Menning Laugardagur, 29. mars 2025

Rýmið Elísabet Gunnarsdóttir leiðir gesti um sýninguna við opnun hennar fyrr í mánuðinum. Sýningin í Gallerí Úthverfu stendur til 13. apríl.

„Engin lognmolla í samtímalist“

40 ár síðan fyrsta sýningin á samtímalist var opnuð • Markið frá upphafi sett mjög hátt l  Þekktir listamenn vilja sýna verk sín l  Starfsemi allan ársins hring l  Búið að festa sig í sessi Meira

Styrkþegar Þykjó og Gagarín hlutu verkefnastyrk fyrir verkefnið Hlust.

Hönnunarsjóður veitti 38 milljónir

Hönnunarsjóður veitti styrki til 27 verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs í fyrri úthlutun ársins sem fór fram í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku fyrr í þessum mánuði þar sem 38 milljónir voru til úthlutunar Meira

Kraftur Ham og Apparat voru „sjálfsagðir bólfélagar“ eins og Hörður Bragason Apparatslimur myndi orða það.

Við erum öll Hamparat

Fyrstu tónleikar Hamparats, hvar rokksveitin Ham og Orgelkvartettinn Apparat sneru bökum saman, fóru fram í Hörpu um liðna helgi. Meira

Úr Sebastian Ingvar E. og Ruaridh Mollica í hlutverkum sínum.

Ingvar E. á forsíðu The Guardian

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson prýddi í gær forsíðu menningarvefjar dagblaðsins The ­Guardian og sást þar uppi í rúmi með ungum manni. Tilefnið var ný kvikmynd, Sebastian, sem Ingvar leikur í og fjallar um ungan pilt sem fer að selja líkama sinn… Meira

Úr Ást Andrea Bræin Hovig og Thomas Gullestad í kvikmyndinni Kjærlighet, eða Ást í leikstjórn Haugeruds.

Hamingjan er hér

Bíó Paradís Kjærlighet/ Ást ★★★★· Leikstjórn og handrit: Dag Johan Haugerud. Aðalleikarar: Andrea Bræin Hovig, Tayo Cittadella Jacobsen, Thomas Gullestad, Lars Jacob Holm, Marte Engebrigtsen, Marian Saastad Ottesen og Morten Svartveit. Noregur, 2024. 119 mín. Meira

Drungaþungapönkrokk með meiru

Seinni hluti undankeppni Músíktilrauna hefst í kvöld • Ellefu sveitir keppa í kvöld og tíu annað kvöld Meira

Fjölmiðlamenn Fréttin er handan við hornið.

Blaðamennskan er ekki í vanda

Vandi blaðamennsku er þrástef umræðunnar um þessar mundir. Masað er um að fagið, stéttin og eðlilegur fréttaflutningur eigi undir högg að sækja. Hælbítar hamast og sjálfsagt er nokkuð til í því. Samt verður að segjast að meintur vandi er nú ekki… Meira