Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst hjá Gróttu þegar liðið tók á móti Stjörnunni í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Gróttu, 30:21, en Ída Margrét gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum Meira
Bikarveislan heldur áfram í dag þegar úrslitaleikir bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik fara fram í Smáranum í Kópavogi. Karla megin fer fram sannkallaður Reykjavíkur- og erkifjendaslagur þegar KR og Valur eigast við klukkan 16.30 Meira
Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot í Murcia • Heimaleikur á Spáni fyrir framan 1.000 Íslendinga • Ísak og Valgeir sáttir við margt í fyrri leiknum Meira
Danski knattspyrnumaðurinn Patrick Pedersen hefur skrifað undir nýjan samning við Val sem gildir út tímabilið 2026 og inniheldur möguleika á því að framlengja til eins árs til viðbótar. Pedersen er mikil markamaskína og hefur skorað 116 mörk í 189 leikjum fyrir Val í efstu deild Meira
Jóhann Berg Guðmundsson var í gær kallaður inn í landsliðshópinn í fótbolta fyrir seinni leikinn við Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Jóhann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Mikael Anderson sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla Meira
Ísland er líklega í sterkasta undanriðli Evrópumóts kvenna 2026 í handknattleik, en dregið var í riðla undankeppninnar í Cluj-Napoca í Rúmeníu í gær. Ísland er í 4. riðli keppninnar ásamt Svartfjallalandi, Portúgal og Færeyjum Meira
Króatía, Danmörk og Þýskaland unnu í gærkvöld fyrri leikina í átta liða úrslitum Þjóðadeildar karla í fótbolta, gegn Frökkum, Portúgölum og Ítölum, en Holland og Spánn gerðu jafntefli. Ante Budimir og Ivan Perisic komu Króötum í 2:0 í fyrri hálfleik … Meira
Eftir þennan fyrri leik liðanna í Kósovó í gærkvöld er staðan tvísýn fyrir seinni leikinn en heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni á sunnudaginn kemur, 23. mars. Þar verður leikið til þrautar ef með þarf, þannig að ef liðin verða jöfn… Meira
Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var flott. Liðið hélt boltanum vel og voru leikmenn óhræddir við að fá boltann í fæturna. Það vantaði hins vegar að ógna markinu meira framan af leik og þá komust heimamenn í Kósovó stundum of auðveldlega í færi Meira
„Þetta var ágætis frammistaða,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir 2:1-tap liðsins gegn Kósovó. „Við vorum að reyna nýja hluti sem gengu ágætlega inn á milli en svo lentum við í smá brasi með þá líka Meira
Knattspyrnumennirnir Finnur Tómas Pálmason og Luke Rae hafa framlengt samninga sína við KR til loka tímabilsins… Meira
KR, sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla í körfuknattleik, er komið í úrslitaleik keppninnar í fyrsta skipti í sjö ár eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum í Smáranum í Kópavogi í gær, 94:91 Meira
Talsverð hætta er á að kvennalandslið Íslands í knattspyrnu verði án fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni en þeir fara fram á Þróttarvellinum 4. og 8 Meira
Ofanritaður ræddi við Aron Einar Gunnarsson, sem var landsliðsfyrirliði í fótbolta í meira en áratug, á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni í vikunni. Aron, sem verður 36 ára síðar á árinu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar Meira
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir sló eigið Íslandsmet í réttstöðulyftu í -52 kg flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum á Evrópumótinu í Málaga á Spáni. Hún lyfti 152,5 kg í greininni og samtals 357,5 kílóum, með hnébeygju og bekkpressu, sem skilaði… Meira
Umspil um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar • Mikilvægt að halda sætinu og auka möguleikana á lokamóti • Albert og Hákon Arnar loksins með í mótsleikjum Meira
Unnu nauman sigur gegn SA í fjórða úrslitaleik liðanna á Akureyri í gærkvöldi • Annað árið í röð sem Fjölnir verður meistari og í annað sinn í sögu félagsins Meira
Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deildinni, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Bannið fékk Elmar Atli fyrir brot á veðmálareglum KSÍ en Elmar Atli steig sjálfur fram í… Meira
Orri Steinn nýr landsliðsfyrliði • Er enn aðeins tvítugur • Fylgdist tólf ára með EM í Frakklandi • Mikilvægir leikir við Kósovó fram undan • Arnar lofar góðu Meira
Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson er í toppbaráttu á enn einu háskólamótinu í Bandaríkjunum. Eftir fyrri tvo hringina í gær var hann í sjötta sæti af 84 keppendum á þremur höggum undir pari, þremur höggum á eftir tveimur efstu mönnum Meira
Þjóðadeild – hvað er nú það? Þegar þessari keppni evrópskra landsliða í fótbolta var hleypt af stokkunum haustið 2018 voru undirtektirnar blendnar. Var eitthvert vit í að vera með nýtt mót til viðbótar við undankeppni EM og HM? En nú er fjórða … Meira
Þjóðverjinn Franco Foda ætlar langt með lið Kósóvó sem mætir Íslandi Meira
Undanúrslit bikarkeppni kvenna í Laugardalshöll í kvöld • Erfið verkefni hjá Hamri/Þór og Grindavík • Stíga óvæntir íslenskir leikmenn upp á ögurstundu? Meira
Knattspyrnumaðurinn Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára gamall. Hann lék nánast allan ferilinn með uppeldisfélaginu HK, var fyrirliði lengi vel og er langleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 402 leiki og níu mörk í öllum keppnum Meira
Ísland varð á laugardaginn fyrsta þjóðin til að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni Evrópumótsins 2026 með því að vinna afar öruggan sigur á Grikkjum, 33:21, í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið komst í 6:0 í byrjun leiks og var með leikinn í hendi sér eftir það Meira
Stefán Teitur Þórðarson , landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði sigurmark Preston gegn Portsmouth, 2:1, í ensku B-deildinni á laugardaginn, á 87. mínútu leiksins Meira
Kristinn Albertsson var kjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fór á Grand Hóteli í Reykjavík á laugardaginn. Kristinn vann afar öruggan sigur á Kjartani Frey Ásmundssyni í atkvæðagreiðslu á þinginu, fékk… Meira
Newcastle United er enskur deildabikarmeistari í fyrsta skipti eftir verðskuldaðan sigur á Liverpool, 2:1, í úrslitaleik keppninnar á Wembley í London í gær. Þetta er fyrsti stóri titillinn sem Newcastle vinnur á Englandi í sjötíu ár, eða síðan… Meira