Fréttir Föstudagur, 14. mars 2025

Rúmlega 400 aðhyllast enn Zuism

Enn eru 403 einstaklingar skráðir í trúfélagið Zuism samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Á síðasta ári voru innheimtar af þeim samtals tæpar 6,3 milljónir króna í formi sóknargjalda, samkvæmt yfirliti Fjársýslu ríkisins Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ósammála um vantraust ráðherra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki deila áhyggjum Ásthildar Lóu Þórsdóttur menntamálaráðherra, sem lýst hefur vantrausti á íslenskum dómstólum eftir að dómur féll henni í óvil í einkamáli hennar gegn ríkinu fyrir héraðsdómi á miðvikudag Meira

Starfsfólk segir Félagsbústaði óstarfhæfa

Ekkert verður af því að stjórn Félagsbústaða sendi framkvæmdastjórann, Sigrúnu Árnadóttur, í leyfi, þrátt fyrir ákall starfsmanna þar um. Þess í stað hefur verið ákveðið að leita til ráðgjafarfyrirtækis í starfsmannamálum til að fara yfir þau… Meira

Suðurnesjalína 2 Nú geta menn haldið ótrauðir áfram við lagningu Suðurnesjalínu 2, enda eignarnámsheimild Landsnets dæmd lögmæt.

Kröfu um ógildingu var hafnað

Kröfu nokkurra landeigenda á leið Suðurnesjalínu 2 um að ógilt yrði ákvörðun þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní í fyrra, um heimild Landsnets til eignarnáms réttinda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í landi þriggja jarða í … Meira

Aðstæður sem enginn átti von á

Helgi Freyr Ólason, skipstjóri á björgunarskipinu Hafbjörg, segir sögu ferðamannsins sem bjargað var í Loðmundarfirði í gær stórmerkilega. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ekki hafa heyrt af nokkru sambærilegu, en maðurinn var týndur í fjóra daga og nærðist á jurtum og fersku vatni Meira

Héraðsdómur Ásthildur Lóa kvaðst ekki vænta réttlætis hjá dómstólum.

Óábyrg og hættuleg orð ráðherra

Athugasemdir Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um íslenskt réttarkerfi hafa vakið sterk viðbrögð, sérstaklega meðal lögfræðinga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fv. dómsmálaráðherra segir ummælin bæði óábyrg og hættuleg, þau grafi… Meira

Fegra 1.300 milljóna tap

Veltufé frá rekstri Félagsbústaða rétt stendur undir afborgunum langtímalána Meira

Voðaverk Alfreð Erling varð hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra.

Alfreð Erling gert að sæta öryggisgæslu

Alfreð Erling Þórðarson var metinn ósakhæfur og sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í tvöföldu morðmáli í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Dómur féll í Héraðsdómi Austurlands fyrr í vikunni. Dómurinn kemst þó að þeirri niðurstöðu að Alfreð hafi myrt… Meira

Halla Gunnarsdóttir

Halla langefst í formannskjöri VR

Halla Gunn­ars­dótt­ir, nýkjörinn formaður VR til næstu fjögurra ára, segir félagið standa frammi fyr­ir stór­um verk­efn­um á næst­unni. Fram und­an sé um­fangs­mik­il skipu­lags­vinna í fé­lag­inu og taka þurfi fyr­ir skipu­lag og deild­ir fé­lags­ins Meira

Félagsbústaðir Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna stofnunarinnar með starfshætti framkvæmdastjórans, Sigrúnar Árnadóttur.

Vilja framkvæmda- stjóra sendan í leyfi

Ólga meðal starfsmanna Félagsbústaða • Einn var rekinn Meira

Sumarhúsabyggð Dæmi eru um að símahlið og öryggiskerfi hafi verið óvirk.

Furðar sig á að þjónusta sé ekki uppfærð

Brögð eru að því að fyrirtæki hafi ekki verið undir það búin að fjarskiptafyrirtæki vinna nú að því að slökkva á 2G- og 3G-farsímaþjónustu. Dæmi eru um að ýmis þjónusta sem styðst við farsímalausnir hafi ekki verið uppfærð til að mæta auknum tæknikröfum og því hafi orðið rof á þjónustu við neytendur Meira

Frysting Fjársýsla ríksins hefur fryst greiðslur til Zuism frá því snemma á árinu 2019 og nema þær greiðslur nú samtals yfir 64 milljónum króna.

Zuism enn á skrá sem trúfélag

Rúmlega 400 félagar eru skráðir í Zuism • Gert ráð fyrir að félagið verði afskráð • Sóknargjöld til félagsins hafa verið fryst hjá Fjársýslu ríkisins frá árinu 2019 • Alls eru um 64 milljónir á biðreikningi Meira

Ísafjörður Hætt við að komum skemmtiferðaskipa muni fækka.

Innviðagjald skapar mikla óvissu

Innviðafélag Vestfjarða hefur áhyggjur af færri komum skemmtiferðaskipa Meira

Gerður Pálmadóttir

Gerður Pálmadóttir, frumkvöðull og athafnakona, lést 4. mars síðastliðinn, 77 ára að aldri. Gerður fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1948 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Pálmi Pétursson kennari og Aðalheiður Árný Árnadóttir Meira

Öskjuhlíð Reykjavíkurborg hefur samþykkt tilboð um skógarhögg.

Borgarstjóri vék af fundi fyrir afgreiðslu

Borgarráð samþykkti í gær aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð en Samgöngustofa hafði eins og kunnugt er sent tilskipun til Isavia um að loka austur/vestur-flugbrautinni 8. febrúar sl. vegna hæðar trjáa sem ógnuðu flugöryggi Meira

Hvalur Stórtækar fiskætur.

Taka þarf miklu meira tillit til afráns hvalastofna

„Sú afstaða Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur legið fyrir um langt árabil að efla beri hafrannsóknir. Við erum ekki á góðum stað hvað þær varðar og þurfum að efla rannsóknir á öllum sviðum,“ segir Ólafur H Meira

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, lögmaður og bóndi í Flekkudal í Kjós, lést eftir stutt en erfið veikindi á Landspítalanum 10. mars síðastliðinn, 67 ára að aldri. Sigurður fæddist í Reykjavík 10. maí 1957. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Guðmundur Jónsson vélfræðingur, f Meira

Skortur Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir enn eftir læknum.

Fá lækna frá Noregi

Enn hefur ekki tekist að fastráða lækna í Rangárvallasýslu • Læknar fengnir frá norskri ráðningarstofu • Leigja íbúðir Meira

Búkarest Stuðningsmenn Georg- escus hafa mótmælt ákvörðuninni.

Ákvörðun kjörstjórnar stendur

Stjórnlagadómstóll Rúmeníu staðfesti í fyrradag ákvörðun yfirkjörstjórnar landsins um að meina jaðarhægrimanninum Calin Georgescu að bjóða sig fram, en Georgescu sætir nú ákæru fyrir m.a. brot á kosningalöggjöf landsins Meira

Tveir Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands á blaðamannafundi í gær.

Taka dræmt í vopnahléstillöguna

Pútín hefur „alvarlegar spurningar“ um tillögu Bandaríkjastjórnar • Tilbúinn að ræða við Trump um tillöguna • Witkoff til Moskvu til að kynna tillöguna • Trump reiðubúinn til að funda með Pútín um frið Meira

Tryggja þarf öryggi viðkvæmra gagna

Mikil söfnun upplýsinga á sér stað í gegnum vafrakökur og ýmiss konar skráningarform á vefsíðum landsins, þar sem persónusnið eru jafnvel búin til og nýtt án vitundar notenda. Með sífellt fullkomnari tölvu- og rakningartækni, auk vaxandi notkunar… Meira

Í Neskirkju Kórfélagar einbeittir á æfingu í liðinni viku fyrir tónleikana.

H-moll-messa Bachs er sem Everest

Kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Sunnudaginn 6. apríl flytur hann, ásamt Kammerkór Akraness undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og… Meira