki einungis hérlendis heldur einnig annars staðar á Vesturlöndum. Meira
Mæðgurnar Valgerður Gréta Gröndal, sem alla jafna er kölluð Valla, og Agnes Brynja Hjartardóttir voru samhentar þegar kom að því að undirbúa fermingardaginn og allt sem honum fylgdi en Agnes fermdist í fyrra. Meira
Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen eru fagurkerar fram í fingurgóma og annálaðar fyrir fallegar borðskreytingar. Meira
Þórey María Einarsdóttir, 13 ára nemandi í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði og ballerína, segir fermingarfræðsluna hafa komið sér ansi skemmtilega á óvart og að hún kenni fermingarbörnum hvernig eigi að vera góðar manneskjur. Þórey er spennt fyrir þessum stóra áfanga í lífi sínu og er undirbúningur í fullum gangi fyrir veisluna sem haldin verður á heimili hennar í Kópavogi. Það sem er þó mikilvægast á fermingardaginn, í huga Þóreyjar, er að hafa gaman með fjölskyldu og vinum. Meira
Matargyðjan og frumkvöðullinn í matargerð Áslaug Snorradóttir gerði sér lítið fyrir og töfraði fram ítalska sælkeraveislu fyrir fermingardrenginn Sigurð Breka Kárason árið 2023. Meira
Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi töfrar fram pavlovu sem ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er. Hún myndi bjóða upp á þessa köku ef hún væri að fermast í dag. Meira
Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur segir pressuna sem skilnaðarforeldrar finni gjarnan fyrir í tengslum við stóra viðburði í lífi barnsins vera algjörlega óraunhæfa. Ástæða séu fyrir að fólk skilur og að baki geti legið særindi sem ekki verði tekin í burtu á augnabliki. Hver fjölskylda þurfi að finna hvernig best sé að haga málum í kringum t.d. fermingarveisluna og ef tvær veislur séu til þess fallnar að fólk finni fyrir öryggi sé það hið besta mál. Meira
Fermingardagur Unnars Steins A. Arnrúnarsonar er 29. mars. Hann fermist borgaralega á vegum Siðmenntar og segir það aldrei hafa hvarflað að sér að fermast í kirkju. Fermingarnámskeiðið sem hann sótti hjá Siðmennt var, að hans sögn, bæði skemmtilegt og fræðandi. Hann efast ekki um að hann taki lærdóminn með sér út í lífið. Í huga Unnars er fermingin spennandi áfangi í lífinu og það mikilvægasta við daginn sjálfan er að hann verði skemmtilegur. Meira
Ljósmyndarinn Harpa Hrund Bjarnadóttir hefur tekið fermingarmyndir af þónokkrum fermingarbörnum í gegnum tíðina en hún segist hafa mest gaman af myndatökum með fólki. Sjálf á hún fjögur börn og er það næstyngsta að fara að fermast í apríl. Hún mælir alls ekki með því að fara í fermingarmyndatöku á fermingardaginn því það sé of mikið stress. Meira
Förðunarfræðingurinn Hera Hlín Svansdóttir, sem lærði í Makeup Studio Hörpu Kára, fékk það verkefni að farða Kristínu Einarsdóttur og töfra fram fallega fermingarförðun. Meira
Hin 14 ára Þorgerður Freyja Helgadóttir segir það aldrei hafa vafist fyrir sér að fermast í kirkju. Henni finnst mikilvægt að staðfesta trúna og iðkar hana m.a. með því að fara með bænirnar á hverju kvöldi. Undirbúningurinn fyrir fermingardaginn og veisluna hefur gengið vel og er tilhlökkunin mikil en verkefnin eru næg fram undan þar sem ömmur Þorgerðar, frænkur og móðir ætla að sjá um veitingar fyrir um hundrað gesti. Meira
Harpa Guðrún Baldvinsdóttir, 14 ára nemandi í Víkurskóla, telur niður dagana þar til hún fermist. Hún valdi að fermast borgaralega hjá Siðmennt, sú eina í bekknum sínum, og er á fullu, eins og önnur fermingarbörn, að undirbúa stóra daginn ásamt foreldrum sínum, en fermingardagurinn hennar er 13. apríl næstkomandi og nálgast óðfluga. Meira
Dagný Jóhannsdóttir fermist 17. apríl. Hún hefur sterkar skoðanir á öllu sem viðkemur fermingunni og er búin að velja kjól, litaþema og ákveða hárgreiðslu. Það eina sem liggur ekki ljóst fyrir er hvert hún fer í fermingarferð með bróður sínum sem fermist á næsta ári. Meira
Hjónin Erla Baldvinsdóttir og Hjörtur Ingi Eiríksson eiga fjögur börn og er það yngsta að fara að fermast í vor. Það er einkasonurinn Baldvin Rökkvi en hann er svo heppinn að eiga þrjár eldri systur. Foreldrarnir og fjölskyldan öll eru orðin ansi sjóuð að undirbúa fermingu og fermingarveislu. Baldvin gat þó eðli málsins samkvæmt ekki nýtt sér föt eða skó frá systrunum en þær hjálpa til á annan hátt. Meira
Júlíana Ívarsdóttir og Magnea Huld Aradóttir eru einstaklega samheldnar mæðgur en þær standa í ströngu þessa dagana við að undirbúa fermingarveislu Júlíönu, sem fermist í Bústaðakirkju 13. apríl næstkomandi. Magnea elskar að skipuleggja og undirbúa veislur og viðburði en hún leggur einmitt stund á nám í viðburðastjórnun um þessar mundir við Háskólann á Hólum í Hjaltadal, auk þess er hún kennari og vann í banka um nokkurt skeið. Júlíana æfir fótbolta með 4. flokki Víkings og er í 8. bekk í Réttarholtsskóla. Henni finnst einkar gaman að sinna heimilishundinum Jagger og hún nýtur þess að horfa á þætti með fjölskyldunni í frítíma sínum en þessa dagana eru þau að horfa á Gilmore Girls sem hún segir vera mjög góða. Meira
Dýrleif Sveinsdóttir förðunarfræðingur farðaði mæðgurnar Helenu Þóru Finnbogadóttur og Júníu Isabellu Gargiulo. Hún notaði ólíkar förðunarvörur á mæðgurnar því fermingarstúlka þarf allt aðrar húðvörur í andlitið en móðir sem er komin yfir fimmtugt. Meira
„Guð er alltaf með þér,“ segir Helgi Þór Atlason um þann lærdóm sem hann tekur með sér út í lífið úr fermingarfræðslunni. Helgi er þrettán ára og fermist í Kópavogskirkju 13. apríl. Undirbúningurinn fyrir stóra daginn hefur gengið vel og ætlar frænka hans að baka Rice Krispies-fermingarköku fyrir veisluna. Það lék aldrei neinn vafi á því að Helgi vildi kirkjulega fermingu og segir hann tilfinninguna við að fermast vera geggjaða. Meira
Bakarinn og konditorinn Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakaði fermingartertuna sem boðið var upp á í hennar eigin fermingu en þá töfraði móðir hennar, Hulda Sigurþórsdóttir, tertuna fram. Hún var afar hrifin af kökunni þá og handbragði móður sinnar en í dag er hún hrifnari af smjörkremstertum og bakaði hún eina slíka á dögunum. Meira
María Hjálmarsdóttir er nýr verkefna- og viðburðastjóri hjá ÍMARK. Hún lærði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði í áratug og segir engan afslátt hægt að gefa þegar kemur að gæðum í auglýsingum. Meira
Mark J. Brennan, markaðsstjóri Allianz á Írlandi, starfaði sem viðskiptastjóri á auglýsingastofu í tæpan áratug áður en hann varð markaðsstjóri sjálfur. Hann hefur því verið báðum megin við borðið og segir viðskiptasamninginn sem stofur gera við fyrirtæki einstaklega dýrmætan fyrir báða aðila. Meira
Magnús Magnússon er þaulreyndur í markaðsmálum. Hann situr í framkvæmdastjórn Húsasmiðjunnar og stýrir markaðsmálum fyrirtækisins og tengdra vörumerkja. Hann hefur setið í stjórn ÍMARK frá árinu 2022. Meira
Dr. Fleur Horner, forstjóri The Value Engineers, þykir einstaklega fær þegar kemur að leiðarlínu fyrir hugmyndavinnu. Hún er sérfræðingur í að taka flókin gögn og búa til sögur úr þeim. Meira
Pipar/TBWA Agga Jónsdóttir, sköpunarstjóri og yfirmaður vörumerkjavirkjunar hjá Pipar/TBWA, segir mikilvægt að fyrirtæki auglýsi vörumerkin sín á fjölbreyttan máta og að ekki megi gleyma að leika sér og hafa gaman. Meira
Tvist Kári Sævarsson, einn af eigendum vörumerkjastofunnar Tvist, segir vandaðar auglýsingar lifa lengur. Meira
ENNEMM Harpa Rún Einarsdóttir, hugmyndasmiður/birtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá ENNEMM, segir auglýsingabransann mjög opinn fyrir ungu hæfileikaríku fólki. Meira
Hvíta húsið Sighvatur Halldórsson, umsjónarhönnuður hjá Hvíta húsinu, segir meiri hraða og meira um smærri verkefni á borðum auglýsingastofunnar nú en áður. Meira
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova situr í stjórn ÍMARK. Hann segir ÍMARK-daginn vera hápunkt ársins fyrir þá sem starfa innan markaðs- og auglýsingamála. Meira
Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður mörkunar, markaðsmála og almannatengsla Bláa Lónsins, segir reglulega gaman að sitja í stjórn ÍMARK. Meira
Phill Agnew stýrir Nudge, vinsælasta markaðshlaðvarpi Bretlands. Hann er hafsjór af upplýsingum um leiðir sem virka í markaðsfræðum en sjálfur fór hann að ná árangri þegar hann blandaði saman því sem hann hafði lært og kenningum úr hugrænni atferlisfræði í sálfræði. Meira