Íþróttir Laugardagur, 12. apríl 2025

Barátta Zarko Jukic, sem var með tvöfalda tvennu fyrir ÍR, og landsliðsmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson hjá Stjörnunni eigast við í gærkvöldi.

Njarðvík og ÍR enn á lífi

Njarðvík og ÍR unnu bæði mikilvæga sigra í einvígjum sínum í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Bæði lið áttu á hættu að vera sópað í sumarfrí en unnu sína fyrstu sigra og eru því enn á lífi í einvígjunum tveimur Meira

Flugsund Birnir Freyr kátur eftir að Íslandsmetið var í höfn.

Birnir sló 19 ára gamalt Íslandsmet

Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 19 ára gamalt Íslandsmet á fyrsta degi Íslandsmótsins í 50 metra laug í Laugardalslaug í gærkvöldi. Birnir kom í mark á 53,29 sekúndum í 100 metra flugsundi og bætti met Arnar Arnarsonar frá 2006 um rúmlega tíu hundraðshluta úr sekúndu Meira

Meistarakeppnin Leikmenn og starfslið Vals fagna sigrinum í Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöldi.

Valur hafði betur gegn Breiðabliki

Valur hafði betur gegn Breiðabliki, 1:0, í leiknum um meistara meistaranna í knattspyrnu kvenna á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Valur varð bikarmeistari á síðasta tímabili eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik á meðan Breiðablik varð Íslandsmeistari… Meira

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur framlengt samning sinn við…

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur framlengt samning sinn við Álftanes og verður hann hjá félaginu næstu tvö ár. Haukur, sem er 32 ára, kom til Álftaness fyrir síðustu leiktíð og hefur átt stóran þátt í upprisu liðsins, sem var nýliði í efstu deild er landsliðsmaðurinn kom til félagsins Meira

Ásvellir Sandra Erlingsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir faðmast eftir sigur Íslands á Ísrael á fimmtudaginn.

Erfitt að greina þetta

Kristínu Guðmundsdóttur fannst landsliðið spila vel miðað við aðstæður l  Talaði mjög fallega um Steinunni Björnsdóttur sem lék sína síðustu landsleiki Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 15. apríl 2025

Barátta Valsarinn Hólmar Örn Eyjólfsson og Vesturbæingurinn Gabríel Hrannar Eyjólfsson eigast við í leik KR og Vals í Laugardalnum í gær.

Mikil dramatík í Reykjavíkurslag

Jóhannes Kristinn Bjarnason bjargaði stigi fyrir KR þegar liðið tók á móti Val í Reykjavíkurslag 2. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasvellinum í Laugardal í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 3:3, en Jóhannes Kristinn skoraði… Meira

Kópavogur Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ánægð með að vera komin aftur heim í Breiðablik eftir erfitt tímabil hjá Val á síðasta ári.

Var fáránlega erfitt

Spennt fyrir tímabilinu • Komin aftur heim í Breiðablik • Undirbúningstímabilið gekk vel • Erfitt síðasta tímabil með Val • Væri bónus að fara með á EM Meira

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld á tveimur leikjum.…

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld á tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Stjarnan mætast í Kópavogi og Þróttur úr Reykjavík og Fram mætast í Laugardalnum. Annað kvöld munu síðan Tindastóll og FHL mætast á Sauðárkróki,… Meira

Mánudagur, 14. apríl 2025

Íslenskir landsliðsmenn létu að sér kveða í ítölsku A-deildinni í fótbolta…

Íslenskir landsliðsmenn létu að sér kveða í ítölsku A-deildinni í fótbolta á laugardag. Mikael Egill Ellertsson lagði upp sigurmark Venezia er liðið sigraði Monza, 1:0, á heimavelli í fallslag Meira

Tvö Framherjinn Guðmundur Magnússon kom inn á sem varamaður og tryggði Fram magnaðan sigur með tveimur mörkum á lokakaflanum.

Ótrúleg endurkoma Fram

Valdimar skoraði tvö í sannfærandi sigri Víkinga á KA-mönnum • Afturelding náði í fyrsta stigið í efstu deild í nýliðaslagnum • Vestramenn byrja vel en FH illa Meira

Sigurmark Virgil van Dijk fagnar sigurmarkinu á Anfield í gær.

Nánast komið hjá Liverpool eftir sigur

Liverpool er með Englandsmeistaratitilinn vísan eftir dramatískan heimasigur á West Ham í gær, 2:1. Liverpool er með 13 stiga forskot á Arsenal þegar aðeins 18 stig eru eftir í pottinum. Luis Díaz kom Liverpool yfir á 18 Meira

Stórleikur Tinna Guðrún Alexandersdóttir, sem átti glæsilegan leik fyrir Hauka, sækir á körfu Grindavíkur. Hin danska Ena Viso verst henni.

Valskonur í undanúrslitin

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með heimasigri á Þór, 75:70, í fjórða leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valur vann einvígið 3:1 og eru Þórsarar komnir í sumarfrí Meira

Föstudagur, 11. apríl 2025

Íslandsmeistarar SA endurheimti Íslandsmeistaratitilinn af SR sem hafði unnið til bikarsins undanfarin tvö tímabil. SA vann úrslitaeinvígið 3:0.

SA er Íslandsmeistari

Öruggur sigur í þriðja leik • Akureyringar unnu alla þrjá leikina gegn SR Meira

Lokamótið Leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta fagna sætinu á lokamóti heimsmeistaramótsins í leikslok á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Þriðja stórmótið í röð

Sannfærandi sigrar á Ísrael • Þriðja stórmótið á þremur árum eftir langa bið • Ungir leikmenn nýttu tækifærið vel • Allir fegnir að einvígið við Ísrael sé búið Meira

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik,…

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Steinunn tilkynnti um ákvörðun sína í samtali við RÚV eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM 2025 í gærkvöldi Meira

Fimmtudagur, 10. apríl 2025

Þjálfarinn Einar Jónsson hefur gert gríðarlega góða hluti með Fram, en hann gerði Fram að Íslandsmeistara árið 2013 og bikarmeistara í ár.

Unnið frábært starf

Fram tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta í fyrsta skipti frá árinu 2017 er liðið sigraði Hauka, 28:25, á útivelli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum. Fram vann fyrsta leikinn 28:27 og einvígið 2:0 Meira

Lykilmaður Ásgeir Sigurgeirsson var með mark og stoðsendingu.

Ásgeir var bestur í fyrstu umferðinni

Ásgeir Sigurgeirsson, sóknarmaður bikarmeistara KA, var besti leikmaðurinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Ásgeir lék mjög vel, skoraði fyrra mark Akureyrarliðsins og lagði upp það seinna þegar það gerði… Meira

Ísland lék fyrri leik sinn við Ísrael í umspili um sæti á…

Ísland lék fyrri leik sinn við Ísrael í umspili um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Ásvöllum í gær en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Seinni leikurinn fer fram í kvöld Meira

Knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah er kominn langt með að samþykkja nýjan…

Knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah er kominn langt með að samþykkja nýjan samning hjá enska félaginu Liverpool. The Times og The Guardian greindu frá því í gær að Salah og félagið hefðu loks komist yfir hjalla í samningaviðræðum sem ylli því að báðir … Meira

Keppinautar Breiðablik og Valur halda áfram baráttu sinni um Íslandsmeistaratitilinn í ár ef spáin gengur eftir og Breiðablik þykir líklegra.

Líklegar til að verja titil

Breiðablik talsvert á undan Val í spá Morgunblaðsins og mbl.is fyrir Bestu deild kvenna 2025 • Þróttur er í þriðja sætinu en nýliðunum tveimur er spáð falli Meira

Miðvikudagur, 9. apríl 2025

Garðabær Ísak Gústafsson í þann mund að skjóta að marki Stjörnunnar í sigri Vals eftir framlengdan leik í Garðabænum í gærkvöldi.

Valur og Afturelding mætast

Valur og Afturelding tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik með góðum útisigrum í átta liða úrslitum. Liðin tvö munu einmitt mætast í undanúrslitum þar sem áætlað er að fyrsti leikur einvígisins fari fram á Hlíðarenda 16 Meira

Sigur Rósa Björk Pétursdóttir og Agnes Jónudóttir, leikmenn Hauka, fagna naumum og nauðsynlegum sigri á Grindavík í Ólafssal í gærkvöldi.

Keflavík áfram og Haukar enn á lífi

Ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með öruggum sigri á Tindastóli, 88:58, í þriðja leik liðanna í Keflavík. Keflavík vann þar með einvígið 3:0 og sópaði nýliðum Stólanna í sumarfrí Meira

„Ein af þeim erfiðustu“

„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur og svo fengum við högg á okkur strax í seinni hálfleik en við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka og spurningin var bara hvenær við myndum jafna leikinn,“ sagði Karólína Lea við Morgunblaðið eftir leikinn í gær Meira

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik…

Kristján Örn Kristjánsson , landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik með Skanderborg í gærkvöld þegar liðið tapaði 31:30 fyrir Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni. Kristján skoraði níu mörk og átti þrjár stoðsendingar Meira

Dagný breytti leiknum

Frammistaða íslenska liðsins í gær var heldur betur köflótt. Fyrstu 35 mínúturnar eru eitthvað það versta sem liðið hefur sýnt í langan tíma en svo sýndi það mikinn karakter með því að jafna eftir að hafa lent tvisvar tveimur mörkum undir og nánast fengið kjaftshögg í byrjun beggja hálfleika Meira

Slagur um annað sætið

Frakkar tryggðu sér sigur í 2. riðli A-deildarinnar með því að sigra Norðmenn, 2:0, í Ósló í gær með mörkum frá Clöru Mateo og Sandy Baltimore. Franska liðið er með 12 stig, Noregur fjögur, Ísland þrjú og Sviss tvö þegar fjórar umferðir af sex eru búnar í keppninni Meira