Jón Einar Jakobsson fæddist í Wynyard, Saskatchewan í Kanada 16. desember 1937. Hann lést á Landspítalanum 2. júní 2024.

Foreldrar hans voru sr. Jakob Jónsson, dr. theol., f. 1904, d. 1989, og Þóra Einarsdóttir, f. 1901, d. 1994. Hann var yngstur fimm systkina en hin eru Guðrún Sigríður, f. 1929, d. 2018, Svava, f. 1930, d. 2004, Jökull, f. 1933, d. 1978, og Þór Edward, f. 1936.

Jón Einar ólst upp í Reykjavík eftir að fjölskyldan fluttist heim frá Kanada í stríðinu 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1956, var við nám og störf í Þýskalandi, Noregi, Íran og víðar 1959-62 og lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1965. Jón Einar var fulltrúi og aðalfulltrúi bæjarfógetans í Keflavík 1965-67. Stofnaði hann þá eigin lögfræðistofu sem hann rak fyrst í Keflavík en í Reykjavík frá 1971 og á heimili sínu í Garðabæ frá 2007. Hann varð héraðs-...