Fréttir Laugardagur, 23. ágúst 2025

Einbeitt Kristrún Frostadóttir einblínir nú á ríkisfjármálin.

Ríkisstjórnin horfir inn á við en ekki til Evrópu

Forsætisráðherra ætlar ekki að eyða tíma í ESB-vegferð Meira

Systur Bryndís Klara átti eina yngri systur, Vigdísi Eddu.

Bryndís Klara mun bjarga mannslífum

Ár er síðan sautján ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir, varð fyrir fólskulegri hnífaárás á Menningarnótt. Hún lést af sárum sínum sex dögum síðar. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ræðir faðir hennar, Birgir Karl Óskarsson, um missinn, sorgina, réttarhöldin og minningarsjóðinn Meira

Póstur Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fer með póstmál.

Engin alþjónustuskylda við virka samkeppni

Innviðaráðherra ósammála túlkun á alþjónustuskyldu um póstþjónustu Meira

Menningarnótt Margir veitingastaðir selja mat og drykk utandyra í dag. Fáir hafa þó fengið sérstakt leyfi til þess.

Þrír staðir hafa fengið sérstakt starfsleyfi

Eftirlit með veitingarekstri á Menningarnótt • 200 kamrar Meira

Leiðabreytingar Breytingarnar tengjast lokunaraðstöðu Strætó á Hlemmi og eru sambærilegar þeim sem gerðar voru við Skúlagötu.

Endastöð Strætó á Hringbraut

Nýtt fyrirkomulag á stoppistöð Strætó við Þjóðminjasafnið og Gamla garð á Hringbraut hefur vakið athygli meðal vegfarenda og ökumanna. Nú stoppa strætisvagnar bæði á hægri akrein Hringbrautar á leið sinni austur og einnig inni á bílastæði sem þar er Meira

Heiða Björg Hilmisdóttir

Misræmi í réttarheimildum tefur

„Fyrir liggur misræmi í réttarheimildum hvað varðar ráðningu innri endurskoðanda því eðli málsins samkvæmt hefur ýmislegt breyst í því umhverfi síðustu tvo áratugina þegar innri endurskoðandi var ráðinn síðast Meira

Sleggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki sleppt takinu af vaxtasleggjunni þótt hún hafi slegið vindhögg við síðustu vaxtaákvörðun.

Eyðir ekki tíma í Evrópusambandið

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einblína inn á við Meira

Nýtt met í skráningu hlaupsins

Fjölmennt var í Laugardalshöllinni í gær, en þar gátu þeir sem hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sótt hlaupanúmer með innbyggðri tímatökuflögu. Þetta er í fertugasta sinn sem maraþonið er haldið Meira

Reykjavíkurborg Heilsufar starfsmanna Reykjavíkurborgar er mun verra en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, skv. tölum frá borginni.

Heilsubresturinn heldur áfram

Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar 7,5% á síðasta ári • Jafngildir því að 825 starfsmenn hafi verið veikir dag hvern í fyrra • Lítil breyting frá fyrra ári • Hærra hlutfall en á almennum markaði Meira

Guðlaugur Þór Guðlaugsson

Græn orkuöflun ekki í forgangi

Guðlaugur Þór Þórðarson segir ríkisstjórnina hafa lofað meiru en hún standi við í orkumálum. Fyrrverandi umhverfisráðherrann og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina ekki greiða veg grænnar orku, þrátt fyrir þverpólitískan vilja Meira

Vín Smáríkið er með afgreiðslu á þremur stöðum, m.a. í Hraunbæ.

Góðar líkur á fleiri ákærum

Ákærður fyrir að starfrækja netverslun með áfengi • Þetta er „fyrsta málið“ Meira

Fríðugata 1 og 3 Þetta tvíbýlishús er komið á markað í Þorlákshöfn. Lægra fasteignaverð freistar margra.

Íbúðir seljast vel í Þorlákshöfn

Fasteignasali segir vel ganga að selja blokkaríbúðir í Þorlákshöfn • Uppbygging styrki bæinn l  Fjölskyldufólk sæki í barnvænt umhverfi l  Þá sjái margir tækifæri í að innrétta sjálfir húsnæði Meira

Pósturinn Engar vörusendingar til Bandaríkjanna frá 25. ágúst.

Pósturinn hættir sendingum vestur

Pósturinn hefur tekið þá ákvörðun að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga á tollgjöldum þar í landi að undirlagi stjórnvalda. „Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Meira

Langjökull Fólki er bent á að fylgjast með fréttum af atburðarásinni.

Jökulhlaup hafið úr Hafrafellslóni

Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Vatnsstaða Hafrafellslóns virðist hærri en nokkru sinni fyrr og ekki er hægt að útiloka að hlaupið nú verði umfangsmeira en árið 2020 Meira

Njála Leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Sólveig Arnarsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson fóru með hlutverk helstu persóna úr Brennu-Njálssögu og voru þau hyllt í lok sýningar í íþróttahúsinu.

Hallgerður langbrók stal senunni

Söngur, fræðsla, leiksýning á fjölmennri Njáluhátíð • Guðni flutti „eldmessu“ • Boðið upp á „Kinnhest“ í hléinu • Meitlaður texti við tónlist Meat Loaf og Rolling Stones gerður að gamanmálum Meira

Ragnar Jónasson

Ragnar með þeim bestu í Bretlandi

Ragnar Jónasson er án efa einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar um þessar mundir og hafa glæpasögur hans svo sannarlega slegið í gegn, bæði hér heima og erlendis. Nýverið kom bók Ragnars Hvítalogn út í Bretlandi undir nafninu The Mysterious Case of … Meira

Margra metra djúpur Franz Friðriksson sest á hækjur sér í húsgrunninum við Vatnsendablett.

Margir metrar voru niður á fast

Franz Friðriksson komst að því að jarðlögin við Vatnsendablett í Kópavogi eru óvenjudjúp l  Áætlar að holan sé dýpst 4,5 metrar l  Franz og kona hans, Halla, ætla að reisa sér hús á lóðinni Meira

Kjölbátur Siglingasamband Íslands hlaut nýverið öryggis- og gæðavottun frá Alþjóðasiglingasambandinu. Vottunin er til marks um að starfið hér sé á pari við það sem best gerist erlendis.

„Á pari við það sem best gerist“

Siglingasamband Íslands hlaut nýlega vottun Alþjóðasiglingasambandsins fyrir þjálfaramenntun og siglingakennslu. Vottunin er til marks um gæði siglingastarfsins hér á landi. Þetta segir formaður sambandsins, Gunnar Haraldsson, í samtali við Morgunblaðið Meira

Göngumenn Yfir kaldan eyðisand á síðsumarsdegi. Alls er Laugavegurinn um 54 km; merktar gönguleiðir en sums staðar er gengið nærri vegslóðum.

Margir á ferð og upplifunin er sterk

Um 14.000 manns ganga Laugaveginn í sumar • Útlendingar í miklum meirihluta • Fjögurra daga ganga og fært fram í miðjan september • Vaða ár og yfir hjarnið • Bakpokar og trússbílar Meira

Bandamenn Framkvæmdastjóri NATO tekur þétt í höndina á Úkraínuforseta á nýlegum fundi þeirra.

Þörf á öflugum tryggingum

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ítrekar þörf á öflugum öryggistryggingum fyrir Úkraínu til að verjast Rússlandi • Moskva vill ekki herlið inn Meira

Óttast er að fjöldi fólks muni deyja.

Hungursneyð lýst yfir á Gasasvæðinu

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja alvarlega hungursneyð nú ríkja á Gasasvæðinu. Er þetta í fyrsta skipti sem hungursneyð er lýst yfir í Mið-Austurlöndum. Er óttast að minnst 500 þúsund manns séu í bráðri lífshættu vegna þessa Meira

Sjálfseyðingardróni Úkraínskir rannsóknarmenn kanna hér Shahed-dróna sem skotinn var niður af loftvörnum Úkraínumanna fyrr á árinu.

Árásardrónar í sífelldri framþróun

Rússar hafa á undanförnum misserum hert mjög á loftárásum sínum gegn Úkraínu, og berast nú nær daglegar fregnir af því að þeir hafi sent mörg hundruð sjálfseyðingardróna til árása á landið. Mestur var fjöldinn aðfaranótt 9 Meira

Kjarvalsstaðir Þau Edda Halldórsdóttir og Sigurður Trausti Traustason þekkja vel til verka Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og Einars Jónssonar.

Draumkennd verk tveggja meistara

Leiðsögn um sýninguna Draumaland verður kl. 6 á Kjarvalsstöðum í dag. Sérfræðingarnir Sigurður Trausti Traustason og Edda Halldórsdóttir munu þar veita innsýn í draumkennd hugðarefni Jóhannesar Kjarvals og Einars Jónssonar Meira