Það styttist í þinglok, sem betur fer segja flestir, þó að sjálfur vildi ég gjarnan að teygðist aðeins úr. Ég sagði 18. apríl, þegar greidd voru atkvæði um vantraust á ríkisstjórnina, að það væri eini dagurinn sem stjórnarflokkarnir hefðu treyst…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Það styttist í þinglok, sem betur fer segja flestir, þó að sjálfur vildi ég gjarnan að teygðist aðeins úr.

Ég sagði 18. apríl, þegar greidd voru atkvæði um vantraust á ríkisstjórnina, að það væri eini dagurinn sem stjórnarflokkarnir hefðu treyst hver öðrum síðan þessi ólánsstjórn var skrúfuð saman þriðja sinni. Það blasir við að dagarnir hafa ekki orðið fleiri síðan þá.

Þinglokasamningar stjórnarflokkanna hafa gengið svo hægt að furðu sætir, í gamla daga hefði málum sem eru í jafn miklu ósætti og nú er aldrei verið hleypt í gegnum ríkisstjórn eða þingflokka stjórnarflokka. Verkstýringin virðist vera í molum, en það er huggun harmi gegn að það er ekki endilega slæmt að fleiri en færri stjórnarmál dagi uppi þegar við skoðum hversu fá þeirra eru raunverulega til gagns fyrir land og þjóð.

...

Höfundur: Bergþór Ólason