Fréttir Miðvikudagur, 30. júlí 2025

Rekstur Play hyggst vaxa smám saman bæði á Möltu og á Íslandi.

Útilokar ekki afskráningu Play

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir ekki þörf á frekari fjármögnun og að félagið stefni á vöxt bæði hérlendis og erlendis. Þótt gustað hafi um félagið frá upphafi og mótvindurinn reynst meiri en Einar hafði vonast til þegar lagt var af stað er hann ekki að bugast Meira

Þungar áhyggjur á Íslandi og í Noregi

Ráðherra ósátt við nálgun ESB • Gæti bara verið byrjunin Meira

Ósátt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ekki sátt við nálgun ESB. Öllum kröftum og tækjum sé beit til þess að ná lausn sem yrði góð fyrir Ísland.

Þorgerður ósátt við nálgun ESB

Ákvörðun um tolla ljós í ágúst • Ráðherra ekki gefið upp vonina um að niðurstaðan verði ásættanleg • Beitir öllum kröftum til þess að ná fram góðri lausn • Ákvörðun krefst ekki samþykkis Evrópuþings Meira

Sundhnúkagígar Áhugasamir ferðamenn flykkjast að gosstöðvunum.

Vísbendingar um að hægt landris sé hafið að nýju

Veðurstofan varar við hættu • Fólk gangi ekki á hrauni Meira

Surtsey Tanginn hefur styst og á fremsta oddanum er nú sandrif.

Sífelldar breytingar á Surtsey

Jarðhiti í Surtsey var mældur í nýloknum Surtseyjarleiðangri Náttúrufræðistofnunar, en jarðhiti í eynni hefur verið mældur reglulega frá árinu 1969, að því er fram kemur í frásögn af leiðangrinum sem birt er á vef stofnunarinnar Meira

Iða Hið umdeilda veiðisvæði er fyrir landi jarðanna Iðu 1 og Iðu 2. Lögbann hefur nú verið lagt við veiðum fólks á vegum leigutaka Stóru-Laxár þar.

Lögbannið er gengið í gildi

Lögbann við veiðum leigutaka Stóru-Laxár í Hreppum og fólks á hans vegum fyrir landi Iðu gekk í gildi á mánudag sl. þegar sýslumaðurinn á Suðurlandi kvað upp úrskurð þar um. Úrskurðurinn gekk í kjölfar þess að eigendur Iðu 1 og Iðu 2 millifærðu 28… Meira

Atvinnuleysi Réttur til atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir á Íslandi.

Líklegri til að vera á atvinnuleysisbótum

Fólk frá Palestínu og Grikklandi er líklegast til að þiggja atvinnuleysisbætur á Íslandi en ríkisborgarar Filippseyja og Íslands eru ólíklegastir. Af þeim sem búa hérlendis eru 18% af fólki frá Palestínu atvinnulaus en 17% af þeim sem eru frá Grikklandi Meira

Frárennslisskurður Verið er að grafa frárennslisskurð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Efnið sem til fellur er nýtt til vegagerðar á svæðinu.

Kraftur í framkvæmdunum

Jarðvinna í fullum gangi við Hvammsvirkjun • Skurðgröftur, vegagerð og plan fyrir vinnubúðir • Unnið við frárennslisskurð • Fossvélar og Borgarverk að störfum Meira

Þyrlan Áhöfnin var á Reykjavíkurflugvelli og gat brugðist skjótt við.

Sótti slasaðan fjórhjólamann

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður fjórhjóls velti hjóli sínu í Dýrafirði í gær en þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Þyrlan flaug vestur, sótti manninn og flutti hann aftur til Reykjavíkur þar sem sjúkrabíll beið eftir honum og flutti á Landspítalann Meira

Lottó Dráttur síðustu tveggja vikna hefur gefið vel af sér.

Tvær heppnar konur í lottóinu

Hrepptu fyrsta vinning tvær vikur í röð • Grátur og Tenerife-ferð bókuð Meira

Carbfix-aðferðin Basaltberg til vinstri þar sem engar útfellingar steinda hafa átt sér stað og til hægri basaltberg eftir niðurdælingu CO<sub>2</sub>.

Aðferð til að losna við losunarskatta

75 milljarða fjárfesting í Ölfusi • Carbfix undirbýr framkvæmdir við móttöku- og geymslustöð • Áætlað að binda allt að 3 milljónir tonna af CO 2 á ári • Hefur sparað OR 15 milljarða á 10 árum Meira

Tímafrestur Bretar hyggjast viðurkenna Palestínuríki í september nema ríkisstjórn Ísraels geri raunverulegar breytingar á ástandinu á Gasa.

Viðurkenna Palestínuríki í september

Bretar setja Ísraelum afarkosti • Viðurkenna ríki Palestínu nema Ísraelar standi fyrir raunverulegum breytingum á Gasa • Netanjahú segir Starmer umbuna hryðjuverkamönnum og refsa fórnarlömbum Meira

Óörugg landamæri Taílenskir bændur sem neituðu að yfirgefa svæðið.

Saka Kambódíu um rof á vopnahléi

Óstöðugt vopnahlé milli Taílands og Kambódíu virðist hafa haldist í gær, þrátt fyrir ásakanir stjórnvalda í Bangkok um að það hefði verið rofið með átökum yfir nóttina. Eftir friðarviðræður í Malasíu á mánudag samþykktu bæði löndin að skilyrðislaust … Meira

Evrópusambandið lætur sverfa til stáls

Norðmenn bera ekki síðri kvíðboga fyrir nýboðuðum verndartollum Evrópusambandsins á járnblendi en Íslendingar, eyþjóðin í norðri sem treystir á alþjóðasamstarf og -viðskipti sér til viðurværis. Eins og Morgunblaðið og mbl.is hafa greint frá síðustu… Meira

Umhverfið Elín Birna á ruslarölti á Selfossi og Ingólfsfjall í baksýn. Alls konar drasl var komið í pokann og tína í hendi sparar erfiði.

Legókubbar, óléttupróf og tannbursti

Elín Birna í rusli í Árborg • Sjálfboðið samfélagsstarf Meira