Fréttir Miðvikudagur, 14. maí 2025

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ósátt við höfnun ráðherra

Útlit er fyrir að starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands verði hætt í haust ef ekkert verður að gert. „Við erum búin að segja upp leigunni og ég á von á því að það verði lokað 1. september,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands Meira

320 milljóna króna starfslokasamningar

Borgin losaði sig við 11 skólastjórnendur á hálfu níunda ári Meira

Maríuborg Styr stóð um skólastjóra Maríuborgar í vetur.

Samningur upp á 45,6 milljónir

Starfslokasamningar við 11 skólastjórnendur hjá Reykjavíkurborg á átta og hálfu ári • Meðalfjáræðin var 29 milljónir • Fleiri samningar eru sagðir í bígerð • „Hagsmunamat“, aldur og veikindi sögð ástæða Meira

Fræst í gær og malbikað verður í dag

„Nú skín sólin og það eru draumadagar í svona vinnu úti á vegunum,“ segir Birgir Blöndahl Arngrímsson, verkefnisstjóri hjá Colas Ísland. Starfsmenn fyrirtækisins settu allt á fullt í eftirmiðdaginn í gær og fræstu upp malbikskafla á Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd Meira

Hættur Úlfar Lúðvíksson hefur þegar látið af embætti.

Úlfari gert að hætta í embætti

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og hefur Úlfar Lúðvíksson, sem gegnt hefur embætti lögreglustjóra þar frá því í nóvember 2020, þegar látið af störfum. Til stóð að skipunartími Úlfars myndi renna út um… Meira

Vegvísir HMS hefur gefið út vegvísi fyrir byggingariðnaðinn. Lagt er til að leggja niður byggingarstjóra og að óháðar skoðunarstofur taki við af þeim.

Byggingaraðili á að bera ábyrgð

„Þessar tillögur leysa ekki málið og næstu árin verða húsin áfram byggð með fúski. Með þessu er verið að þyrla upp ryki og skapa óvissu inn á byggingarmarkaðinn sem er akkúrat það sem hann þarf ekki á að halda,“ segir Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara, um vegvísi HMS Meira

Gallar Það kostar 315 milljónir að laga húsið við Trilluvog 1 sem var byggt 2019. Formaður húsasmíðameistara vill að ábyrgðin sé á höndum fagmanna.

„Þetta er búið að vera í tómu rugli“

Þarf að losna við fjárfestana út af byggingarmarkaðnum Meira

Hjörtur Torfason

Hjörtur Torfason fyrrverandi hæstaréttardómari er látinn, 89 ára að aldri. Hjörtur fæddist á Ísafirði 19. september 1935. Foreldrar hans voru Torfi Hjartarson, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði og síðar tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari… Meira

Alþingi Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra.

Myndi aldrei hafa minnihlutann að fífli

Daði Már Kristófersson ráðherra til svara um fjarvist frá þingsölum Meira

Hrunskoðun Fyrstu starfsmenn nýs embættis sérstaks saksóknara í febrúar 2009: Sigurður Tómas Magnússon, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, Ólafur Þór Hauksson, Sveinn Ingiberg Magnússon og Grímur Grímsson.

Embættið opnaði skjalageymsluna

Jón Óttar opinskár • Sérstakur saksóknari örlátur á gögn Meira

Rjómablíða Sólin mun leika við landsmenn alla á næstu dögum.

Bændur geta hugað að slætti

Staða veðurkerfa með hagstæðasta móti • Blíðskaparveður næstu daga Meira

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. maí sl., 84 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 27. september 1940. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Þorsteinsson og Kristín María Gísladóttir Meira

Erfiðleikar Fjölskylduhjálpin hefur úthlutað yfir 300 fjölskyldum mat í viku hverri. Nú er starfsemin í uppnámi.

Neyðast til að skella í lás í sumarlok

Útlit er fyrir að starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands verði hætt í haust • Ásgerður Jóna ósátt við að Inga Sæland hafi hafnað styrkbeiðni • „Hún þekkir starfið og veit hvað það er mikilvægt“ Meira

MH17-vélin Brak vélarinnar var sett saman á herflugvellinum í Gilze-Rijen í Hollandi vegna dómsmálsins sem leitt var þar til lykta árið 2022.

Rússar bera alla ábyrgð að mati ICAO

Alþjóðaflugmálastofnunin úrskurðar Hollendingum og Áströlum í vil vegna MH17 • Ástralir og Hollendingar vilja skaðabætur frá Rússum • Rússland mun ekki viðurkenna „bjagaða niðurstöðu“ ICAO Meira

Kænugarður Merz og Selenskí funduðu um helgina um stöðuna.

Munu herða á refsiaðgerðum

Friedrich Merz Þýskalandskanslari varaði við því í gær að ef engin hreyfing yrði á friðarviðræðum á milli Rússlands og Úkraínu í þessari viku, þá myndu ríki Evrópu herða verulega á viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússlandi Meira

Hafna umsókn um vítissóda í Hvalfirði

Utanríkisráðuneytið hefur hafnað umsókn Rastar sjávarútvegsseturs ehf. um leyfi til vísindarannsóknar í Hvalfirði sem felast átti í því að dæla þrjátíu tonnum af vítissóda í sjóinn í firðinum. Leysa átti vítissódann upp í vatni og átti að dæla 200 tonnum af blöndunni í sjóinn Meira

Á Grænlandi Íslenski hópurinn var ánægður með ferðina.

Unnið að útbreiðslu skíðaskotfimi hérlendis

Skíðaskotfimi er tiltölulega ný íþrótt hérlendis, en markvisst er unnið að útbreiðslu hennar innan Skíðasambands Íslands. Einar Ólafsson, formaður skíðagöngunefndar SKÍ og stjórnarmaður í skíðaskotfimideild sambandsins, skipulagði keppnisferð í… Meira