Bryndís Guðmundsdóttir fæddist á Hrafnabjörgum Hvalfjarðarstrandarhreppi 30. júní 1938. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 9. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Guðmundur Brynjólfsson, f. 1915, d. 1998, og kona hans Guðrún Lára Arnfinnsdóttir, f. 1919, d. 2013, bændur á Hrafnabjörgum. Bryndís var elst þriggja systkina, næstur kom Arnfinnur, f. 1939, d. 1968, og yngst er Ragnheiður, f. 1956.

Bryndís giftist hinn 7. nóvember 1959 Jóni Ottesen, f. 4.11. 1927, d. 12.11. 1988, bónda á Ytra-Hólmi. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Pétur Ottesen, f. 1888, d. 1968, og Petrína Helga Ottesen, f. 1989, d. 1972.

Börn Bryndísar og Jóns eru: 1) Petrína Helga Ottesen, f. 10.6. 1959, maki Hlynur Máni Sigurbjörnsson, f. 13.6. 1962, börn þeirra eru Dagný, f. 1978, Jón Ingi, f. 1981, d. 1982, Jón

...