Fréttir Þriðjudagur, 8. júlí 2025

Veiðar mögulega undir lögregluvernd

Umdeilt ósamat Stóru-Laxár • Hver á veiði fyrir sínu landi Meira

Reykjadalur Unnið er að uppsteypu mannvirkja væntanlegs baðstaðar. Fjær sést til dala, þar sem er vinsæl gönguleið að heitum læk í fallegum fjallasal.

Reykjaböðin verða tilbúin á næsta ári

Mynd er nú að komast á uppbyggingu í Reykjadal inn af Hveragerði. Þegar ekið er um Kamba sjást miklar framkvæmdir á svæðinu, þar sem nú er verið að reisa byggingar Reykjabaðanna sem áformað er að opna snemma á næsta ári Meira

Kartöflur Eru allra bestar nýjar, kannski með silungi og smjöri.

Nýjar kartöflur koma í vikunni

Fyrsti skammturinn af nýjum íslenskum kartöflum á þessu sumri er væntanlegur í verslanir þegar kemur lengra fram í vikuna. Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum við Hornafjörð, var að gera vélar sínar klárar í gær og ætlar að byrja að taka upp úr görðum í dag Meira

Fyrir Verktakinn segir hingtorgið munu bæta aðkomu að Lónsvegi.

Hringvegarhringtorg á Akureyri langt komið

Fyrri fasa lokið • Verktaki biður fólk að sýna aðgát Meira

Þingeyri Elísa Björk ásamt syni sínum Arnari Þóri. Hún hefur í tvö ár rekið verslunina á Þingeyri í Dýrafirði.

Verslun og sjoppu Þingeyringa lokað

Eina verslunin • Stendur til að loka um mánaðamót Meira

Alþingi Mikill hiti er á vinnustað þingmanna þessar vikurnar.

Gífuryrði látin falla á Alþingi

„Við búum við það hér á þingi núna að minnihlutinn er búinn að taka lýðræðið í gíslingu. Hann bara virðir ekki lýðræðið.“ Þetta sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í gær undir liðnum fundarstjórn forseta Meira

Sykursýki Í dag eru um 150 börn með sykursýki á Íslandi.

Grípur ekki börn með sykursýki

Sveitarfélögin neita börnum um stuðning • Erfitt fyrir foreldra • Hverfi barnsins skipti máli þegar kemur að þjónustunni • Ráðgjafi borgarinnar lagði til að sex ára sykursjúkt barn yrði sent eitt á æfingu Meira

Afkoma Í samtökunum eru tuttugu og sex sjávarútvegssveitarfélög.

Áhrifamat sé nauðsynlegt

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga minna á hagsmuni almennings • Vilja að veiðigjöld verði hækkuð í þrepum Meira

Biðstaða Enn sér ekki fyrir endann á margra mánaða bið við Barónsstíg.

Byggingarleyfi Hygge afturkallað

Eigendur bakarísins Hygge bíða enn eftir leyfi frá Reykjavíkurborg til að opna nýtt bakarí við Barónsstíg 6. Í dag er 231 dagur síðan Axel Þorsteinsson rekstrarstjóri sótti fyrst um starfsleyfi. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá tóku eigendur… Meira

Dimma Sænska leikkonan Lena Olin í hlutverki sínu í þáttunum.

Hæstu greiðslur vegna Dimmu

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hérlendis nema tæpum 3,3 milljörðum króna það sem af er þessu ári. Nýverið gekk Kvikmyndamiðstöð Íslands frá úthlutun upp á rúma 1,7 milljarða króna. Stærsta úthlutunin er vegna sjónvarpsþáttanna Dimmu sem gerðir eru eftir bókum Ragnars Jónassonar Meira

Öræfi Hinn látni var einn á göngu þegar óhappið varð. Hann var 19 ára gamall karlmaður.

Ferðamaðurinn lést eftir fall

Erlendur ferðamaður sem fannst látinn í Öræfum síðastliðinn föstudag er talinn hafa fallið og er andlátið því rannsakað sem slys. Hinn látni var 19 ára karlmaður, en lögreglan hefur hvorki gefið upp þjóðerni hans né nafn Meira

Velgengnin hefur smitandi áhrif

Leifur Björnsson, yfirmaður hjá Tónlistarmiðstöð, segir vinsældir Gabríels og Laufeyjar skipta máli • Þær auðveldi enda öðrum listamönnum að komast á kortið • Árangur Íslendinga veki athygli erlendis Meira

Rusl Deilt er um hvort Sorpa eigi að fá aukagreiðslur fyrir flokkun.

Tugmilljónakröfu Sorpu var hafnað

Úrvinnslusjóður greiðir ekki aukalega • Skoða fyrirkomulag flokkunar Meira

Gilsfjörður Garpsdalur í Reykhólahreppi er við fjörðinn norðanverðan.

Vindorkuver í Garpsdal

Ráðherra gerir tillögu að breytingu á rammaáætlun • Jákvæðar umsagnir Meira

Sveitastörf Múgað á túnum í Landeyjum um helgina. Tíð hefur verð góð að undanförnu en nú er rigning í kortum.

Heyskapur gengur vel

Hey eru góð • Frjósöm mold í Fljótshlíð • Frábær spretta • Bongóblíða á Austurlandi • Svigrúm í sumarfrí Meira

Texas Björgunarsveitarmenn hafa leitað að fólki í rústum á flóðasvæðunum í grennd við Guadalupe-ána í Texas síðustu daga. Yfir 90 eru látnir.

Vill skoða manneklu á veðurstofunni

Skorið niður hjá bandarísku veðurstofunni í tíð Donalds Trumps • Mikilvægar stöður ómannaðar í Texas áður en flóðin áttu sér stað • Yfir hundrað manns látist • Dregur úr úrkomu á svæðinu í vikunni Meira

Drónaárás Reykmökkur rís eftir árásir Rússlandshers í Karkív.

Rússland lýsir yfir yfirráðum

Rússnesk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hersveitir Rússa hafi hertekið sitt fyrsta þorp í úkraínska héraðinu Dníprópetrovsk eftir mánaðalöng átök við mörk héraðsins. Héraðið á ekki landamæri að Rússlandi heldur er inni í miðju landinu Meira

Iðuveiðar Hið umdeilda veiðisvæði við Iðu. Leigutaki Stóru-Laxár hefur verið kærður fyrir veiðiþjófnað á svæðinu, en atgangur var þar um helgina.

Segir úrskurð ekki hafa áhrif á veiðirétt

Nýgenginn úrskurður svokallaðrar ósamatsnefndar um hvar ós Stóru-Laxár sé gagnvart Hvítá í Árnessýslu hefur engin áhrif á veiðiréttindi þeirra sem keypt hafa veiðileyfi fyrir landi Iðu. Úrskurðurinn fjalli ekkert um hver hafi rétt til veiða á… Meira

Tónlistarmaður Jón Ingiberg með gítarinn og nýju plötuna.

Íslensk þjóðlagatónlist

Jón Ingiberg frá Dalseli sendir frá sér 11 laga plötu • Þorleifur Gaukur Davíðsson sá um upptökur í Nashville Meira