Fréttir Miðvikudagur, 9. júlí 2025

Kjarnorkukafbátur til hafnar

Bandarískur kjarnorkukafbátur af gerðinni Los Angeles leggst í dag að bryggju á Grundartanga í Hvalfirði. Segja má að um sögulegan viðburð sé að ræða en þetta er í fyrsta skipti sem kjarnorkuknúinn kafbátur kemur í íslenska höfn Meira

Í Keflavík Drög að ferðaþjónustukjarnanum KEF Center.

Byggja nýja ferðamiðstöð í Keflavík

Hótelstjóri Hótels Keflavíkur kynnir mikil áform í bænum Meira

Orð fjármálaráðherra á svig við lög

Yfirlýsing um öryggi fjárfestinga átti ekki stoð í útboðslýsingu Meira

Álver Alcoa Viðræður um nýjan kjarasamning hafa siglt í strand.

Hefja undirbúning verkfalla í ágúst

Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum AFLs og RSÍ við Alcoa-Fjarðaál Meira

Deilur Harðar deilur standa nú yfir um veiðisvæðið á Iðu, eftir að úrskurðarnefnd færði ós Stóru-Laxár niður ána.

Vill friða ós Stóru-Laxár 250 m niður eftir

Leigutaki Stóru-Laxár segist í fullum rétti á Iðusvæðinu Meira

Tillaga Hildur Sverrisdóttir lagði til að taka fjármálaáætlun á dagskrá.

Felldu tillögu um fjármálaáætlun

Dagskrártillaga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi um að fjármálaáætlun yrði fyrsta mál á dagskrá þingfundar sem hófst kl. 10 í gærmorgun var felld með atkvæðum stjórnarliða við upphaf fundarins í gær Meira

Bergþór Ólason

Mislyndi ráðherra rætt á Alþingi

„Mig langar að vekja athygli virðulegs forseta á mislyndi hæstvirts atvinnuvegaráðherra sem virðist birtast í því að það er alveg sérstök gerð af óþoli sem er að brjótast fram gagnvart umræðu hér í þingsal.“ Þannig hóf Bergþór Ólason… Meira

Einar Bárðarson

Afar ósáttir við eftirlitið

Mikill meirihluti veitingamanna er ósáttur við seinagang við leyfisveitingar heilbrigðiseftirlits og viðmót starfsfólks • Vilja ekki rugga bátnum og óttast viðbrögð Meira

Landsréttur Fyrstu málsgögnin hafa verið birt á vef Landsréttar.

Kröfðust lausnargjalds

Nótt­ina eft­ir að maður sem beið bana í hinu svo­kallaða Gufu­nes­máli var num­inn á brott frá heim­ili sínu í mars barst konu hans sím­tal þar sem hún var kraf­in um um­tals­verða fjár­muni í lausn­ar­gjald, með vís­an til þess að hann væri kyn­ferðisaf­brotamaður Meira

Ráðherrann Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var útbjóðandi í hinsta hlutafjárútboði ríkisins á hlutum þess í Íslandsbanka.

Vandræði Daða Más vegna útboðs Íslandsbankabréfa

Yfirlýsing um „öruggustu fjárfestingar“ í miðju útboði var tæplega lögmæt Meira

Vindmyllur Í Garpsdal verður 21 vindmylla og sjást myllurnar lítið frá byggð.

Sveitarfélagið styður áform ráðherra

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar í Reykhólahreppi, segir áform um vindmyllur í Garpsdal vera fagnaðarefni fyrir sveitarfélagið. Mikið samráð hefur verið á milli EM Orku, sem stendur að verkefninu, og sveitarfélagsins Meira

Hvammsvirkjun Héraðsdómur felldi virkjunarleyfið úr gildi í janúar.

Staða Hvammsvirkjunar skýrist

Dómsuppkvaðning í Hæstarétti klukkan 11.00 • Sækjast eftir virkjunarleyfi Meira

Veiðigjöld Frumvarpið um veiðigjöld var rætt á Alþingi í gær.

Grípur ekki smærri fyrirtæki

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ótal umsagnir hafa borist á seinustu dögum um frumvarp um hækkun veiðigjalda og ítrekar að engin greining á áhrifum frumvarpsins hafi verið unnin Meira

Hjón Ragnheiður Ólafsdóttir og Geir Magnússon keyptu skemmtistaðinn Vagninn á Flateyri ásamt fleirum.

Kabarett og kannabis á Vagninum

Flateyri iðar af mannlífi • Fasteignaverð hækkað með fjölgun ferðamanna • Hópur fólks keypti ódýr hús og gerði upp • Baggalútur segir kyrrðina heilla • París norðursins upphafið Meira

Loftvarnir Patriot-loftvarnarkerfið hefur reynst vel í Úkraínustríðinu.

Senda aftur vopn til Úkraínu

Trump segir nauðsynlegt að senda vopn til að hjálpa Úkraínumönnum við að verjast loftárásum Rússa • Kremlverjar ósáttir • Skortur á Patriot-flaugum Meira

Samdráttur Stjórnendur verktakafyrirtækja telja að samdráttur sé fram undan í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði, ef marka má nýja könnun.

Íbúðum í byggingu fækkar umtalsvert

Íbúðum í byggingu kemur til með að fækka svo um munar á næstu 12 mánuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað Meira

Við Hallgrímskirkju Max Frayne leggur mótherja sinn á sýningunni.

Vekja athygli á arfleifð glímunnar

Forystumenn Glímusambands Íslands hafa hafið átak til stuðnings íþróttinni. „Annars vegar viljum við reyna að efla áhuga á glímu sem íþrótt og hins vegar vekja athygli á og halda á loft arfleifð íþróttarinnar með varðveislu hennar í… Meira