Sunnudagsblað Laugardagur, 8. mars 2025

Ógnin úr vestri

Engin er virðingin fyrir fólki í hörmulegu stríði, engin samúð, aðeins grín og glens og sjúklegar hugmyndir um auð og völd. Meira

Mýktin sigrar hörkuna

Um hvað er platan þín nýja? Hinir gæfustu lifa af, sem er titill plötunnar, er frasi úr bókinni minni Stríð og kliður sem kom út 2021. Hugmyndin er að mýktin sigri þegar til lengdar lætur hörkuna. Annars eru þessi lög samin á 15 ára tímabili – … Meira

Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar.

Jafngildir húsbroti

Eva Hauksdóttir lögmaður segir að enda þótt hún telji afritun farsíma Páls ekki falla undir lög um húsbrot þá jafngildi hún slíku broti. Um sé að ræða grófa aðför að friðhelgi einkalífsins. Meira

Talar þú fyrir frelsi?

„Friður“ í skjóli kúgara er enginn friður í huga þeirra sem hann þekkja á eigin skinni. Meira

Sem Popeye í The French Connection, mynd sem færði honum Óskarinn.

Leikarinn sem sló aldrei feilnótu

Samnemendur Genes Hackmans í leiklistarskóla höfðu enga trú á hæfileikum hans. Hackman, sem vann til fjölda verðlauna á löngum ferli, leit aldrei á sig sem stjörnu og sótti ekki í glamúrinn í Hollywood. Meira

Þorsteinn tók sig vel út við trommusettið í Salnum um síðustu helgi.

Horfði bara dolfallinn á trommuleikarann

Heilaskurðlækningar og trommuleikur fara vel saman, að sögn Þorsteins Gunnarssonar. Hann segir mikla ábyrgð fylgja starfinu enda oft með líf fólks í lúkunum. Til þess að slaka á eftir krefjandi dag sest Þorsteinn við trommurnar og segir það sína hugleiðslu. Meira

María og Oddur standa sig vel í foreldrahlutverkinu. Ýmir Þór og Loki Þór eru nýorðnir eins árs og dafna vel, en Ýmir glímir við einhver eftirköst eftir blóðtappa í heila í fæðingu.

Við eigum þessi yndislegu börn

María Mist Þórs Sigursteinsdóttir og Oddur Auðunsson eiga tvíburasynina Ými Þór og Loka Þór, en þau voru aðeins nítján ára þegar drengirnir komu í heiminn. Á fyrsta ári bræðranna hafa áskoranirnar verið margar, en Ýmir hefur þurft á mikilli læknisþjónustu að halda vegna blóðtappa sem hann fékk í heila í fæðingunni. Meira

Alexander Isak fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur.

Hægláta leyniskyttan

Von Newcastle United um að vinna sinn fyrsta bikar í áratugi veltur ekki síst á Alexander Isak. Sænski miðherjinn er einn sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni og fjöldi stórliða girnist hann. Eitt þeirra ku vera Liverpool sem einmitt mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins eftir viku. Meira

Kapphlaupið út í geim er hafið. New Glenn-eldflaug á vegum geimvísindafyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Jeffs Bezos, skotið út í geim frá Canaveral-höfða á Flórída 16. janúar.

Ekki gerður til geimferða

Óravíddir geimsins hafa löngum heillað. Í vísindaskáldsögum og -kvikmyndum þvælast menn um geiminn eins og ekkert sé sjálfsagðara, blunda jafnvel í hylkjum í marga mánuði meðan farið er milli stjarnanna og stökkva upp þegar þeir vakna tilbúnir til afreka. Staðreyndin er hins vegar sú að maðurinn er ekki gerður til geimferða og líkaminn byrjar að hrörna og gefa eftir þegar jörðinni sleppir. Meira

„Ég er líka einlægur aðdáandi allra þeirra listamanna sem ég vinn með,“ segir Ásdís Þula.

Alltaf á flugi og nóg að gerast

Tíu listamenn sýna á samsýningu í Þulu galleríi í Marshallhúsinu. Lagt var upp með að sýningin yrði skemmtileg og létt. Nýtt rými verður opnað á Hafnartorgi. Meira

Höfuðið er slæmt hverfi

Markmið málmhaussins Randys Blythes í nýrri bók er að komast inn í hausinn á okkur hinum og fá okkur til að breyta sýn okkar á eigið líf og heiminn í þeim tilgangi að líða betur. Meira

Felli alltaf tár á sömu blaðsíðunni

Því miður les ég talsvert minna núna en þegar ég var yngri. En ég hef það þó fyrir reglu að vera alltaf með a.m.k. eina bók á náttborðinu. Núna er það nýjasta bók Jóns Kalmans, hún lofar góðu eins og við var að búast Meira

Fyrrverandi utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún, flutti kröftuga ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og harmaði þá stöðu sem nú er uppi í Bandaríkjunum.

Senuþjófur á landsfundi

Hún var að tala fyrir heimsmynd sem byggist á friði og frelsi. Meira

Þessi örn var til meðferðar í Húsdýragarðinum 2012 vegna grútarbleytu.

Örninn má ekki deyja út

„Úti í Evrópu er það orðið sjaldgæfur viðburður að sjá fugla, að maður nú ekki minnist á verpandi fugla. Það er markmið okkar í Fuglaverndunarfélagi Íslands að skila landinu með ósnertu fuglalífi til afkomenda okkar.“ Þetta sagði Úlfar… Meira

John Hurt í hlutverki Fílamannsins.

Ert’ að fíla manninn Lynch?

Fílamaðurinn og fleiri myndir eftir ­David Lynch sýndar í Sambíóunum. Meira

Robbi ræningi segir við vin sinn: „Getur þú lánað mér 2 milljónir,…

Robbi ræningi segir við vin sinn: „Getur þú lánað mér 2 milljónir, bara í þetta sinn? Ég get borgað þér til baka um leið og bönkunum verður lokað!“ Múrarinn hringir í yfirmann sinn og segist vera veikur Meira