Fréttir Þriðjudagur, 15. júlí 2025

Hildur Sverrisdóttir

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

Olli trúnaðarbresti milli forseta og stjórnarandstöðunnar Meira

Strandveiðar Strandveiðimenn eru bjartsýnir á að geta haldið veiðum áfram út ágúst að því gefnu að ráðherra nýti heimild til að auka kvótann.

Von um strandveiðar út sumarið

Auka þarf veiðiheimildir til þess að tryggja 48 daga strandveiði • Búið er að veiða 93% Meira

Hlaupa Jakkaföt og hlaupaskór sameinast í 420 kílómetra hlaupi.

Jakkafataklæddir langhlauparar

Hlaupahópurinn HHHC Boss hyggst hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í ágúst. Hópurinn hefur vakið athygli síðustu ár fyrir hlaup sín til styrktar góðum málefnum, en ekki síður fyrir góðan klæðaburð Meira

Logi Einarsson

Óvissu fjölmiðla verður eytt í haust

Frumvarp um breytingu á lögum um styrki til einkarekinna fjölmiðla var ekki klárað á þinginu sem lauk í gær. Frumvarpið kvað meðal annars á um eins árs framlengingu á stuðningi við einkarekna fjölmiðla, þar sem styrkjakerfið féll úr gildi um síðustu áramót Meira

Ríkisborgari Nadya Tolokonnikova, liðskona rússneska andófshópsins og hljómsveitarinnar Pussy Riot, er meðal þeirra sem hlutu ríkisborgararétt.

Fimmtíu fá ríkisborgararétt

Fimmtíu manns hlutu íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar var samþykkt í gær á Alþingi. 248 umsóknir bárust nefndinni. Meðal þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er kólumbíski drengurinn Oscar Bocanegra en fyrr á árinu stóð til að vísa Oscari úr landi Meira

Blaðlaus Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti blaðlaus í pontu og vakti ræða hans um veiðigjöld mikla athygli, enda var hann ómyrkur í máli.

Þinglok í skugga kjarnorkuákvæðis

Ákvæðið ekki án afleiðinga • Valdbeiting kallar á viðbrögð Meira

Reykjavíkurborg Hvatt er til að skilyrði jafnvægisreglu verði uppfyllt.

Jafnvægi í rekstri skilyrt árið 2026

Þótt rekstrarniðurstaða A- og B-hluta ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir árin 2023 til 2025 stefni í að vera jákvæð fyrir tímabilið er útlit fyrir að rekstrarniðurstaða A-hlutans verði neikvæð á þessu ári sem nemur ríflega 3,1 milljarði króna Meira

Lundi Hægt verður að fylgjast betur með lundastofninum með nýrri tækni.

Drónar fylgjast með lundanum

Ný tækni auðveldar talningu á holum í eyjunum • Stofninn hefur minnkað á síðustu 30 árum Meira

Birkimelur 1 Áform borgaryfirvalda um að heimila byggingu stórhýsis á bensínstöðvarlóðinni á Birkimel 1 hafa vakið höfð viðbrögð nágranna.

Undirskriftir gegn Birkimel

Neikvæðar umsagnir um byggingaráform á bensínstöðvarlóð • Sögð ósamrýmanleg íbúðabyggð í nágrenninu • Stofnun hagsmunasamtaka er nú í undirbúningi Meira

Gróðureldar Útköllum vegna gróðurelda hefur fækkað að mun.

Gróðureldum fækkað um helming

Slökkviliðin sinntu 634 útköllum á 2. ársfjórðungi • 38 vegna gróðurelda Meira

Blanda Blöndulón er nú komið á yfirfall og er það í fyrsta skipti sem það hendir í júlímánuði. Það hefur venjulega ekki gerst fyrr en síðsumars.

Blöndulón fór á yfirfall um liðna helgi

Blöndulón fór á yfirfall um liðna helgi, en þetta er í annað sinn í sumar sem það hendir. Það gerðist síðast í maí sl., en lónið hefur aldrei fyrr farið á yfirfall í júlímánuði. Í tilkynningu frá Landsvirkjun er ástæðan rakin til hlýs vetrar sem… Meira

Við Skeifuna Skrifstofuturninn á Grensásvegi 1 er vinstra megin á myndinni en Orkureiturinn hægra megin.

Óvissan hefur áhrif á markaðinn

Húsbyggjandinn Jón Þór Hjaltason, sem byggir íbúðir og atvinnuhúsnæði við Skeifuna, merkir kólnun • Væntingar um vaxtalækkanir hafi ekki gengið eftir og óvissa innanlands og utan haft sitt að segja Meira

Feðgar Ian Stephen er rithöfundur frá Skotlandi. Hann hefur lengi dreymt um að sigla til Íslands og ákvað í fyrra að láta verða af því með syni sínum.

Draumur feðganna orðinn að veruleika

Ian og Sean eru nú komnir til Húsavíkur eftir góða ferð Meira

Bjargtangar Horft að ljósvita og rafstöðvarhúsi á vestasta odda Íslands. Nýju bílastæðin verða fjær, utan þess ramma sem hér sést á myndinni.

Breyta bílastæðum við Bjargtanga

Hafist verður handa í haust við gerð nýrra bílastæða við Bjargtanga út við Látrabjarg. Hönnun er lokið og framkvæmdaleyfi, gefið út af Vesturbyggð, er í hendi. Nýju stæðin verða nokkru innar í landinu en núverandi stæði, svo í framtíðinni þarf að… Meira

Gjaldtaka Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að bílastæðaöpp segi landeigendum á sölukynningum að bílastæði séu vannýtt auðlind.

Smáforrit ákveða gjöldin sjálf

Hægt að leggja án þjónustugjalda • Stöðumælum fer fækkandi • Rukkaður um háa upphæð fyrir skutl • Rennan frí í fimm mínútur • Engin viðbrögð frá ríkinu • Bílastæði sögð vannýtt auðlind Meira

Pål Jonson

Allt að 70 ára menn kvaddir í herinn

Stjórnvöld í Svíþjóð íhuga nú að kalla fyrrverandi hermenn, allt upp undir sjötugt, inn til þjónustu í herinn til að tryggja að innviðir sænska hersins séu reiðubúnir ef til átaka kemur. Tillagan er ein af nokkrum sem lagðar eru til í nýrri úttekt… Meira

Sagnfræðingur Catherine Coreless við heimilið í Tuam á Írandi.

Lík barna grafin í ónotaðri rotþró

Uppgröftur á fjöldagröf í Tuam á vesturhluta Írlands hófst í gær en talið er að hátt í 800 börn hafi látist á heimilinu. Kaþólskar nunnur ráku þar fæðingarheimili fyrir ófrískar konur á árunum 1925 til 1961 Meira

Bandaríkjaforseti Frá blaðamannafundi Trumps og Ruttes í Hvíta húsinu þar sem þeir tilkynntu um nýjan samning NATO og Bandaríkjanna.

Hótar Pútín með auknum tollum

Hyggst leggja tolla á ríki sem enn stunda viðskipti við Rússland • Rússlandsforseti hefur 50 daga til að semja um stríðslok • Þolinmæðin á þrotum • Kaupa Patriot-eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu Meira

Öræfajökull Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár jökla á hverfanda hveli. Markmiðið er að varpa ljósi á rýrnun jökla.

Hitabylgja síður góð fyrir jökla landsins

Veðrið hefur svo sannarlega leikið við landsmenn undanfarna daga og hefur hitastig náð upp undir 30 gráður í flestum landshlutum. Þótt slík veðurblíða sé afar kærkomin getur hún haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, einkum þegar litið er til jökla landsins, sem bráðna nú hratt Meira

Á Grandagarði Snorri Ásmundsson bíður eftir að fá sér kaffi og með því á Kaffivagninum.

Allir vegir færir og Snorri mættur á ný

Strandamaðurinn Snorri Ásmundsson frá Snartartungu í Bitrufirði flutti 28 ára gamall með eiginkonu og dóttur þeirra til Winnipeg í Manitoba í Kanada 1970 og hefur búið og starfað í fylkinu síðan, í 55 ár, en Íslendingar settust þar fyrst að fyrir 150 árum Meira