Fréttir Þriðjudagur, 13. maí 2025

Vara við afleiðingum breytinga á lyfjalögum

Lyf gætu horfið af markaði • Framleiðendur uggandi Meira

Víkurhverfi Hér á að þétta byggð.

Vilja enga þéttingu í Grafarvogi

Grafarvogsbúar með samstöðufund í Rimaskóla á fimmtudag • Borgin sögð vera að þreyta íbúa eins og veiðimaðurinn laxinn • Opnuðu heimasíðu með leiðbeiningum um hvernig eigi að mótmæla Meira

Atvinnulíf Álögur draga úr krafti, segir Jón Ólafur um stöðu mála.

Skilyrði betri en blikur eru á lofti

Jón Ólafur Halldórsson hefur einn gefið kost á sér til formennsku í Samtökum atvinnulífsins, en rafræn kosning stendur nú yfir. Aðalfundur SA verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 15. maí. Jón Ólafur, sem er viðskipta- og véltæknifræðingur að mennt, … Meira

Alþingi Daði Már Kristófersson ráðherra bar ekki af sér sakir í umræðu um fjarveru sína og fundarstjórn forseta.

Hörð hríð að forseta og fjármálaráðherra

Daði Már Kristófersson sakaður um vanvirðu við Alþingi Meira

Alþingi Hildur Sverrisdóttir þingmaður í ræðustól á þingi í gær.

Frumvarp um veiðigjöld í nefnd

Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar. Ekki þurfti að kjósa um tillögu stjórnarandstöðunnar um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en til… Meira

Holland Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur að undanförnu fjallað um ýmis mál sem tengjast hernámssvæðum Ísraela sem þó hafa notið sjálfstjórnar.

Greinargerð um Gasa send til Haag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sendi í febrúar inn skriflega greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag í máli varðandi Gasasvæðið, en það er í fyrsta sinn sem Ísland stendur eitt að slíkri greinargerð til dómstólsins Meira

Verðlaun Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari tekur við viðurkenningu SFR fyrir „stofnun ársins“ 2011.

Óvíst hvernig ólögmæt gögn láku

Málið fer sína leið í kerfinu og verður rannsakað sem sakamál • Óljóst hvort gögn voru tekin ófrjálsri hendi frá embættinu, láku fyrir misskilning eða samkvæmt heimild • Saksóknarar undir stækkunargleri Meira

Hittir úkraínskan starfsbróður sinn

„Ég er bara að fara að bjóða fram aðstoð þegar kemur að jarðhitarannsóknum, aðstoð íslenskra sérfræðingar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem fundar í dag með orkumálaráðherra Úkraínu Meira

Miðgarðar Fallegt guðshús risið.

Vígslan á Jónsmessu

Stefnt er að því að ný kirkja í Miðgörðum í Grímsey verði vígð á sumarsólstöðum, 22. júní næstkomandi. Ytra byrði guðshússins er þegar tilbúið og nú er unnið að frágangi innandyra. „Nú er verið að ganga frá kirkjuskipinu sjálfu, setja upp klæðningar og lýsingu Meira

Tímamót Starfsemi Forlagsins verður flutt af Bræðraborgarstíg 7 í lok vikunnar. Bókaútgáfa hefur verið rekin við götuna í hartnær hálfa öld.

Forlagið flytur á Fiskislóð

Bókaútgáfan Forlagið flytur í lok vikunnar allan rekstur sinn í húsnæði á Fiskislóð 39. Þar hefur Forlagið rekið bókabúð en nú færist daglegur rekstur einnig þangað. Sigþrúður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Forlagsins segir að ástæða flutninganna sé … Meira

Þýfi Brotahópar nota ferjuna Norrænu sem ferðaleið frá Íslandi.

Lögreglan tók þátt í stóraðgerð

57 handteknir í aðgerð sem sænska lögreglan leiddi • Vaxandi vandamál Meira

Bjarni H. Þórarinsson

Bjarni Hjaltested Þórarinsson, myndlistarmaður og sjónháttafræðingur, er látinn, 78 ára að aldri. Bjarni fæddist í Reykjavík 1. mars 1947 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Anna Lísa Hjaltested túlkur og Þórarinn B Meira

Tónlist Samtök tónlistarmanna vilja að tónlistarfólk á borð við meðlimi Iceguys fái sanngjarnar greiðslur fyrir notkun á tónlist þess.

Vígbúast gegn gervigreindinni

Ný stefna norrænna höfundarréttarsamtaka um gervigreind og leyfisveitingar kynnt • Ætla má að tónlistarfólk tapi 30% tekna sinna ef ekkert er að gert • Taka upp harðari stefnu en áður Meira

Leikskóli Starfsfólk borgarinnar fær fræðslu um matvælaöryggi.

Fræðsla fyrir starfsfólk aukin

Spretthópur á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um matarmál í skólum borgarinnar hefur lokið störfum og verða tillögur hópsins kynntar innan tíðar. Þetta segir Ellen Alma Tryggvadóttir, doktor í næringarfræði og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en hún situr í hópnum Meira

Hítardalsvatn Á þessu svæði hafa jarðskjálftar mælst á undanförnum vikum og mánuðum. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu.

Opinn fundur um jarðhræringar

Skjálftavirkni heldur áfram í Ljósufjallakerfinu • Borgfirðingar standa fyrir opnum íbúafundi í Borgarnesi á fimmtudagskvöld • Ari Trausti frummælandi á fundinum • Segir frá virkninni á svæðinu Meira

Metnaður til að búa vel að íþróttunum í Hveragerði

Skóflustungur • Íþróttahús í miðbæ og nærri skóla Meira

Gigg Harpa segir að stofna ætti sérstakar einingar innan stéttarfélaga fyrir sjálfstætt starfandi fólk þar sem það fengi stuðning og fræðslu.

Eigandi Hoobla segir gott að ræða málin yfirvegað

Forseti ASÍ gagnrýndi gigg-hagkerfið í ræðu á 1. maí • Aukið atvinnuöryggi Meira

Moskva Dmitrí Peskov talsmaður Kremlverja sést hér ganga hjá heiðursverði þegar sigurdagurinn var haldinn á Rauða torginu nýverið.

Kreml lætur ekki Evrópu ráða för

Engum leyfist að tala við Rússland með þessum hætti, segir talsmaður Kremlverja um kröfur meginríkja Evrópu þegar kemur að friðarviðræðum • Árásardrónar Rússlandshers dundu á heimilum fólks Meira

Réttur Kona hefur nú stigið fram með alvarlegar ásakanir.

Yfirsaksóknari í vanda staddur

Komnar eru fram ásakanir á hendur Karim Khan yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um kynferðislega áreitni og misnotkun. Er það ungur lögfræðingur og samstarfsmaður hans sem segir Khan hafa neytt sig ítrekað til kynmaka í embættisferðum þeirra víða um heim Meira

Ísland rekur lestina í upptöku nýrra lyfja

Í árlegri skýrslu samtaka frumlyfjaframleiðenda í Evrópu, EFPIA, um markaðssetningu nýrra lyfja í Evrópu kemur m.a. fram að af 173 nýjum lyfjum sem fengu markaðsleyfi á árunum 2020 til 2023 hafa 59 lyf, eða 34%, verið tekin formlega í notkun á Íslandi Meira

Í München Sigurjón og Jóhann og legsteinn Maurers.

Í fótspor Maurers á slóðum Snorra

Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, sem varð níræður í nýliðnum mánuði, hefur nær árlega frá 2014 skipulagt dagsferðir á vegum Ferðafélags Íslands í fótspor þýska fræðimannsins Konrads Maurers. Níunda ferðin verður nk Meira