Barnæskan er dýrmætur tími sem hefur mótandi áhrif á mannfólkið þegar það kemst á fullorðinsaldur. Í dag er töluvert rætt um það að fullorðnir, í öllum sínum ófullkomleika, detti stundum óvart í barnaorkuna þegar hlutirnir æxlast ekki eins og þeir höfðu séð fyrir sér Meira
Karin Sveinsdóttir er 28 ára móðir og unnusta. Hún er sannkallaður fagurkeri en Tripp Trapp-stóll dóttur hennar er uppáhaldsbarnahúsgagnið á heimilinu enda mikið notaður. Meira
Sannkölluð lúxuskerra er afrakstur samstarfs Lamborghini og Silver Cross. Meira
Árið 2016 fluttu Edda Hrund Þráinsdóttir og Ómar Ingi Sverrisson til Noregs með þrjá drengi og sá fjórði fæddist úti. Drengirnir aðlöguðust norsku samfélagi ansi vel og eignuðust þar marga vini. Þegar þau fluttu til baka til Íslands í fyrra ákvað elsti sonur Eddu, Birkir Snær, að verða eftir í Noregi og stunda þar háskólanám. Breytingunum fylgja ýmsar áskoranir, sérstaklega tilfærsla yngri drengjanna úr norskum skóla yfir í íslenskan, en allt hefur sinn tíma og er daglega lífið að komast í góðan farveg. Meira
Brjóstagjöf er margslungið fyrirbæri, auðveld og erfið, einstök, yndisleg, gefandi, flókin og krefjandi, spannar tilfinningaskalann frá a til ö, enda lykilatriði í tengslamyndum milli móður og barns. Meira
Gaupa, eða Guðjón Guðmundsson, þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda hefur nánast hvert einasta mannsbarn á Íslandi hlustað á hann lýsa íþróttaleikjum af sinni alkunnu snilld. Meira
Hrafnkatla gerir við og selur vintage-barnaföt í lítilli verslun sem hún kallar Pons Vintage. Hún segir þetta hafa hafist sem ástríðuverkefni en nú er ætlunin að þróa það áfram. Meira
Rafael Jón Gunnsteinsson er háseti á uppsjávarskipi hjá Brimi. Hann er fjögurra barna faðir og segir áskoranirnar af ýmsum toga hvað varðar fjarveruna frá fjölskyldunni. Hann hefur misst af ýmsum viðburðum í lífi barnanna en þó engri fæðingu, þrátt fyrir að litlu hafi mátt muna í eitt skipti. Rafael, Sveina Rún og drengirnir una sér vel á Vopnafirði og segir Rafael samveruna það mikilvægasta í barnauppeldi, eins og að renna fyrir fisk eða byggja Legó. Meira
Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður á tvo drengi sem fæddust með stuttu millibili. Barnaherbergin á heimilinu eru guðdómleg en að mati Grímu eru þau í minna lagi. Hún ákvað að nýta opið svæði fyrir framan herbergin í opið leiksvæði. Meira
Fjöllistadísin Margrét Erla Maack á Ragnheiði Nínu, fimm ára. Ragnheiður er aðra hvora viku hjá móður sinni og hina hjá föður sínum. Saman finnst þeim skemmtilegast að dansa og syngja, fara í leikhúsleik, dunda sér og panta pizzu. Margrét vinnur gjarnan um kvöld og helgar og á fullt í fangi með að díla með risastórt samviskubit, en segist vera að vinna í því. Henni finnst dóttir sín vera heimsins sniðugasta barn. Meira