Fréttir Laugardagur, 22. mars 2025

Trúnaður Öll spjót beinast nú að aðkomu ráðuneytis Kristrúnar.

Ósammála um meint trúnaðarbrot

Komið hefur til álita að taka hlut forsætisráðuneytisins fyrir í þingnefnd Meira

Endurvinnsla Sorpa vill fá kostnað við flokkun pappírs greiddan.

Sorpa vill fá 67 milljónir króna

Sorpa hefur farið þess á leit við Úrvinnslusjóð að fá hærri greiðslur frá sjóðnum til að mæta auknum kostnaði byggðasamlagsins vegna handflokkunar drykkjarumbúða frá öðrum blönduðum pappír í fyrra. Alls fer Sorpa fram á að fá rúmar 67 milljónir… Meira

Ánægja 23% barna með slæma fjárhagsstöðu upplifa litla lífsánægju.

„Ekkert barn á að vera skilið eftir“

Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldunnar sé slæm margfalt líklegri til að eiga í erfiðleikum l  Ísland skipar sér á efstu lista í hamingjukönnunum l  „Ætti að vera viðráðanlegt verkefni fyrir okkur“ Meira

Valkyrjur Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland – voru ekki ýkja glaðbeittar með blaðamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær.

Tímalína og trúnaðarsamskipti óljós

Málið enn opið í málaskrá forsætisráðherra • Kristrún þvertekur fyrir nokkur trúnaðarbrot • Arftaki Ásthildar Lóu enn ófundinn • Forsætisráðherra berst fjöldi ábendinga um svipuð mál Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir

„Allrar rannsóknar virði“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af hverju Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra aðhafðist ekkert í viku eftir að hafa fengið alvarlegt erindi um barna- og menntamálaráðherra Meira

Kjör Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og hún var ráðherra.

Á rétt á biðlaunum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, á lögum samkvæmt rétt á biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hún sagði af sér ráðherradómi. Ráðherrar sem láta af embætti sem hafa setið eitt ár eða skemur eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum Meira

Afsagnir ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er tólfti ráðherrann sem segir af sér embætti á rúmri öld, eða frá árinu 1923. Hér á eftir verða ráðherrarnir taldir upp í tímaröð. Magnús Jónsson 1923 Sagði af sér embætti fjármálaráðherra vegna ásakana um spillingu og eyðslusemi Meira

Afsögn Það hefur mikið gengið á síðustu daga hjá Ásthildi. Engu að síður er enn spurningum ósvarað um mögulegan hlut forsætisráðuneytisins.

Ellefu daga atburðarás sem leiddi til afsagnar

Hafnaði beiðni um fund skömmu eftir að erindið lá fyrir Meira

Borgarnes Menntaskólahúsið er fremst. Heimavistin verður ekki langt frá.

Hús kynslóðanna er nú í byggingu í Borgarnesi

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjögurra hæða fjölbýlis­húss í Borgarnesi, þar sem á sama stað verða nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar og íbúðir fyrir sextíu ára og eldri. „Það má ef til vill segja að þetta sé hús kynslóðanna,“ segir Inga… Meira

Vilja að börn fái frítt í strætó

Fulltrúar í ungmennaráði Grafarvogs hafa lagt fram tillögu um að frítt verði í strætó fyrir 18 ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta taki gildi 1. janúar 2027. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur var samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Strætó bs Meira

Uppbygging Skrifstofuhúsnæði Icelandair verður breytt í hjúkrunarheimili á næstu misserum.

Hjúkrunarheimili á Loftleiðasvæðinu

Fyrrum skrifstofuhúsnæði Icelandair við Nauthólsveg verður breytt í 90 herbergja hjúkrunar­heimili • Stefnt er að vígslu haustið 2026 • Hluti af nýjum lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara Meira

Carbfix Fyrirtækið Carbfix er hætt við áform sín í Hafnarfirði.

Carbfix hættir við áform

Car­bfix, dótt­ur­fé­lag OR, hef­ur hætt við áform sín um upp­bygg­ingu niður­dæl­ing­ar­stöðvar fyr­ir kol­díoxíð í Straums­vík und­ir heit­inu Coda Term­inal. Sigla átti með kol­díoxíð í fljót­andi formi til lands­ins og dæla því ofan í jörðina í Straums­vík Meira

Hvarf Dráttarbrautin í Keflavík kom við sögu í rannsókn Geirfinnsmálsins.

Gaf lögreglu skýrslu um Geirfinnsmál

Systir höfundar bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1974 kom upplýsingum á framfæri við lögregluna á Suðurlandi • Málið verður væntanlega sent til lögreglunnar á Suðurnesjum Meira

Staðfest Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í líkamsárásarmáli.

Fjögur ár staðfest

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra ára dóm yfir Snæþóri Helga Bjarnasyni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fyrrverandi kærustu sinni er hann veittist að henni með kaldrifjuðum hætti í Kópavogsdal í ágúst 2023 Meira

Innkaup Í verslunarháttum nútímans er leitast við að búðarferðin sé jákvæð upplifun fyrir viðskiptavinina. Í matvöruverslunum gengur fólk gjarnan frá sínum viðskiptum á sjálfsafgreiðslukössum en starfsfólkið veitir ráðin.

Verslun þarf fólk með þekkingu

Stjórnun og þjónusta í nýrri námslínu á Bifröst • Viðskipahættir eru að breytast • Skapa nýja kynslóð leiðtoga • Þörfum markaðarins er svarað Meira

Grænmeti Næring barnshafandi kvenna sem og annarra er mikilvæg.

Vara við sykri og unnum matvælum

Ný rannsókn sýnir að mataræði sem einkennist af neyslu mikillar fitu, sykurs og unnins matar á meðgöngu getur aukið hættu á taugaþroskaröskunum eins og ADHD og einhverfu hjá börnum. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í vísindatímaritinu Nature Metabolism á dögunum Meira

Ólíkt hlutskipti Á meðan nærri milljón hermenn berjast gegn innrásarliði Rússa á vígvellinum, að langmestu leyti karlar, vinna konur vörnum landsins gagn með öðrum hætti heima fyrir.

Stríðið heldur áfram og lífið gerir það líka

Enn dynja daglega á Úkraínumönnum árásir Rússa, hvort sem er úr lofti á saklausa borgara eða á víglínunni úr norðri og austri, jafnvel þótt færri fréttir séu nú fluttar af því en í upphafi þess stríðs sem hófst með innrás rússneska hersins í febrúar fyrir rúmlega þremur árum Meira

Tónlist Mikil óánægja er með athæfi Spotify meðal rétthafa en streymisveitan hampar gervilistamönnum. Myndin er frá tónleikum Scooter.

Rannsaka gervilistamenn á Spotify

Fjöldi íslenskra drauga • Nýta sér vinsældir Íslendinga Meira

Viðvera Freigátan Louise-Marie sést hér við bryggju á Akureyri en hún tilheyrir fastaflotanum. Tvö önnur herskip voru í gær vestur af landinu.

Herskip NATO við GIUK-hliðið

Minnst þrjú herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru nú hér við land og lá í gær eitt þeirra við bryggju á Akureyri. Hin tvö voru þá vestur af Vestfjörðum, en áður hafði sést til skipanna út af Austfjörðum Meira

Hellulagt Starfið er margt og kjaramálin eru ævinlega í sviðsljósinu.

Kauptaxti verður hækkaður

Lagt á lægstu launin • Vísitala umfram taxtahækkanir Meira

Hætta á að nýjar veirur berist hingað

Mikil hætta er á að nýjar ­veirur berist til landsins með þeim farfuglum sem nú flykkjast til landsins. Farfuglarnir koma frá slóðum þar sem töluvert hefur verið um sýkingar í fuglum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) Meira

Hafnarsvæðið Helguskúr er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, enda margt þar að skoða.

Margir merkir munir í Helguskúr

Vísir að sjóminjasafni í Helguskúr • Andstaða við að fjarlægja skúrinn • Er í eigu Norðurþings Meira

Hvanneyri Krabbameinsfélag Borgarfjarðar hefur merkt þrjár gönguleiðir í Borgarfirði í tilefni mottumars.

Borgarfjörður á blússandi ferð

Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir um þessar myndir fjölskylduleikritið Hans klaufa eftir leikhópinn Lottu. Sýningar eru í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi og eru fyrirhugaðar alla vega út mars Meira

Ökutæki Í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett skilaboð á ökutæki sín til að fjarlægja sig frá persónunni og hugmyndafræði Elon Musk.

Keypt áður en Elon Musk tók fásinnu

Tesla með 204 skráðar bifreiðar það sem af er þessu ári Meira

Lundúnir Breski forsætisráðherrann (t.v.) sést hér ræða við kanadískan herstjórnanda á fundi fulltrúa Vesturlanda sem fram fór á Bretlandi.

Ekki hægt að treysta orðum Moskvu

Veiti Vesturlönd Úkraínu ekki tryggingu um varnir munu Rússar svíkja gefin friðarloforð • Forseti Rússlands hefur svikið okkur áður og hann mun gera það aftur, segir Starmer • Flókið verk blasir við Meira

Lífslíkur við fæðingu aukast á ný í Evrópu

Lífslíkur íbúa í Evrópuríkjum við fæðingu jukust milli áranna 2022 og 2023, samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur birt. Meðal annars jukust lífslíkur Íslendinga við fæðingu úr 82,1 ári í 82,4 ár eftir að hafa lækkað um nærri heilt ár milli áranna 2021 og 2022 Meira

Fíladelfía Curtis Institute of Music í Fíladelfíu var stofnaður árið 1924 af Mary Louise Curtis Bok og er einn virtasti tónlistarskóli heims.

„Æðsti draumur minn hafði ræst“

„Ég trúi þessu eiginlega ekki enn þá,“ segir Ásta Dóra Finnsdóttir, sem fékk svar frá einum virtasta tónlistarskóla heims, Curtis Institute of Music í bandarísku borginni Fíladelfíu, fyrir viku Meira