Menning Fimmtudagur, 3. apríl 2025

Áskorun Fyrir hlutverkið reyndi Hera að draga upp eins nákvæma mynd af Marý og henni var unnt.

„Hún hefur líka á sér dökkar hliðar og siðferðiskenndin er á gráu svæði“

Leikkonan Hera Hilmar fetar nýjar slóðir í hlutverki sínu sem glæpakvendið Marý í sjónvarpsseríunni Reykjavík Fusion sem sýnd verður með haustinu, en þrátt fyrir að hafa leikið í fjölda kvikmynda, bæði erlendra og innlendra, hefur hún aldrei leikið glæpakvendi áður. Marý er ein af aðalpersónum þáttanna og lýsir Hera því hvaða vinna er lögð í búninga og gervi til að fanga áhorfandann og jafnframt hvernig ímyndunaraflinu var gefinn laus taumur til að skilja forsögu Marýjar svo hægt yrði að túlka hana sem best. Meira

Sigraðist á krabbameini, sleit hásin og hleypti Stjána í loftið

Ágúst Halldórsson kynntist Stjána, sem er 39 árum eldri en hann, ekki fyrr en á unglingsaldri – og vill nú kynna fyrir þjóðinni þennan einstaka og stundum óútreiknanlega mann sem kenndur er við Emmuna. Meira

Stórstjarna Val Kilmer lék í fjölda kvikmynda á löngum ferli.

Hollywoodleikarinn Val Kilmer látinn

Bandaríski Hollywoodleikarinn Val Kilmer er látinn, 65 ára að aldri. AFP greinir frá og segir Mercedes dóttur leikarans hafa greint frá því í samtali við The New York Times að dánarorsök föður hennar hafi verið lungnabólga Meira

Salman Rushdie

Nýtt skáldverk eftir Rushdie væntanlegt

Rithöfundurinn Salman Rushdie mun gefa út sitt fyrsta skáldverk í næstum þrjú ár í nóvember á þessu ári þegar bókin The Eleventh Hour eða Á elleftu stundu kemur út en það er forlagið Vintage, sem er hluti af Penguin Random House, sem sér um útgáfu… Meira

Meðal gesta Floria Sigismondi er ítölsk-kanadísk margverðlaunuð listakona og þekkt af verkum sem hún vinnur í ýmsa miðla, m.a. tónlistarmyndböndum, ljósmyndum, auglýsingum og kvikmyndum. Hér sést hún á ljósmynd sem tekin var vegna kvikmyndarinnar The Runaways frá árinu 2010.

„Viljum sinna grasrótinni vel“

Kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish haldin í Bíó Paradís • „Mikil áhersla lögð á að þjónusta bransann,“ segir framkvæmdastjóri • Virt fólk og margreynt í bransanum verður meðal gesta Meira

Verk David Taylor vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli.

Stólar, ljós og kertastjakar í Hakk Gallery

Skosk-sænski hönnuðurinn og silfursmiðurinn David Taylor verður með sýningu í Hakk Gallery við Óðinsgötu 1 í tilefni af HönnunarMars. Í tilkynningu segir að Taylor hafi hlotið alþjóðlega athygli fyrir verk sín sem hann vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli Meira

Ráðhildur Ingadóttir (1959) Iður / Vortex, 1998-2021 Silkiþrykk á bómullarboli og flístreyju, bývax (skúlptúr), vídeó

Venslalist

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu safnsins og hluti af afmælis­sýningunni Innsýn, útsýn í safninu á Fríkirkjuvegi, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Lilý Erla Adamsdóttir

Lifandi samtal milli textíls og keramíks

Lilý Erla Adamsdóttir og Thora Finnsdóttir opna sýninguna Að lesa í hraun á morgun kl. 17 í Listvali Galleríi á Hólmaslóð 6. Í tilkynningu segir að kröftug einkenni íslensks landslags myndi sameiginlegan snertiflöt í samstarfi Lilýjar Erlu og Thoru… Meira

Ljóðatónlist Ástríður Alda Sigurðardóttir og Jóna G. Kolbrúnardóttir.

Ljóðatónleikar í Hannesarholti í kvöld

Sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja ljóðatónlist eftir Clöru Schumann (1819-1896) og Franz Schubert (1797-1828) á tónleikum í Hannesarholti í kvöld, fimmtudaginn 3 Meira

Tónlistarveisla Mugison, réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, kom fram á Aldrei fór ég suður í fyrra.

„Fólk skilur kúlið eftir heima“

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram 18. og 19. apríl • „Gott fyrir fólk að kynnast því að það er menning og skemmtilegheit um allt land, ekki bara í 101 Reykjavík,“ segir rokkstjóri Meira

Kvika „Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara alla leið inn í kvikuna og miðla með kröftugum hætti þeirri djúpstæðu sorg og örvilnan sem Ennis og Jack glíma við,“ segir í rýni um Fjallabak í Borgarleikhúsinu.

Frelsið í fjallasal

Borgarleikhúsið Fjallabak ★★★★★ Eftir Ashley Robinson, byggt á smásögu Annie Proulx. Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells. Þýðing leikverks: Maríanna Clara Lúthersdóttir. Þýðing söngtexta: Sigurbjörg Þrastardóttir. Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson. Hljómsveit: Guðmundur Pétursson og Þorsteinn Einarsson. Nándarþjálfun og ráðgjöf: Agnar Jón Egilsson. Leikarar: Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson og Íris Tanja Flygenring. Raddir utansviðs: Bríet Ebba Vignisdóttir, Kría Valgerður Vignisdóttir og Mía Snæfríður Ólafsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudagurinn 28. mars 2025. Meira

Tiltekt Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti Kennedy Center á dögunum og lofaði að taka til hendinni.

Kámugir fingur stjórnmálamanna

Trump segist vilja sjá til þess að stofnunin verði almennilega rekin og að nú sé komið gott af dragsýningum og almennum „woke“-isma. Sýningarnar séu bæði hræðilegar og til skammar. Meira

Hrollvekjandi Þættirnir Adolescence á Netflix hafa vakið óhug og umtal.

Þáttaröðin Adolescence sýnd í skól­um

Til stendur að sýna sjónvarpsþáttaröðina Adolescence í öllum grunnskólum Bretlands. Frá þessu er greint í sameiginlegri yfirlýsingu skrifstofu forsætisráðherrans, Keiths Starmer, og streymisveitunnar Netflix, sem framleiddi þættina, og á vef fréttastofunnar AP Meira

Skáldið Siddharta eftir Hesse vakti nokkra athygli þegar hún kom fyrst út.

Viska hljómar alltaf eins og heimska

Skáldsaga Siddharta ★★★½· Eftir Hermann Hesse. Haraldur Ólafsson íslenskaði og ritar eftirmála. Ormstunga, 2024. Kilja, 134 bls. Meira

Af jörðu Eitt af landslagsverkum Hjörleifs.

Af jörðu stendur nú yfir í Grafíksalnum

Hjörleifur Halldórsson opnaði á dögunum sýningu sína Af jörðu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, sem er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar, að því er segir í tilkynningu Meira

Farsæl „Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára farsælum ferli Ernu [Ómarsdóttur sem listræns stjórnanda Íd] en um leið upphafið að nýjum tímum,“ segir í rýni um Hringi Orfeusar og annað slúður.

Að skynja fremur en skilja

Borgarleikhúsinu Hringir Orfeusar og annað slúður ★★★★· Höfundur: Erna Ómarsdóttir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Dramatúrgísk ráðgjöf og aðstoðardanshöfundur: Aðalheiður Halldórsdóttir. Tónlist: Skúli Sverrisson og Valdimar Jóhannsson. Hljóð: Valdimar Jóhannsson, Skúli Sverrisson og Jón Örn Eiríksson. Myndbandsvörpun og tæknistjórn: Valdimar Jóhannsson. Sviðsmynd og leikmunir: Gabríela Friðriksdóttir. Búningar: Karen Briem. Lýsing: Pálmi Jónsson. Lúðrasveit: Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar (SVoM). Útsetning fyrir lúðrasveit: Ingi Garðar Erlendsson. Stjórnendur lúðrasveitar: Ingi Garðar Erlendsson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir. Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Bjartey Elín Hauksdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Shota Inoue. Verkið er byggt á Orpheus + Eurydike – The Orphic Cycles, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Theater Freiburg (NORDWIND Festival / Kampnagel Hamurg) eftir upprunalegri hugmynd frá Ernu Ómarsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónssyni. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 28. mars 2025. Meira

Afmæli Hljómsveitin fagnar 35 árum og heldur því tvenna stórtónleika.

Nýtt lag og afmælistónleikar Skítamórals

Hljómsveitin Skítamórall sendi frá sér lagið „Sælan“ á dögunum en um er að ræða nýtt lag byggt á gömlum grunni. Lagið og textinn eru eftir forsöngvarann og gítar­leikarann Gunnar Ólason sem samdi lagið aðeins 19 ára gamall þegar hljómsveitin var að slíta barnsskónum á Selfossi Meira

Meghan Sjónvarpsþættir hennar eru ansi vondir.

Meghan Markle og söxuðu blómin

Það má komast langt á viljastyrknum einum. Með hann að vopni er til dæmis mögulegt að horfa á alla átta þættina í Netflix-­þáttaröðinni With Love, Meghan. Manni drepleiðist allan tímann og einmitt þess vegna finnst manni að maður hafi unnið þrekvirki þegar áhorfinu er loks lokið Meira