María Pétursdóttir, húsfreyja í Víðidalstungu II, fæddist á Geitafelli á Vatnsnesi 23. mars 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 8. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Pétur Gunnarsson sjómaður og bóndi, f. í Viðey 1889, d. 1946, og Auðbjörg Gunnlaugsdóttir, húsfreyja og kaupmaður, f. 1911 á Geitafelli, d. 1980. Systkini Maríu voru Auðbjörg, f. 1933, d. 2009, Sigurlaug Erla, f. 1934, Gunnlaugur, f. 1935, d. 2014, Guðrún, f. 1939, og Soffía, f. 1941.

Þann 18.11. 1950 giftist Maja, eins og hún var jafnan kölluð, Teiti Eggertssyni, f. 20.7. 1923, d. 28.2. 1996, frá Þorkelshóli í Víðidal. Kjörsonur þeirra er Eggert, f. 1970, endurskoðandi, maki Ásta Malmquist, f. 1967, viðskiptafræðingur. Dætur þeirra eru a) Sigríður María, f. 1999, hjúkrunarfræðingur, sambýlismaður Gunnar Pálmi Hannesson, f. 1996, flugmaður, og eiga þau Tryggva Hrafn, f. 2024,

...