Fréttir Fimmtudagur, 10. júlí 2025

„Hvammsvirkjun verður að veruleika“

Ráðherra vill lágmarka tafir og fjárhagstjón eins og kostur er Meira

Iða Hart er deilt um veiðirétt við Iðu þar sem Stóra-Laxá mætir Hvítá.

Deilan um Iðu í hörðum hnút, veiðifélag og veiðideild eru á öndverðum meiði

Deilan á milli veiðideildar Stóru-Laxár í Hreppum og leigutaka veiðiréttar í ánni annars vegar og jarðeigenda á Iðu hins vegar virðist vera í hörðum hnút. Veiðifélag Árnesinga, sem veiðideild Stóru-Laxár er aðili að, hefur lýst því áliti sínu að… Meira

Lundi Gylfi segir að lundanum hafi heldur fjölgað í Grímsey en hitt.

Lunda frekar fjölgað í Grímsey

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Gylfi Þorgeir Gunnarsson, íbúi í Grímsey, er ekki sammála þeim fullyrðingum. Gylfi hefur búið í Grímsey síðan 1976 og fylgst vel með fuglalífinu í eynni Meira

Atöfn Auðunn Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar kveður Hauk um borð í Freyju.

Einn túr af sjóveiki upphafið að 53 árum

Haukur Davíð Grímsson lét af störfum eftir langt og gott starf hjá Landhelgisgæslunni á þriðjudaginn. Kveðjuhóf honum til heiðurs var haldið á varðskipinu Freyju þar sem Haukur hefur starfað undanfarin ár Meira

Dansspor Inga Sæland fékk ekki orðið en steig dansspor í þingsal.

Varamenn inn fyrir ráðherra

Viðræður um þinglok héldu áfram í gær og eru sagðar á viðkvæmu stigi, nú laust áður en blaðið fór í prentun. Heimildir blaðsins herma að staðan sé áþekk því er var sl. föstudag, áður en viðræður sigldu í strand Meira

Frumvarpið hjó ekki á hnútinn

Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem farið verði yfir nýfallinn dóm Hæstaréttar, sem staðfesti dóm héraðsdóms þess efnis að fella úr gildi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Meira

Hvammsvirkjun Fyrirsjáanlegar eru tafir á byggingu Hvammsvirkjunar eftir að Hæstiréttur ógilti virkjunarleyfið.

Virkjunarleyfið var fellt úr gildi

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um Hvammsvirkjun • Landsvirkjun mun sækja um nýtt leyfi von bráðar • Virkjuninni mun seinka • Viðbótarkostnaður mun nema milljörðum • Samfélagið tapar Meira

Sitja uppi með óskýr lög og reglur

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) og einstaka heilbrigðiseftirlitssvæði hafa ítrekað bent á brotalamir í löggjöf um hollustuhætti og að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sitji uppi með óskýr lög og reglur til að vinna eftir og framfylgja Meira

Ósasvæði Ós Stóru-Laxár hefur verið skilgreindur neðar en áður var, en það er sagt ekki hafa áhrif á rétt til veiða.

Leigutaka Stóru-Laxár óheimilt að veiða á Iðu

Stjórn Veiðifélags Árnesinga kveður upp úr í deilu um veiðirétt fyrir landi Iðu Meira

Músík Todmobile verður á Selfossi þar sem Eyþór Arnalds fer fimlega með sellóstrengina.

Kótelettan á Selfossi er að hefjast

Tónlist og Todmobile • Alls um 40 númer koma fram • Grillað verður af gleði í Sigtúnsgarðinum Meira

Dúxinn Guðrún Gígja gat leyft sér að brosa við útskriftina vestanhafs enda var árangurinn framúrskarandi.

Áhrifaríkar lærdómsaðferðir í Columbia

Íslenskur dúx í meistaranámi í Columbia Law í New York Meira

Vinsældir Eva Björg Ægisdóttir nýtur vaxandi vinsælda í Bretlandi. Hún fagnaði útgáfu bókar sinnar í Goldsboro-bókabúðinni í London í gær.

Bók Evu Bjargar ein sú besta

Lofsamleg umsögn í The Times í Bretlandi • Í hópi þekktra höfunda Meira

Ævintýrahús Amtmannshúsið á Arnarstapa var flutt aftur á sinn upprunalega stað á árunum 1985-1986. Húsið var friðað árið 1990.

Sögufrægt ævintýrahús á Arnarstapa

Svissnesk hjón keyptu Amtmannshúsið á Arnarstapa • Fengu hönnuðinn Hálfdan Pedersen til að endurgera húsið • Byggja vellíðunarhús í jaðri lóðarinnar • Umfjöllun í erlendum miðlum Meira

Kálfshamarsvík Stuðlabergið í fjörunni setur sterkan svip á staðinn. Þetta er norður á Skaga; kjálkanum mikla milli Húnaflóa og Skagafjarðar.

Hvert á land? – Bakar vöfflur í Borgarfirðinum – Fer á hverju sumri í Veiðivötn – Veiðimaðurinn í fjallahringn

Sumarið er tími ferðalaga og vegir liggja til allra átta. Öll eigum við okkar eftirlætisstaði; sakir fegurðar þeirra, upplifunar eða góðra minninga. Um þetta hefur fólk sögur að segja – sem eru fjölbreyttar rétt eins og landið okkar er í allri sinni dýrð. Meira

Sjávarútvegur Atvinnugrein í stöðugri þróun eins og dæmin sýna.

Félagi slitið eftir starf í alls 114 ár

Á dögunum var Fiskifélagi Íslands slitið eftir 114 ára starf. Frá þessu er greint á vef Sjómannasambands Íslands. Umræður um framtíð félagsins hófust hjá stjórn 2023. Á aðalfundi það ár var samþykkt að slíta félaginu en þó ekki fyrr en samstaða… Meira

Bólusetning Þúsundir mættu í Laugardalshöll og fengu vörn gegn veiru. Útlendingana vantaði þó í nokkrum mæli.

Pólverjarnir mættu síst í sprauturnar

Aðeins um þriðjungur pólskra innflytjenda á Íslandi og og 43% annarra innflytjenda frá Mið- og Austur-Evrópu þáðu þrjá skammta af bóluefni vegna COVID-19 en þátttaka Íslendinga var 73%. Þetta kemur fram í rannsókn fjögurra fræðimanna á sviði… Meira

Nýjar höfuðstöðvar Byggingin, sem verður áberandi, verður tekin í notkun eftir um tvö ár.

Tesla fjölgar hraðhleðslugörðum

Fimm slíkir garðar bætast við á jafn mörgum stöðum í sumar • Enn fleiri garðar áformaðir • Eftirspurnin umfram væntingar • Þá er verið að byggja nýjar höfuðstöðvar Tesla í Hafnarfirði Meira

Árásir Barist við elda eftir miklar loftárásir Rússa á Úkraínu í gær.

Margháttuð mannréttindabrot Rússa staðfest

Rússar munu ekki bregðast við niðurstöðu Mannréttindastólsins Meira

Sprengingar Reykur stígur upp eftir að Ísraelsher gerði loftárás á Tuffah, úthverfi Gasaborgar, í gærmorgun.

Segist vongóður um vopnahléssamning

Utanríkisráðherra Ísraels sagðist í gær vera vongóður um að það takist að semja um vopnahlé á Gasasvæðinu og að gíslum, sem Hamas-samtökin halda þar, verði slept. „Ef samningar nást um tímabundið vopnahlé munum við semja um varanlegt… Meira

John Lennon

Ástarbréf Lennons selt á uppboði

Tveggja síðna ástarbréf sem John Lennon sendi Cynthiu Powell, síðar eiginkonu hans, frá Hamborg í apríl árið 1962 seldist á uppboði hjá Christie’s í Lundúnum í gær fyrir 69.300 pund, jafnvirði nærri 11,5 milljóna króna Meira

Konur í minnihluta í úthlutun þrotabúa

Þrátt fyrir að konum hafi fjölgað í lögmannastéttinni hefur hlutdeild þeirra í úthlutun þrotabúa staðið í stað og verið undir væntingum síðustu ár. Tölur frá Dómstólasýslunni og greining sem birt var í Lögmannablaðinu sýnir að karlar eru áfram í… Meira

Hjónin Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, berjast þessa dagana við erfitt verkefni með seiglu og bjartsýni að vopni.

Energí og trú er drifkraftur Valgeirs Stuðmanns

Hinn þjóðþekkti ástsæli söngvari og tónskáld Valgeir Guðjónsson og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, búa í fallegu húsi, Bakkastofu, á Eyrarbakka, sem er hús með sögu og sál þar sem þau taka reglulega á móti gestum með söngvum, sögum og kræsingum allt árið. Gestirnir eru af öllum toga, innlendir og erlendir, í stórum sem smáum gestakomum af breytilegu tilefni. Meira

Afli Andrea Hjaltadóttir sjómaður hefur fundið réttu fjölina.

Ekkert er betra en sjómennskan

Andrea Ólöf Hjaltadóttir byrjaði með eigin bát, Ragnar Alfreðs GK 183, á strandveiðum í maí og gerir út frá Sandgerði. Hún er 29 ára og fékk sjómannsbakteríuna fyrir um fimm árum. Byggði upp reynslu á sjó með Róbert Heiðari Georgssyni fósturföður… Meira