Hjólafyrirtækið Lauf er ekki af baki dottið þegar kemur að því að setja af stað og halda metnaðarfullar hjólakeppnir. Eftir að hafa byggt upp risastóra malarhjólakeppni undir nafninu Rift er nú komið að næsta kafla, Rift MTB; fjöldægra… Meira
Margir hafa beðið eftir einhvers konar arftaka cyclothon-keppninnar sem haldin var við góðan orðstír um árabil. Ekki síst vegna þess að þar var keppni þar sem vinir eða vinnustaðahópar tóku sig saman og mættu til leiks og fólk á mismunandi getustigi gat tekið þátt saman Meira
Á þessu ári stefnir í þrjá nýja hjólaviðburði sem gaman verður að fylgjast með hvernig munu þróast og vonandi dafna á komandi árum. Súlur gravel og Rift MTB eru hörkukeppnir sem höfða til mismunandi markhópa, en báðir þessir keppnishaldarar hafa… Meira
Súlur Vertical hafa síðasta áratuginn verið feikivinsælt utanvegahlaup, en nú hafa mótshaldarar ákveðið að færa út kvíarnar og í ár bættust bæði hjóla- og gönguskíðakeppni við mótslistann. Eru Súlur vertical því orðnar mótaröð eða þríleikur Meira
Nýr landsliðsþjálfari var ráðinn til Hjólreiðasambands Íslands í desember, en það er Írinn Conor Campbell. Er um nýja stöðu að ræða en áður hafði Matthías Schou gegnt stöðu afreksstjóra. Conor hefur sjálfur keppnisreynslu í flestum hjólagreinum, komið að landsliðsþjálfun í Írlandi, verið með eigin hjólaþjálfun og rekið hjólreiðabúð. Meira
Í haust átti að fara fram árlegur formannafundur Hjólreiðasambands Íslands en ákveðið var að hafa hann frekar opinn og leiddu umræður þar til þess að ákveðið var að boða til stefnumótunarfundar síðar um haustið. Meðal annars hafa verið innleidd ný gildi HRÍ. Meira
Í lok ágúst á síðasta ári opnaðist skemmtilegur veðurgluggi fyrir Vestfirði eftir heldur óspennandi sumar veðurfarslega. Þar sem við búum á Íslandi var því nauðsynlegt að sæta lagi og skella sér vestur. Eins og oft áður var leiðarvalið þó heldur sérstakt og markmiðið frekar að fara nýjar og næstum ótroðnar slóðir en að þeysast hratt yfir. Meira
Reiðhjólaverslunin Örninn er með elstu fyrirtækjum landsins og fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Örninn er fjölskyldufyrirtæki sem Jón Pétur Jónsson og fjölskylda eru eigendur að en hann keypti reksturinn árið 1991 ásamt þremur félögum sínum og árið 2004 eignaðist hann reksturinn allan. Meira
Bríet Kristý Gunnarsdóttir hefur frá árinu 2017 verið reglulegur gestur á verðlaunapöllum í ýmiss konar hjólakeppnum. Þetta átti ekki síst við árin 2018 til 2021 þegar hún var einn helsti keppinautur Ágústu Eddu Björnsdóttur meðan Ágústa var upp á sitt allra besta. Bríet er nú aftur komin á meðal þeirra bestu eftir að hafa verið tvö ár frá vegna barneigna. Meira
Innflutningur á reiðhjólum og rafmagnsfarartækjum var á svipuðum stað í fyrra og árið þar á undan, en þá hafði bæði fjöldi tækja og heildarverðmæti þeirra hrunið frá árunum 2020 til 2022. Var árlegt innkaupaverðmæti þessara farartækja aðeins um helmingur þess sem það hafði verið á árunum 2020 til 2022. Meira
Stormur ehf. hóf sölu á Mondraker-reiðhjólum í júlí árið 2023 og hefur merkið náð mjög miklum vinsældum á skömmum tíma. Stormur er með verslun og þjónustuverkstæði fyrir hjólin að Kletthálsi 15 í Reykjavík og Óseyri 4 á Akureyri. Meira
Undanfarin ár hefur hjólaleið þvert yfir hálendið notið mikilla vinsælda meðal hjólaferðalanga sem hingað koma til lands. Vinsældirnar eru tilkomnar vegna þess að tveir Ítalir fóru þessa leið sumarið 2018 og settu inn ítarlega ferðalýsingu með myndum og myndbandi á eina vinsælustu heimasíðuna fyrir ævintýrahjólaferðamennsku, bikepacking.com. Meira
Fjöldi hjólandi á höfuðborgarsvæðinu stóð næstum í stað í fyrra þegar miðað er við árið 2023. Þegar rýnt er í tölurnar sést hins vegar að heilsárshjólurum fjölgar, en samdráttur verður yfir sumarið. Meira
Jón Óli Ólafsson, eigandi Reiðhjólaverzlunarinnar Berlin, segir hjólreiðar leyndardóminn á bak við góðan og heilbrigðan lífstíl. Allar blómlegar borgir úti í heimi séu borgir þar sem fólk er á hjólum. Meira
Ég hef oft sagt að hálendið sé ekki jafn troðfullt af ferðamönnum og margir vilja halda fram, ef frá er tekin örþunn ræma meðfram Laugaveginum og nokkrir aðrir hlutar að Fjallabaki. Þar fyrir utan er nokkuð einfalt að finna staði þar sem maður er næstum alveg út af fyrir sig. Meira
Hákon Þór Árnason rekstrarstjóri Fjallakofans segir ótrúlegt frelsi og gaman að hjóla með fjölskyldunni á rafmagnsfjallahjólum um þá ævintýraveröld sem er allt í kringum okkur á Íslandi. Meira
Bræðurnir Davíð og Kristinn Jónssynir eru hjólreiðafólki að góðu kunnir á undanförnum árum. Báðir hafa þeir verið í fremstu röð keppnishjólreiða hér á landi auk þess sem báðir hafa reynslu af því að stunda nám við íþróttaskóla og keppa erlendis. Meira
Á norðvesturströnd Bandaríkjanna í Washingtonríki búa hjónin Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez og hanna töskur og annan búnað fyrir hjólreiðafólk undir merkinu Loam equipment. Þau hafa bæði áratuga reynslu í hönnun á útivistarvörum fyrir mörg af stærri merkjum Bandaríkjanna en fóru nýlega af stað með eigið merki. Meira