Það skiptir hverja þjóð máli að þekkja menningararf sinn, vita hvar hann er niðurkominn, og gera það sem þarf að gera til að miðla honum til komandi kynslóða.
Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir

Íslensk menning og menningararfur hefur breitt úr sér víða, þar á meðal má nefna hin svokölluðu Lögréttutjöld sem eru hluti af þingsögu okkar Íslendinga, sem er einstök á heimsvísu. Lögréttutjöldin eru í raun tvö mislöng rúmtjöld úr ull og líni sem hafa verið saumuð saman eftir langhliðinni. Þau eru fagurskreytt með útsaumi og áletrunum. Á öðru tjaldinu má finna spakmæli en á hinu brot úr passíusálmi eftir Hallgrím Pétursson. Tjöldin eru kennd við Lögréttuhúsið sem stóð á Þingvöllum þar sem Alþingi Íslendinga hafði þingað frá árinu 930. Fyrir byggingu hússins var ávallt þingað og réttað undir berum himni, en með tímanum dró úr vinsældum þess sökum síbreytilegs veðurs og vinda hér á landi eins og núlifandi kynslóðir þekkja mætavel.

Lögréttutjöldin eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á árabilinu 1700

...