Fréttir Laugardagur, 19. júlí 2025

57,6 milljónir króna í 55 útlandaferðir

Heildarkostnaður vegna ferða ráðherra ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur til útlanda frá upphafi kjörtímabilsins í lok 2024 er tæpar 60 milljónir kr. Útlistaðar voru 55 utanlandsferðir ráðherranna í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira

Sterk fylgni milli einhverfu og ADHD

Tvö af hverjum þremur einhverfum börnum eru einnig með ADHD. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar á andlegri heilsu barna og unglinga án þroskahömlunar á Íslandi. Rannsóknin þykir afar sérstæð að því leyti hvað gögnin sem stuðst er… Meira

Fundur Ursula von der Leyen og Kristrún Frostadóttir á fundi.

Kennir skrifstofu von der Leyen um

Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir skrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa óskað eftir því að fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hefði milligöngu um að fá spurningar íslenskra fjölmiðla fyrir fram vegna… Meira

Evrópusamband Ursula vakti athygli á blaðamannafundinum á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ þegar hún sagði að umsókn Íslands væri enn í gildi.

Formgalli útskýrir virka umsókn

Eftir að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að aðildarumsókn Íslands væri enn í gildi hefur deila blossað upp á ný um það hvort Ísland teljist í raun umsóknarríki eða ekki Meira

Fjölskylda Bergur segir það hafa verið erfiðast að vera í burtu frá fjölskyldu sinni, sem gekk síðasta spölinn með honum, meðan á göngunni stóð.

Fæturnir farnir en líðanin góð

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Bergur Vilhjálmsson lauk í gær 465 kílómetra göngu sinni yfir hrjóstruga víðáttu Sprengisands, sem hann fór í með 100 kílóa kerru í eftirdragi. Gönguna fór hann til að vekja athygli á andlegri heilsu og safna fé fyrir Píeta-samtökin Meira

Ákall Sigurður Ingi krefst þess að blásið verði til fundar í nefndinni.

Kalla eftir fundi í utanríkismálanefnd

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur kallað eftir því að formaður nefndarinnar, Pawel Bartoszek, boði til fundar í nefndinni til að ræða það sem íslenskum stjórnvöldum og Ursulu von der… Meira

Gunnlaugur Guðmundsson

Gunnlaugur Guðmundsson, fv. kaupmaður í Reykjavík, lést 16. júlí á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík, 94 ára að aldri. Gunnlaugur fæddist í Vesturhópshólum í V-Húnavatnssýslu 8. febrúar 1931. Foreldrar hans voru Ingibjörg Lára Guðmannsdóttir og Guðmundur Jónsson, bændur í Vesturhópshólum Meira

Strandveiðibátar Strandveiðum er lokið í ár og bátarnir lagstir að bryggju.

Birtingarmynd vandræðagangs

Átta sig ekki á ábyrgð sinni og skyldum • Gefast upp á einum málaflokki og færa hann á milli ráðuneyta • Innistæðulaust loforð um 48 daga til strandveiða • Strandveiðum komið yfir til Flokks fólksins Meira

Eyjólfur Ármannsson

Ráðherrar misjafnlega ferðaglaðir

Sumir ferðast alltaf á Saga Class – aðrir aldrei • Að minnsta kosti 57,6 milljónir á kjörtímabilinu • Ráðherrum heimilt að ferðast á fyrsta farrými með einum förunaut • Allt að fjórir í föruneyti ráðherra Meira

Ásgerður Sverrisdóttir

Ásgerður Sverrisdóttir læknir lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 13. júlí sl. 63 ára að aldri. Ásgerður fæddist í Reykjavík 1. mars 1962. Foreldrar hennar voru hjónin Sverrir Erlendsson skipstjóri og Dóra Bergþórsdóttir húsmóðir Meira

Teflt Áhuginn aldrei meiri, segir Gunnar Björnsson um stöðu mála.

Samband í plús og landslið kynnt

Tveggja milljóna króna hagnaður varð af rekstri Skáksambands Íslands á síðasta ári. Þetta kom fram á framhaldsaðalfundi sambandsins sem haldinn var í síðustu viku. Vegna margra samverkandi þátta voru reikningar sambandsins ekki tilbúnir í tíma fyrir … Meira

Byggt í borginni Vaxtahækkanir eru sagðar eiga þátt í að hægt hefur á uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Framboðið ekki í takt við eftirspurn

Fækkun bílastæða hefur áhrif á sölu íbúða • Borgin vill nú bílastæðahús en ekki bílakjallara l  Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir háa vexti meginskýringuna á fækkun íbúða í byggingu Meira

Sigling Dettifoss kemur inn Sundin við Reykjavík á fallegum sumardegi.

Dettifoss er aftur kominn á áætlun

Ms. Dettifoss, flutningaskip Eimskipafélag Íslands, er kominn aftur á áætlun eftir frátafir. Sem kunnugt er bilaði aðalvél skipsins þegar það var á leið til Nuuk á Grænlandi á miðvikudag í síðustu viku Meira

Bíldudalur Ákveðið var að reisa nýjan grunnskóla á Bíldudal eftir að mygla greindist í fyrra húsnæði skólans.

Bygging nýs skóla á Bíldudal gengur vel

Framkvæmdir við nýjan grunn- og leikskóla á Bíldudal ganga vel að sögn talsmanns Vesturbyggðar. Ákveðið var að rífa gamla skólann á Dalbraut 2 á Bíldudal eftir að mygla kom upp í húsnæðinu. Framkvæmdir við nýja skólann hófust í upphafi árs og var í… Meira

Bjarg Aðstæður á Bjargi eru birtingarmynd mun stærra þjóðfélagslegs vandamáls að sögn Gríms Atlasonar framkvæmdastjóra Geðhjálpar.

Aðstæður á Bjargi ekki boðlegar

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig í geðheilbrigðismálum • Ólga á Seltjarnarnesi • Dæmdur kynferðisafbrotamaður vistaður í grennd við grunnskóla Meira

Vegalagning gengur ágætlega

„Verkið gengur ágætlega, en verklok eru áætluð í september á næsta ári,“ segir Kristinn Sigvaldason, sviðsstjóri hjá Borgarverki, í samtali við Morgunblaðið, en Borgarverk vinnur nú að vegagerð á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði Meira

Háskólinn í Reykjavík Rannsóknin þykir einstök á heimsvísu vegna þeirra gagna sem stuðst var við. Þórhildur er hér til vinstri á myndinni, Kristín Rós fyrir miðju og Dagmar til hægri.

Árekstrar oft mistúlkaðir sem óþekkt

Ný íslensk rannsókn á einhverfu og ADHD vekur athygli • Sterk fylgni milli einhverfu og ADHD • Áskoranir einhverfra oft mistúlkaðar • Íslenskir foreldrar almennt styðjandi Meira

Vatnsdalur Byggðarráð Húnabyggðar hefur verið ómyrkt í máli og gagnrýnt ákvörðun yfirvalda og Vegagerðarinnar harðlega.

Nýr Vatnsdalsvegur styttur

Ákvörðun hefur verið tekin um að stytta fyrirhugaðar slitlagsframkvæmdir við Vatnsdalsveg í Húnabyggð úr fimmtán kílómetrum í níu vegna fjárskorts, að sögn Gunnars Helga Guðmundssonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi Meira

Sakamál Trump krefst þess að öll gögn í máli kynferðisbrotamannsins Jeffreys Epsteins verði gerð opinber.

Trump neitar klúrri afmæliskveðju

Trump krefst þess að dómsmálaráðuneytið afhjúpi öll gögn í Epstein-málinu • Segir afmæliskveðjuna vera falsaða • „Til hamingju með daginn og megi allir dagar vera enn eitt dásamlegt leyndarmál“ Meira

Börn með erfðaefni þriggja einstaklinga

Átta heilbrigð börn hafa fæðst í Bretlandi eftir nýja tæknifrjóvgunaraðferð sem dregur úr hættu á að þau erfi sjúkdóma frá mæðrum sínum. Aðferðin, sem breskir vísindamenn hafa þróað, sameinar egg og sæði foreldra barnsins og gjafaegg frá annarri konu Meira

Laugavegshlaupið Frá vinstri: Höskuldur, Anna Kristín Höskuldsdóttir, Tyler Jones og Jón Hinrik Höskuldsson.

Áhugamálið heldur Höskuldi í formi

Mörgum þykir eflaust vel af sér vikið að ljúka Laugavegshlaupinu einu sinni á ævinni. Höskuldur Kristvinsson vann það afrek fyrir viku að hlaupa Laugavegshlaupið í 25. skipti. Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup, en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk Meira