Fréttir Mánudagur, 11. ágúst 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Lausn gíslanna skilyrðislaus krafa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það vera skilyrðislausa kröfu að hryðjuverkasamtökin Hamas sleppi gíslunum sem eru í þeirra haldi. Hún segir nauðsynlegt að ná fram vopnahléi strax og fordæmir framferði Ísraels í stríðsrekstrinum á Gasa Meira

Eftirlitið ekki í samræmi við leiðbeiningar

Borgin hafnar því að hún sé að vanrækja eftirlit með skólum Meira

Grimmdarverkin á báða bóga

Utanríkisráðherra fordæmir auknar hernaðaraðgerðir Ísraels á sama tíma og hún kallar eftir lausn gíslanna • Ástæða þess að ekki hefur tekist að semja um frið ekki „einum fremur en öðrum að kenna“ Meira

Akranes Eldur kviknaði um klukkan 11 en vel gekk að slökkva hann.

Einn grunaður um íkveikju

Einn var í gær handtekinn grunaður um íkveikju eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi á Akranesi um klukkan ellefu í gærmorgun. Þetta segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi Meira

Veggjalús Óværan er skæð.

Engin tilkynning þrátt fyrir faraldur

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir engar tilkynningar um veggjalýs (e. bedbugs) hafa borist eftirlitinu í sumar, en slík tilfelli séu tilkynningarskyld. Í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku greindi… Meira

Símasamband Bærinn Hítardalur er umlukinn háum fjöllum svo ekkert farsímasamband er á svæðinu. Bóndinn á bænum hefur áhyggjur.

Fjarskiptaöryggi ábótavant

Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir sveitarstjórnina hafa lagt kapp á að fjarskiptafyrirtækin vinni að því að bæta símasamband í sveitarfélaginu vegna öryggissjónarmiða, mikillar umferðar á svæðinu og vegna þess að ýmsir mælar kalli á fjarskiptaþjónustu Meira

Einkunnir Bjarki Már Baxter segir núverandi einkunnakerfi gera það erfiðara fyrir foreldra, sem og nemendur, að sjá hvernig þeim gengur.

Erfitt að fylgjast með árangri barnanna

Dóttirin fékk alltaf B, sama hvað hún lagði sig mikið fram Meira

Þrefaldur heimsmeistari Jón Ársæll Bergmann hefur ekki mikið fyrir því að ríða sigurhringinn á flugaskeiði með íslenska fánann í annarri hendi og slakan taum í hinni, á gæðingnum Hörpu frá Höskuldsstöðum.

Íslendingar fremstir meðal jafningja

Unnu 9 gull í 14 greinum • Aðalheiður og Hulinn unnu T2 • Jón Ársæll sigraði samanlagt l  Védís Huld með gull í T1 og fjórgangi l  Árni Björn heimsmeistari í tölti l  U 21-liðið í sérflokki Meira

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Efni fyrir Íslendinga síður styrkt

„Sjónvarps- og kvikmyndaumhverfið þessa dagana er mjög vont og mætti í raun líkja því við rjúkandi rúst.“ Þetta segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri í samtali við Morgunblaðið um umhverfi styrkveitinga til íslenskrar kvikmynda- og þáttagerðar Meira

Grímsey Nýja kirkjan var vígð af biskupi og klukkurnar helgaðar.

Biskupinn vígir Grímseyjarkirkju

Hallgrímskirkjusöfnuður gaf kirkjuklukkurnar sem vinar- og endurgjöf Meira

Seltjarnarneslaug Þór á ekki von á að aðsóknin verði minni við breytinguna.

Einhvers staðar þurfi að hagræða

Seltirningar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lýst miklum vonbrigðum vegna fyrirhugaðrar skerðingar á afgreiðslutíma Seltjarnarneslaugar í vetur sem bærinn kynnti á dögunum. Breytingarnar taka gildi 1 Meira

Formaður „Æfingarnar eru gefandi og svo er líka gaman að sjá þegar krakkarnir una sér löngum stundum á Hlíðarenda og eru þar eitthvað að bardúsa,“ segir Hafrún um starfið og menninguna innan Vals.

Allir okkar iðkendur eru mikilvægir

„Börn þurfa að hafa svigrúm og möguleika til þess að æfa íþróttir sem lengst og prófa sig í sem flestu,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir formaður Vals. „Krakkarnir eiga ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að velja milli greina fyrr en á framhaldsskólaaldri Meira

Pása Páll Orri hér með sínu fólki í garðinum. Útivinna er ekki amaleg á góðum dögum þegar sólin skín um alla jörð.

Góð uppskera og afurðir eftirsóttar

Hjarta grænmetisræktunar á Íslandi slær á Flúðum • Margir veðursælir dagar í sumar og vel hefur gengið • Páll Orri er kátur í kálræktinni • Þarf mannskap • Innflutningur er ástæðulaus Meira

Valkostir Trump hefur verið mjög í mun að efla bandaríska rafmyntahagkerfið. Að breyta reglum um 401(k)-sjóði væri veigamikill liður í því.

Lífeyrisreikningakerfið verði útvíkkað

Trump vill opna á rafmyntir og framtaksfjárfestingar • Gagnrýnendur vara við óvissu, áhættu og kostnaði Meira

Fundur Selenskí hefur enn ekki fengið boð á fund Trumps og Pútíns.

Selenskí gæti mætt á fundinn

Sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu sagði mögulegt að Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, gæti sótt leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem haldinn verður í Alaska seinna í þessari viku Meira

Sameinuðu þjóðirnar Haldinn var neyðarfundur Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem fjallað var um áform Ísraels á Gasasvæðinu.

Fordæma áform Ísraelsríkis á Gasa

Kalla eftir því að áform Ísraels verði dregin til baka • Sakaði ríki um að nýta sér fundinn til að ásaka Ísrael um þjóðarmorð • Netanjahú neitar því að Ísrael sé að svelta Palestínumenn • Segir gíslana svelta Meira

Skólastofa Í leiðbeiningum mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að til að sinna ytra mati þurfi sérstakir matsaðilar að heimsækja grunnskóla.

Skólana á að heimsækja og skýrslur birta

Sex ár eru liðin frá því að Reykjavík birti síðast skýrslu með niðurstöðum eftirlits, eða svokölluðu ytra mati á grunnskólum í borginni. Borgarstjórinn og sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs hafna því þó að borgin sé að vanrækja eftirlitið, heldur sé það nú gert með öðrum hætti en áður Meira

Sælkerar Þeir Kristinn og Gunnar Karl stóðu áður að rekstri veitingastaðarins Dills í Reykjavík sem hefur í tvígang hlotið Michelin-stjörnu.

Ástríða og áskorun í rekstri á Þingeyri

Eftir áralangan rekstur á mörgum af fremstu veitingastöðum Reykjavíkur hefur veitingamaðurinn og sælkerinn Kristinn Vilbergsson nú söðlað um og hafið rekstur á hóteli og veitingastað á Þingeyri á Vestfjörðum Meira