Fréttir Föstudagur, 8. ágúst 2025

Esjutindar Horft er yfir Viðey í átt að snævi snauðri Esjunni, en skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur markað veðurfar um ómunatíð.

Óvenjulegt hvarf skaflsins í Esjunni

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju vestan Kirkjufells er nú horfinn með öllu. Svo sýnist Árna Sigurðssyni veðurfræðingi, sem hefur vaktað skaflinn í allt sumar. Undanfarna daga hefur hann fylgst grannt með síðustu dílunum hverfa þótt skýjahulan yfir fjallinu hafi talsvert byrgt honum sýn Meira

Rauðavatn Hlaupnir verða margir hringir um vatnið á morgun.

Líklega nýtt Íslandsmet við Rauðavatn

Íslandsmetið í vegalengdinni hefur staðið óbreytt frá 2011 • 89 skráðir Meira

Hafrannsóknaskip Þórunn Þórðardóttir er hið nýja rannsóknaskip Hafró og kom til landsins fyrr á þessu ári.

Hafa fengið meiri fjármuni til hafrannsókna

„Við höfum kvartað yfir fjárskorti í áraraðir og þess vegna höfum við fengið styrkingu síðustu tvö árin. Eitt verkefnið er að styrkja rannsóknir á nytjastofnum,“ segir Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafannsóknastofnunar í samtali við Morgunblaðið Meira

Reynisfjara Svæðið er í brennidepli eftir banaslys á laugardag.

Landvarsla í Reynisfjöru ekki á borðinu

Náttúruverndarstofnun sinnir landvörslu á friðlýstum svæðum Meira

Formaður Breki Karlsson er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag.

Villta vestrið á bílastæðamarkaði

Neytendasamtökin eru á mörgum og mikilvægum vígstöðvum þessa dagana í baráttu sinni fyrir rétti neytenda. Breki Karlsson formaður samtakanna segir íslenska neytendur í fremstu röð í Evrópu og vitnar þar til mælinga sem gerðar hafa verið Meira

Aðflutningur þrýstir á húsaleigu

Greining HMS bendir til að samhengi sé milli leiguverðs og aðflutnings fólks til landsins síðustu tíu ár l  Hagfræðingur HMS segir að það ætti að draga úr eftirspurnarþrýstingi að dregið hafi úr aðflutningi  Meira

Tollar Utanríkisráðherra mætti ekki á fund nefndarinnar þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir viðveru hennar.

Halda áfram fundum um tollahækkanir

Tollahækkanir sem varða íslenska hagsmuni voru til umfjöllunar á fundi utanríkismálanefndar í gær. Annars vegar var fjallað um fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins (ESB) sem snerta útflutning á járnblendi og hins vegar nýja tollákvörðun… Meira

Framkvæmdir Kaffivagninn er tilbúinn eftir miklar framkvæmdir og er nú bara beðið eftir rekstrarleyfi til að hægt sé að opna staðinn fyrir gesti.

Væntir þess að opna á næstu dögum

Axel Óskarsson, veitingamaður og eigandi Kaffivagnsins, bíður nú eftir rekstrarleyfi til að fá að opna nýuppgerðan Kaffivagninn sem fjölmargir fastagestir vagnsins hafa beðið spenntir eftir. Kaffivagninn hefur verið lokaður í nokkurn tíma vegna… Meira

Sala Bjór er alltaf langvinsælastur og selst þar með mest af honum.

Salan hjá ÁTVR dróst saman

8,3% minni sala í Vínbúðunum fyrir verslunarmannahelgina en í fyrra Meira

Stórfrétt Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu árið 1975.

Fyrsta bankarán Íslands upplýst

Fyrsta bankaránsmál á Íslandi hefur nú verið upplýst 50 árum eftir að það var framið. Einn bankaræningjanna gaf sig fram við lögreglu í sumar og gekkst við því að hafa ásamt vinum sínum stolið rúmum 30 þúsund krónum úr útibúi Útvegsbankans í… Meira

Skeið Sigursteinn og Krókus á flugaskeiði á undan Kristjáni og Kröflu sem náðu góðum seinni spretti og unnu.

Spennandi fimmgangur og skeið

Drangur frá Ketilsstöðum efstur sex vetra stóðhesta • Kristján og Krafla í 1. sæti í 250 m skeiði l  Þjóðverjar leiða í fimmgangi og í sex vetra flokki hryssna l  Íslendingar í öðru sæti í fimmgangi Meira

Fjölskylda Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Selma Skúladóttir, Helga Sigurðardóttir, Ragnhildur Matthíasdóttir, Viktor Leifsson, Leifur Arason, Hilmir Páll Hannesson, Selma Leifsdóttir og Hrafn Helgi Gunnlaugsson.

Fjölskylda sem bæði keppir og fylgist með

Eftir 30 ár mætir önnur kynslóð landsliðsknapa á mótið Meira

Umferðin Lítilsháttar samdráttur varð í júlí, þvert á spár.

Umferð dróst óvænt saman í júlímánuði

Verslunarmannahelgin eingöngu umferðarmest á Austurlandi Meira

Mótmæli Lögregla í Jerúsalem beitti vatnsbyssum í gær gegn strangtrúuðum gyðingum sem mótmæltu áformum um að þeir sæti herskyldu.

Vilja ná valdi á öllu Gasasvæðinu

Ríkisstjórn Ísraels fjallaði um tillögur Benjamíns Netanjahús um hertar hernaðaraðgerðir • Vilja ekki ráða yfir Gasa til frambúðar heldur afhenda svæðið arabískum öflum sem ógni ekki öryggi Ísraels Meira

Stefnt að leiðtogafundi í næstu viku

Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær að leiðtogafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta yrði haldinn innan skamms, væntanlega í næstu viku. Trump sagði á miðvikudagskvöld að hann myndi líklega hitta Pútín innan skamms Meira

Hjól Einari Erni Thorlacius hefur lengi þótt gaman að hjóla og hann hvetur alla sem sjá sér fært að styrkja Parkinsonsamtökin á ferð sinni.

Hjólar Austfirðina fyrir systur sína

Einar Örn Torlacius, 67 ára hjólreiðaáhugamaður og lögfræðingur dýravelferðar hjá Matvælastofnun, ætlar á sunnudaginn að leggja af stað í tveggja vikna hjólaferð um Austfirðina. Einar á tvær yngri systur og sú eldri greindist nýlega með… Meira