Íþróttir Föstudagur, 4. apríl 2025

Unnu Sigurmarki Hörpu Þorsteinsdóttur gegn Noregi á Algarve árið 2014 fagnað en það er síðasti sigur Íslands í viðureignum þjóðanna.

Slegist um mikilvæg stig á Þróttarvelli

Mikilvæg stig eru í húfi þegar Ísland tekur á móti Noregi á óvenjulegum stað í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, á Þróttarvellinum í Laugardal, klukkan 16.45 í dag. Leikurinn er í þriðju umferðinni af sex í 2 Meira

13 Birna Berg Haraldsdóttir var allt í öllu hjá ÍBV gegn Haukum.

ÍBV í úrslitakeppnina en Grótta er fallin

ÍBV tryggði sér í gærkvöld sjötta og síðasta sætið í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Stjarnan þarf hins vegar að fara í umspil eftir að hafa endað í sjöunda sæti og Grótta er fallin niður í 1 Meira

Fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir í sínu fyrsta embættisverki á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi sem haldinn var í gær.

„Mjög góð og líka aðeins ógnvænleg“

„Tilfinningin er mjög góð og líka svona aðeins ógnvænleg. En jú, ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í leikjunum við Noreg og Sviss Meira

Návígi Alexander Stefánsson úr Þrótti og Hafsteinn Valdimarsson úr Hamri í baráttu við netið í Laugardalshöllinni í gærkvöld.

KA og Þróttur með sannfærandi sigra

KA og Þróttur úr Reykjavík eru með undirtökin í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki eftir sigra á heimavelli í fyrstu leikjunum í gærkvöld. KA vann Aftureldingu örugglega í KA-heimilinu á Akureyri, 3:0, en hrinurnar enduðu 25:20, 25:17 og 25:12 Meira

Sigurmarkið Enzo Fernandez skorar mark Chelsea gegn Tottenham á Stamford Bridge í gærkvöld.

Chelsea fór upp í Meistaradeildarsæti

Chelsea styrkti stöðu sína í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild karla í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra Tottenham, 1:0, í Lundúnaslag á Stamford Bridge en það var síðasti leikurinn í 30. umferð deildarinnar Meira

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías…

Snæfríður Sól Jórunnardóttir , Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius verða á meðal keppenda á sterku alþjóðlegu sundmóti sem hefst í Bergen í Noregi í dag og lýkur á sunnudag Meira

Garðabær Stjörnumennirnir Orri Gunnarsson og Jase Febres sameinast um að stöðva ÍR-inginn Jacob Falko, sem skoraði 41 stig í leiknum.

Óvænt byrjun í Njarðvík

Álftanes gerði góða ferð í Reykjanesbæ og sigraði Njarðvík, 95:89, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni með 30 stig, aðeins tveimur minna en deildarmeistarar Tindastóls Meira