Fréttir Mánudagur, 31. mars 2025

Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Snæfellsbær með helming útsvarsgrunnsins úr sjávarútvegi Meira

Fjarkennsla ekki hrist fram úr erminni

„Ég átti aldrei von á því að einhver myndi setja rautt pennastrik yfir þetta úrræði“ • Vill að Ásgarðsskóli fái að sitja við samningaborðið • Segir Reykjavíkurborg ekki vilja styðja við sjálfstæða grunnskóla Meira

Snjór, haglél og þrumuveður

Vonskuveður var seinnipart dags á höfuðborgarsvæðinu í gær, og brast á með þrumum og eldingum í annað sinn á árinu. Þar á undan hafði byrjað að snjóa allhressilega og gekk á með hagléljum, þrátt fyrir að vorið eigi að heita á næsta leiti Meira

Reikningar Hluti af tugmilljóna reikningum Lagastoða til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnu sem inn var af hendi og útlagðs kostnaðar í fyrra.

Lagastoð vann 2.008 tíma fyrir SKE

Lögmannsstofan Lagastoð seldi rúmt mannár á lögfræðingstaxta til Samkeppniseftirlitsins á liðnu ári • Framkvæmdastjórinn vann meira en hálft árið fyrir SKE • Ríflega 46 milljónir vegna máls Samskipa Meira

Jón Gnarr

Gnarr vill rýmka mannanafnalög

Átta þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp sem myndi m.a. gera fólki kleift að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga eiginlegt eða huglægt tilkall til einhvers sérstaks ættarnafns. Þannig mætti taka upp glænýtt eftirnafn, sem gæti síðan orðið ættarnafn Meira

Hvammsvík Nýju húsin eru í byggingu fyrir neðan þau eldri. Þau verða í sama stíl og verða tekin í notkun í sumar.

Skúli byggir átta hús í Hvammsvík

Framkvæmdir við sjóböðin í Hvammsvík • Átta tveggja manna svítur bætast við gistiframboð á staðnum • Hvert hús verður nefnt eftir þekktum listamanni og hefur að geyma upprunaleg verk hans Meira

Gæludýr Hundahald var bannað í Reykjavík frá 1924 til 2006.

Vill leyfa ketti og hunda í fjölbýli

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, leggur fram frumvarp sem myndi gera hunda- og kattahald leyfilegt í fjölbýli. Samkvæmt núgildandi lögum er hunda- og kattahald óheimilt í fjölbýli nema með samþykki annarra eigenda húsnæðisins Meira

Rekstrarvandi Forsvarsmenn skólans funda með borgarstjóra.

Alvarleg staða í Landakotsskóla

Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er í uppnámi en forsvarsmenn skólans hafa samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skrifað borgarstjóra bréf þar sem alvarlegri stöðu í rekstri hans er lýst. Landakotsskóli er einn sex sjálfstætt starfandi skóla í Reykjavík Meira

Gistiskýli Samningur stjórnvalda við Rauða krossinn rennur út í mai.

„Vitum ekki hvað verður um þá“

Gistiskýli Rauða krossins lokað • Á annan tug manns nýta sér þjónustuna Meira

Beyfortus Mótefnið hefur verið rannsakað lengi og gefið góða raun.

Mikill ávinningur af mótefninu ef þátttaka er góð

Bólusetning gegn RS-veiru í boði næstu tvo vetur • Gefið góða raun Meira

Mikilvægi norðurslóða hafi lengi legið fyrir

Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra segir áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi ekki koma á óvart, enda hafi legið lengi fyrir að vægi norðurslóða myndi aukast mikið og þá sérstaklega Grænlands Meira

Flug Icelandair fyrir vestan.

Vesturflug verði tryggt

Tryggja verður að þess sjáist stað í fjármálaáætlun ríkisins að stuðningur sé veittur til þess að halda uppi áætlunarflugi til og frá norðanverðum Vestfjörðum. Þetta segir í bókun stjórnar Vestfjarðastofu, sem er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna þar vestra Meira

Alþingi Ég finn að ég get beitt mér fyrir mikilvægum málum, segir Eydís Ásbjörnsdóttir m.a. hér í viðtalinu.

Réttlát auðlindagjöld mikilvæg

„Almenningur mun fljótt fara að sjá áhrif af breyttum áherslum við landsstjórnina. Fyrir Alþingi nú liggja stór mál sem eiga eftir að hafa áhrif og vonandi náum við að klára þau sem flest núna í vor,“ segir Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingar úr Norðausturkjördæmi Meira

Úkraínustríðið Hermaður við æfingar í austurhluta Úkraínu.

Trump reiddist ummælum Pútíns

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri „mjög reiður“ út í Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna ummæla Pútíns á föstudaginn um að rétt væri að setja Úkraínu undir bráðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna og víkja þar með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta úr embætti Meira

Jafnað við jörðu Í Mandalay hrundu hús við skjálftana en þar leita björgunarmenn dyrum og dyngjum að fólki sem er grafið undir rústunum.

WHO lýsir yfir algjöru neyðarástandi

Hið minnsta 1.700 látnir í Mandalay eftir jarðskjálftann mikla og eftirskjálfta hans • Fannst í þúsund kílómetra fjarlægð í Bangkok • Leita að nágrönnum og ástvinum í rústunum • Hundraða enn saknað Meira

Eid al-Fitr fagnað víða um veröld

Lokadagur ramadan, Eid al-Fitr, var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær og hófust hátíðarhöldin í Sádi-Arabíu við morgunbænir í hinni heilögu borg Mekka. Tímasetning hátíðarinnar miðast við það þegar vaxandi sigð sést á ný, og ákvað hæstiréttur… Meira

Vinslit? Landamærin eru sögð þau lengstu sem ekki eru varin af her.

Söguleg vinslit í Norður-Ameríku?

Mark Carney, hinn nýi forsætisráðherra Kanada, var ómyrkur í máli á fimmtudaginn var, svo mjög að mörgum brá í brún þegar hann lýsti því yfir að hin ævafornu tengsl Bandaríkjanna og Kanada, sem byggðust á mikilli samþættingu hagkerfa ríkjanna og nánu samstarfi í varnarmálum, væru nú á enda Meira

Á æfingu Glatt er jafnan á hjalla hjá KR-Valsbandinu, sem ætlar að hita upp fyrir Íslandsmótið í Valsheimilinu. Frá vinstri: Sveinn Kr. Guðjónsson, Guðjón Hilmarsson, Garðar Guðmundsson, Sigursteinn Hákonarson, Ólafur Már Sigurðsson, Sævar Árnason, Hörður Hilmarsson, Karl Hermannsson og Stefán Eggertsson. Fremstur er svo Óttar Felix Hauksson.

Stuðkarlar stilla strengina fyrir mót

Hittingur til að minnast opnunar Melavallar fyrir 99 árum Meira