Fréttir Fimmtudagur, 3. apríl 2025

Segir samráðsleysi lögbrot

Ekkert samráð hafi verið haft við aðra en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi • Lög skylda stjórnvöld til samráðs við sveitarfélög • Veiðigjald vegur á landsbyggð Meira

Rigningar auka hættu

Varnarveggur í Steinahlíð er til skoðunar • Margir hættustaðir eru á Vestfjörðum • Siglufjarðarvegur vaktaður Meira

Þyrlur Þrjár á Reykjavíkurflugvelli. Útsýnisflugið er afar vinsælt.

Tryggja áfram stöðu á Reykjavíkurflugvelli

Flugrekendur mótmæla samþykkt í borgarstjórn • Flugi settar skorður Meira

Þingvellir Þjóðgarðurinn er fjölsóttur ferðamannastaður, bæði af hálfu íslenskra og erlendra ferðamanna. Formaður Þingvallanefndar segir ríkinu óheimilt að krefjast auðlindagjalds af Íslendingum, enda staðurinn í þjóðareign.

Auðlindagjald á Þingvelli óheimilt

Formaður Þingvallanefndar segir auðlindagjald af íslenskum þegnum óheimilt • Þingvellir eru eign þjóðarinnar, ekki ríkisins • Ríkið með heimild til skattlagningar • „Það á að kalla þetta sínu rétta nafni“ Meira

Skortir fjármagn til að ljúka uppbyggingu eldis

GeoSalmo hefur fengið rekstrarleyfi fyrir tólf þúsund tonnum Meira

Flaggað alla daga ársins

Flaggað er nú á Stjórnarráðinu við Lækjargötu alla daga ársins. Að sögn Sighvats Arnmundssonar upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins óskaði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra eftir því í byrjun mars að þetta yrði gert Meira

Varnir Rósetta umlukin hrauni varði háspennulínu við Svartsengi.

Landsnet viðbúið því að hraun slíti Suðurnesjalínu 1

Nokkrar leiðir til að verja möstrin • Suðurnesjalína 2 tilbúin í haust Meira

Gætum átt von á óvæntum atburðum

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og… Meira

Grindavík Það var líf á höfninni í gær þrátt fyrir eldgos daginn á undan.

Reikna með fullri keyrslu á höfninni

Þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaganum undanfarna daga var líf í höfninni í Grindavík í gær. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru á vettvangi þegar Sighvatur GK, sem útgerðin Vísir hf Meira

Lögregla Húsleit var gerð á heimilum karla sem handteknir voru.

Tveir voru handteknir hér á landi

Vefsvæði með myndefni af kynferðislegri misnotkun á börnum lokað Meira

Kjartan Magnússon

Fagnar breyttri stefnu meirihluta

Sú stefnubreyting Samfylkingarinnar og samstarfsflokka hennar í borgarstjórn Reykjavíkur, að ljá loks máls á uppbyggingu nýrra hverfa austast í borginni eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ítrekað lagt til, er ánægjuleg, að mati… Meira

Fjallabaksleið nyrðri Áfram er stefnt að uppsetningu á Kjalvegi, Fjallabaksleið nyrðri, Uxahryggjum og Kaldadal.

100% dekkun á vegum seinkar

Fjármögnun Öryggisfjarskipta ekki í augsýn • Setti stofnvegaverkefnið í uppnám • FST kynnir fjarskiptafélögum breyttar tillögur um uppbyggingu háhraðafarneta á vegum • Sprengisandsleið felld út           Meira

Jökulfirðir Í Grunnavík er kirkju- og prestsstaður frá gamalli tíð.

Öryggi ferðafólks sett á dagskrá

Hagsmuna- og viðbragðsaðilar á Vestfjörðum vilja funda tvisvar á ári í þeim tilgangi að tryggja öryggi ferðafólks á Hornströndum eins vel og hægt er. BB.is á Ísafirði greinir frá þessu og mun þetta hafa verið niðurstaða fundar sem haldinn var á… Meira

Við Skúlagötu Fjölbýlishúsið rís austan megin við Skuggahverfið í Reykjavík.

Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg

Framkvæmdastjóri Iðu segir góða staðsetningu og mikla dagsbirtu í íbúðum eiga þátt í áhuganum l  Húsið verður klætt með endurnýttum vegriðum og með steinplötum sem unnar eru úr grjóti á lóðinni Meira

Löndun Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld. Fjöldi fólks hefur lýst velþóknun sinni á fyrirhuguðum hækkunum sem ríkisstjórnin boðar.

Fagna hækkun veiðigjalds

Alls höfðu borist 65 umsagnir um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undir kvöld í gær þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stórfellda hækkun veiðigjalds hafa mætt mikilli gagnrýni en töluverður fjöldi umsagna felur í … Meira

Sakar ríkisstjórn um rangfærslur

Í bréfi sem Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. sendi hluthöfum félagsins segir hann fullyrðingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsins í óskyldum rekstri ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum … Meira

Vegur mun þyngra á landsbyggðinni

Greidd veiðigjöld á hvern íbúa eru langtum meiri úti á landi Meira

Málþing He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, fyrir miðju, ásamt ræðumönnum á hringborðinu sem fram fór í hátíðasal kínverska sendiráðsins.

Kína opnar dyrnar fyrir Íslandi

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, stýrði hringborðsumræðum um viðskipti ríkjanna l  Beint flug að verða að veruleika l  Samstarf í byggingariðnaði l  Stuðmenn aftur til Kína Meira

Matjurtir Búast má við góðri uppskeru í haust ef sumarið verður gjöfult.

Hægt er að sækja um matjurtagarða

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða. Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru tæplega 200 í Skammadal. Matjurtagarðarnir eru í boði í Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal, Árbæ, Grafarvogi og Kjalarnesi Meira

Gervigreind Kristina Kallas menntamálaráðherra Eistlands í Hörpu.

ChatGPT innleitt í skólastarf

Eistar eru í viðræðum við tæknirisann OpenAI um innleiðingu sérstakrar skólaútgáfu ChatGPT í menntakerfið • Kristina Kallas segir störf verða unnin af fólki sem hefur mesta þekkingu á gervigreind Meira

Óttast að gímald rísi á golfvellinum

Fylgiglæra á fundinum • Búið að setja þennan reit á ís í bili Meira

Breiðafjarðarferjan Ferjuleiðir ehf. taka við rekstri skipsins næsta sumar.

Ferjuleiðir gera út Baldur

Vegagerðin hefur samið við fyrirtækið Ferjuleiðir ehf. um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs til næstu þriggja ára. Ferjuleiðir taka við rekstrinum frá og með 1. júní. Ferjuleiðir áttu lægsta tilboðið í rekstur Breiðafjarðarferjunnar til næstu þriggja ára Meira

Byggingarsvæðið Steypustöð BM Vallár mun flytjast annað á næstu árum. Í hennar stað mun rísa íbúðarbyggð líkt og annars staðar á Ártúnshöfðanum.

Íbúðarbyggð rísi við lystigarðinn – Hjónin umbyltu hrjóstugu landi

Steypustöð BM Vallár víkur fyrir íbúðarbyggð • Húsin verða byggð í kringum skrúðgarðinn Fornalund • Allt að 180 íbúðir í fyrsta áfanga • Byggingamagnið minna en BM Vallá vænti Meira

Skiptistöðin í Mjódd lagfærð

Svo virðist sem hreyfing sé að komast málefni skiptistöðvar Strætó í Mjódd. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur nýlega voru fluttar tvær tillögur um málið. Meirihlutaflokkarnir fluttu tillögu þess efnis að umhverfis- og skipulagssviði yrði falið að koma með tillögur að útfærslu umbóta Meira

Samningamaður Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu.

Tímamótasamningur við Indland

Deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu segir fríverslunarsamning við Indland skapa mikil tækifæri • Þar með talið í sjávarútvegi og landbúnaði • Indverjar hafi gert fáa slíka fríverslunarsamninga Meira

Karlakór Heimismenn leggja í hann suður yfir heiðar um helgina, fyrst til Akraness og síðan Reykjavíkur.

Heimir í söngferð suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir í Skagafirði leggur land undir fót suður yfir heiðar um helgina. Tónleikar verða í Tónbergi á Akranesi á föstudagskvöldið kl. 20 og daginn eftir í Langholtskirkju í Reykjavík kl. 16 Meira

Skokk Gott fyrir líkama og sál.

Áhrif á lýðheilsu séu jafnan metin

Tryggja skal að ákvarðanir stjórnvalda byggist á vandaðri og heildstæðri greiningu á heilsufarslegum áhrifum þeirra. Því ætti að skoða stjórnarfrumvörp sem lögð eru fyrir Alþingi með tilliti til þess hvaða áhrif efni þeirra og inntak hefur á lýðheilsu Meira

Meistaravellir KR Á næstunni verður algjör bylting á aðstöðu til æfinga og keppni hjá þessu elsta knattspyrnufélagi Íslands. Starfsmenn Bjössa ehf. eru hér að byggja undir gervigrasvöllinn.

Meistaravellir munu gjörbreytast

Nýr gervigrasvöllur tekinn í notkun í sumar • Fjölnota knatthús mun rísa á næstu árum Meira

Kiljur Lesmálið í miklu úrvali.

Bækur treysti undirstöðurnar

Kröftug, metnaðarfull og skapandi ritmenning og fjölbreytt útgáfustarfsemi sem treystir stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Þetta er megininntak bókmenntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2025-2030 sem liggur fyrir Alþingi sem tillaga til þingályktunar frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Meira

Konukot Fyrirtækjaeigendur og aðrir nágrannar í grennd við Ármúla 34 eru ósáttir við að Konukot fái þar inni.

Konukoti í Ármúla fremur fálega tekið

Nágrannar sætta sig ekki við nábýli við skjólstæðingana Meira

Orkubúið Sölvi R. Sólbergsson, Gísli Jón Kristjánsson, Valgerður Árnadóttir, Illugi Gunnarsson, Unnar Hermannsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir stjórnarmenn, Daníel Örn Antonsson og Elías Jónatansson.

OV sækir um virkjunarleyfi í Steingrímsfirði

Til bóta fyrir afhendingaröryggi raforku á Ströndum og Vestfjörðum Meira

Búpeningur Landbúnaður er í algjöru lykilhlutverki í loftslagsmálunum.

Þekking bænda verði viðurkennd

Leggja þarf sérstaka áherslu á forgangsröðun orku til landbúnaðar sem hluta af fæðuöryggi og þjóðaröryggi. Þetta segir í ályktun Búnaðarþings sem haldið var á dögunum. Að mati þingsins þarf að styrkja flutningskerfi raforku á landinu og tryggja framboðið Meira

Hugmyndafræði Mannseðlið er alltaf óbreytt en samfélög í stöðugri þróun. Einstaklingarnir geta lært af reynslu, en sú þekking færist ekki á milli kynslóða, segir Vilhjálmur Egilsson um viðhorf sín og lærdóminn sem hann dregur af lífinu.

Leiðin áfram er alltaf málamiðlun

Lífsskoðanir og hugmyndir í bók Vilhjálms Egilssonar • Íhald og frjálshyggjumaður með jafnaðarstefnu • Stöðug þróun • Samkeppni háskóla verið til góðs • Innflytjendur verði Íslendingar Meira

Vakta vatnið og safna upplýsingum

Icewater er Evrópuverkefni á Íslandi • Gloppótt þekking á mikilvægri auðlind • Ferskvatn í góðu ástandi • Draga úr álagi og sóun • Endurhugsa kerfi og lagnir • Þrýstingur á umhverfið Meira

Rekstur Tekjustraumar fóru fram úr áætlun og kostnaði var haldið í skefjum.

Harpa var arðbær fjárfesting

Besta ár í sögu hússins • Gluggaþétting nær til Borgarness • 2024 var ár tónlistarinnar • Sjálfbær rekstur ekki raunhæfur • Betri árangur þegar ráðstefnutengdir viðburðir eru sem flestir • Opin öllum Meira

Nuuk Múte B. Egede, fráfarandi formaður landsstjórnarinnar, tók á móti Mette Frederiksen forsætisráðherra.

Treystir böndin við Grænland

Mette Frederiksen heimsækir Grænland á meðan Trump lætur meta kostnað við Grænlandskaup • Nýja landsstjórnin klofin í afstöðu sinni til heimsóknarinnar • Ræða frekara samstarf landanna Meira

Wisconsin Brad Schimel ávarpar fylgjendur sína á kjördag.

Vann ekki kosningarnar þrátt fyrir fjárútlát Musks

Susan Crawford hafði betur gegn Brad Schimel í kosningum um sæti í hæstarétti Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kosningarnar hafa vakið óvenjumikla athygli en venjulega fá kosningar um dómarasæti í einstaka ríkjum Bandaríkjanna litla athygli í fjölmiðlum á landsvísu, hvað þá heimsvísu Meira

Vindorkugarður Áformuð staðsetning vindorkugarðsins er rétt sunnan við Nesjavallaveg, innan bláa rammans efst á afstöðumyndinni.

Vilja reisa vindorkugarð á Mosfellsheiði

Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fram matsáætlun til kynningar á þeim áformum fyrirtækisins að byggja vindorkugarð við Dyrveg á Mosfellsheiði, en í áætluninni er kynnt hvernig fyrirtækið ætlar að standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Meira

Guðdómleg Humarsúpan sló í gegn hjá þríeykinu en uppskriftina fékk Elísabet hjá góðri vinkonu sinni, Halldóru Trausta matgæðingi.

Guðdómleg humarsúpa á allra vörum

Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, forsvarskonur Á allra vörum, elduðu saman á dögunum og gerðu sér dagamun í tilefni þess að þær eru farnar af stað aftur með átakið sitt. Í forgrunni var guðdómlega góð humarsúpa og var það á allra vörum hve vel hún hefði heppnast. Meira

Endurfundir Helga Ólafs ásamt kettinum Emil, sem kominn er til síns heima eftir sjö ára fjarveru.

Kom í leitirnar sjö árum eftir hvarfið

Helga Ólafs og hennar fólk endurheimtu köttinn sinn Emil á dögunum. Ein og sér væri slík staðreynd líklega ekki efni í fjölmiðlaumfjöllun en heimkoma Emils er allsérstök því hann var á bak og burt í sjö ár Meira

Þrá Jóhann Axel Ingólfsson og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir í hlutverkum sínum í söngleiknum Dietrich.

Líf í sviðsljósi

Það hlýtur að þurfa umtalsverða djörfung til að bregða sér í gervi Marlene Dietrich. Konan er jú í dag nánast eingöngu þekkt fyrir ómótstæðilegan kynþokka og útgeislun – eiginleikar sem engin leið er að „þykjast hafa“, svo við… Meira