Viðskipti Fimmtudagur, 13. mars 2025

Dagmál Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims ræddi um uppgjör Brims fyrir síðasta ár, umræðuna í kringum sjávarútveg og fleira.

Mikill munur á ríkinu og þjóðinni

Það er mikill munur á ríkinu og þjóðinni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims en hann var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Í þættinum ræðir hann um uppgjör Brims fyrir síðasta ár, umræðuna í kringum sjávarútveg, Samkeppniseftirlitið og fleira Meira

Skel kaupir um 10% hlut í Sýn

Fjárfestingafélagið Skel hefur keypt um 10% hlut í Sýn fyrir um hálfan milljarð íslenskra króna. Í flöggunartilkynningu kemur fram að Skel fari nú beint með 25 milljón hluti í Sýn eða um 10,05% í félaginu Meira

Hátíð Fyrsta skiptið sem Brandr velur bestu vörumerkin utan Íslands.

Smyril Line sigurvegari

Vörumerkjastofan Brandr veitti á dögunum viðurkenningar fyrir bestu vörumerki Færeyja, líkt og stofan hefur gert hér á landi síðastliðin ár. Á einstaklingsmarkaði vann Smyril Line, fyrirtæki sem er vel þekkt á Íslandi fyrir ferjusiglingar til Seyðisfjarðar Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 11. mars 2025

Gengi Stefnubreyting í Bandaríkjunum gagnvart stríðinu í Úkraínu hefur leitt til þess að evrópsk ríki telja sig ekki geta reitt sig á stjórnvöld þar í landi.

Bandaríkjadalur gefur eftir

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að tollastríð sem Donald Trump Bandaríkja forseti heyr nú gegn Kanada, Mexíkó, Kína og fleiri þjóðum sé helsta orsökin fyrir skarpri lækkun dollarsins síðastliðna daga gagnvart helstu gjaldmiðlum heims Meira

Fjármögnun Stefán Jökull Stefánsson stjórnarformaður Kríta.

Kríta sækir 4 milljarða fjármögnun

Fjártæknifyrirtækið Kríta hefur gengið frá fjögurra milljarða króna fjármögnunarsamningi við evrópska sjóðinn WinYield General Partners. Samningurinn styrkir lánabók Kríta og opnar dyr fyrir hraðari vöxt og aukna markaðssókn Meira

Mánudagur, 10. mars 2025

Sveiflur Handagangur í öskjunni á grænmetismarkaði í Peking á sunnudag. Góð grænmetisuppskera átti þátt í að ýta vísitölu neysluverðs niður í febrúar en efnahagsástandið hefur líka gert neytendur varkára.

Verðhjöðnun varð í Kína í febrúar

Kínverska neysluverðsvísitalan lækkaði um 0,7% í febrúar og er það öllu meiri lækkun en markaðsgreinendur áttu von á, en könnun Bloomberg sýndi að þeir reiknuðu með 0,4% samdrætti. Er þetta í fyrsta skipti í 13 mánuði sem opinberar tölur sýna verðhjöðnun í Kína Meira

Tenging Eldflaug SpaceX kemur inn til lendingar. Gervihnettir Starlink hafa nettengt alla jarðkringluna.

Fá að styrkja símasambandið

Tilraunir Starlink með að tengja farsíma við gervihnött hafa byrjað vel Meira

Laugardagur, 8. mars 2025

Íbúðir Einar Páll Kjærnested, sölustjóri hjá Byggingafélaginu Bakka, segir að fasteignir séu besta fjárfestingin.

Verktakar taka mikla áhættu

Sölustjóri hjá byggingafélagi segir verktaka taka áhættu með uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða • Fyrirsjáanleiki skiptir máli • Eru að reisa 60 íbúðir sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána Meira

Föstudagur, 7. mars 2025

Verðmæti Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri Kemi. „Reiknar ekki út verðmæti vörumerkja í Excel-skjali.“

„Norðmenn sögðu einfaldlega nei”

Beiðnin fór í gegnum norska fjármálaráðuneytið • Olíuskortur hefði orðið hér á landi l  Ágóðinn af sölu vegna covid-varna frá 3M notaður til að kaupa Poulsen árið 2022 Meira